SÍBS blaðið - feb. 2016, Síða 8

SÍBS blaðið - feb. 2016, Síða 8
8 SÍBS-blaðiðGrein Það skiptast á skin og skúrir hjá okkur mannfólkinu og depurð er fylgifiskur lífsins líkt og gleðin. Depurð er eðlilegt viðbragð við álagi, missi og ýmiss konar öðrum erfiðleikum eða sjúk- dómum. Einnig getum við öll átt okkar slæmu daga þar sem við erum leið, döpur, sorgmædd, pirruð, fúl eða löt en þunglyndi er annað og meira. Þunglyndi er algeng geðröskun og gera má ráð fyrir að allt að því fjórða hver kona (10-25%) og áttundi hver karlmaður (5-12%) þjáist af þunglyndi einhvern tíma ævinnar. Þunglyndi spyr ekki um stétt né stöðu, aldur eða kyn. Við könnumst flest við einhver þunglyndiseinkenni og nú er farið að tala um að þunglyndi sé á ákveðnu rófi. Við getum kannast við mörg einkenni þunglyndis án þess að greinast með þunglyndi en ef einkennin eru orðin fimm eða fleiri á sama tíma í tvær vikur eða lengur og eru farin að trufla verulega daglegt líf, getur verið um þunglyndi að ræða og þá er rétt að leita sér aðstoðar. Helstu einkenni þunglyndis Leiði og depurð, áhugaleysi og gleðileysi eru tilfinningar sem fylgja þunglyndi sem og að vera niðurdreginn, dofinn, tómur eða búinn að fá nóg. Einstaklingar sem greinast með þunglyndi eiga oft erfitt með að upplifa gleði og ánægju og hafa jafnvel ekki áhuga á hlutum sem þeir höfðu áður ánægju af eins og að fara út að ganga, í heimsókn, bíó, leikhús eða stunda önnur áhugamál. Ekkert er ánægjulegt lengur og lífið hefur jafnvel ekki tilgang. Niðurrifshugsanir eru mjög algengar, sjálfsásakanir og sektarkennd, að finnast maður vera einskis virði eða ekki nógu góður. Allir aðrir eru miklu betri og allir hinir eru að standa sig betur í lífinu (að minnsta kosti samkvæmt því sem kemur fram á Fésbókarsíðum þeirra). Vonleysi getur fylgt þessum neikvæðu niðurrifshugsunum og stundum er stutt í sjálfsvígshugsanir. Þunglyndi birtist líka í ýmsum líkamlegum einkennum svo sem þreytu og orkuleysi, verkjum í maga eða höfði. Sumir upplifa eirðarleysi eða það hægist á öllum hreyfingum. Matar- lystin er ýmist minnkuð eða aukin, svefninn meiri eða minni (svefnerfiðleikar) og minnkuð kynlöngun fylgir oft þunglyndi. Hugarstarfið verður líka fyrir áhrifum þunglyndis og algengt er að fólki finnist minnið hafa versnað eða það finnur fyrir einbeitingarerfiðleikum, til dæmis við lestur eða sjón- varpsáhorf. Þunglyndið hefur einnig áhrif á hegðun og framtaksleysi er mjög algengt. Það verður erfitt að framkvæma jafnvel einfalda hluti sem voru ekkert vandamál áður, eins og að fara á fætur, fara í sturtu, koma sér í vinnu eða skóla og elda matinn. Það verður erfiðara að koma sér að verki og meiri tími fer í að halda sig í rúminu eða sófanum. Þar eiga neikvæðar hugsanir greiðari aðgang að huganum því hann er ekki upptekinn við að gera neitt annað og vanlíðan eykst. Þunglyndi getur líka leitt til einangrunar og einmanaleika. „Það vill enginn hitta mig“, „Ég er ekki skemmtilegur pappír þessa dagana og fer ekki að angra fólk með þessum leiðindum“ eru dæmi um hugsanir þegar fólki líður illa. Orsakir og áhrifaþættir Rannsóknir sýna að þunglyndi getur orsakast af mörgum þáttum og þar skipta bæði erfðir og umhverfi máli. Bæði líffræðilegir þættir og ákveðin reynsla eða áföll geta gert okkur viðkvæmari fyrir þunglyndi. Sérstaklega lífsreynsla sem tengist missi eins og að missa einhvern nákominn, að missa vinnuna, að missa hlutverk sem við höfum haft eða missa heilsuna. Það er samt ekki þar með sagt að erfið lífsreynsla orsaki þunglyndi því það verða ekki allir þunglyndir sem lenda í erfiðri lífsreynslu. Það sama á við um erfðir og líffræðilega þætti, það verða ekki allir þunglyndir sem eru með áhættu- þætti fyrir þunglyndi, samspilið er flóknara en það. Rósa María Guðmundsdóttir geðhjúkrunarfræðingur Reykjalundi Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur Reykjalundi Þunglyndi Leiði og depurð, áhugaleysi og gleðileysi fylgja þunglyndi sem og að vera niðurdreginn, dofinn, tómur eða búinn að fá nóg

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.