SÍBS blaðið - 01.02.2015, Page 13
SÍBS BLAÐIÐ 2015/1 13
Þverfagleg úrræði skortir
Til að sporna gegn vaxandi algengi örorku á
Íslandi þarf annars vegar að bæta aðgengi að
endurhæfingu svo og að efla menntunarkerfið
og auka aðgengi að fullorðinsfræðslu. Þá skortir
verulega möguleika á vinnumarkaði fyrir fólk
með skerta starfsorku, bæði verndaða vinnu og
atvinnu með stuðningi. Undirritaður tekur því
undir með þeim Sigurði Thorlacius og Stefáni
Ólafssyni að auka þurfi starfsendurhæfingu á
Íslandi. Með tilkomu VIRK starfsendurhæfingar-
sjóðs ættu möguleikar á aukinni starfsendur-
hæfingu að hafa batnað. Það verður hins vegar
að segjast eins og er að raunveruleg þverfagleg
starfsendurhæfingarúrræði fyrir utan Reykja-
lund eru allt of fá hér á landi enn sem komið
er og eins og málum er háttað er afkastageta
starfsendurhæfingarteymis Reykjalundar fremur
takmörkuð.
Ekki skortir á rannsóknir sem styðja þjóðhags-
lega hagkvæmni endurhæfingar bæði nýlegar
og eldri. Rannsókn sem framkvæmd var fyrir
heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð frá árinu 2000 sýndi
að hver króna sem eytt var í endurhæfingu
gaf níu krónur til baka til samfélagsins. Þessi
niðurstaða er í fullu samræmi við niðurstöður
heilsuhagfræðilegrar úttektar á árangri með-
ferðar á verkjasviði Reykjalundar. Kostnaður
meðferðarinnar var um 1200 þúsund fyrir hvern
sjúkling og sjúklingur sem var útskrifaður vinnu-
fær var áætlaður skila um 10 milljónum til baka
til samfélagsins.
Heimildir:
Skýrsla Félags íslenskra endurhæfingarlækna, 2012
Henry Mayhew; London labour and the London poor, 1861
Magnús Ólason. Um mat á miska og örorku.
Lögmannablaðið, 1996
Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og Stefán
Ólafsson; Algengi örorku á Íslandi 1. desember 2005,
Læknablaðið, 2007
Sigurður Thorlacius og Sigurjón B. Stefánsson; Algengi
örorku á Íslandi 1. desember 2009 og samanburður við
árin 2002 og 2005; TR, http://www.tr.is/media/skjol-a-pdf/
Algengi-ororku-2009-Skyrsla.pdf
Heimasíða TR, http://www.tr.is/tryggingastofnun/
tryggingastofnun_i_tolum/stadtolur/toflur-fyrir-arid-2013/
Lydia Abasolo og fleiri. Prognostic factors for long-term work
disability due to musculoskeletal disorders. Rheumatology
International. 32(12):3831-9, 2012
Morten Stover og fleiri. Unemployment and disability
pension--an 18-year follow-up study of a 40-year-old
population in a Norwegian county. BMC Public Health.
12:148, 2012
Annina Ropponen og fleiri. Effects of work and lifestyle on
risk for future disability pension due to low back diagnoses:
a 30-year prospective study of Finnish twins. Journal of
Occupational & Environmental Medicine. 54(11):1330-6, 2012
Sigurður Thorlacius og Stefán Ólafsson. From unemployment
to disability? Relationship between unemployment rate and
new disability pensions in Iceland 1992-2007. European
Journal of Public Health. 22(1):96-101, 2012
Sigurður Thorlacius, Gunnar K. Guðmundsson og Friðrik
H Jónsson. Starfshæfni eftir starfsendurhæfingu á vegum
Tryggingastofnunar ríkisins. Læknablaðið, 2002
Magnús Ólason. Outcome of an interdisciplinary pain
management program in a rehabilitation clinic. WORK
22(1):9-15, 2004
Héðinn Jónsson. Kostnaðarnytjagreining á verkjasviði
Reykjalundar. Meistaraprófsritgerð, HÍ, 2011
Statens offentliga utredningar (SOU). Rehabilitering till arbete
en reform med individen i centrum, SOU 2000:78, 2000.
http://www.regeringen.se/sb/d/108/a/2831
FA
S
TU
S
_H
_0
4
.0
1
.1
5
Við léttum þér lífið
Hjá Fastus er að finna fjölbreytt úrval af vinnustólum sem eru í samning við Sjúkratryggingar Íslands.
Sérhæft starfsfólk leggur metnað sinn í að finna rétta vinnustólinn fyrir þig.
Rétt val á vinnustól getur létt þér lífið við hin ýmsu daglegu störf heimafyrir og einnig
við tómstundaiðju.
Komdu og skoðaðu úrvalið í verslun Fastus að Síðumúla 16, 2. hæð.
Við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Vela SalsaVela Tango Vela Salsa
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Opið mán - fös 8.30 - 17.00