SÍBS blaðið - feb. 2016, Blaðsíða 26

SÍBS blaðið - feb. 2016, Blaðsíða 26
26 SÍBS-blaðið Margir upplifa að kvíðinn komi án fyrirvara eða eins og þruma úr heiðskíru lofti. að því meira sem fólk æfir sig því meiri árangri nær það og það sem meira er, árangurinn heldur áfram eftir að eiginlegri meðferð er hætt. Gott er að hafa í huga að hraður hjartsláttur sem fylgir kvíða er ekki hættulegur þó hann sé óþægilegur og að vanlíðanin gengur yfir. Margir aðrir þættir geta stuðlað að betri líðan og dregið úr kvíða. Nefna má slökun, hugleiðslu og núvitund. Þegar slökun er notuð á árangursríkan hátt hægist á öndun og hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar og vöðvaspenna minnkar. Með því að stunda slökun reglulega er hægt að draga úr innri spennu sem skilar sér í betri andlegri líðan og hjálpar til að takast betur á við ýmiss konar áreiti og kvíða í daglegu lífi. Aftur á móti er ekki mælt með að nota slökun í kvíðavekjandi aðstæðum. Einnig er mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel, nota jákvætt sjálfstal og hafa reglu á svefni og svefnvenjum. Reglubundin hreyfing og hollt og gott mataræði skilar sér líka í betri líðan bæði andlega og líkamlega. Ekki má heldur gleyma félagslega þættinum, en fátt er dýrmætara en að eiga góða fjölskyldu og vini sem hægt er að leita til bæði á góðum og erfiðum stundum. Samantekt Kvíði er eðlileg tilfinning og hluti af daglegu lífi. Hann er eðlilegt viðbragð við áreiti og jákvætt afl í lífsbaráttunni. Aftur á móti getur kvíðinn snúist upp í andhverfu sína þegar hann er orðinn of mikill og farinn að hafa áhrif á daglegt líf og lífsgæði. Hægt er að læra aðferðir til að draga úr og ná betri stjórn á kvíða. Heimildir/ítarefni: Fennell, M. og Butler, G. (2005). Að takast á við kvíða (Gunnhildur L. Marteinsdóttir, Inga Hrefna Jónsdóttir og Oddi Erlingsson þýddu). Reykjavík: Félag um hugræna atferlismeðferð. (Upphaflega gefin út 1985). Inga Hrefna Jónsdóttir, Rósa María Guðmundsdóttir, Vera Siemsen og Þórunn Gunnarsdóttir (Ritstj.) (2010). HAM Handbók um hugræna atferlismeðferð (6. útgáfa). Mosfellsbæ: Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð. Einnig má nálgast bókina á vefsíðunni: ham.reykjalundur.is Sóley Dröfn Davíðsdóttir (2014). Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum. Reykjavík: Edda Stuart, G.W. (2013). Principles and Practice of Psychiatric Nursing (10. útgáfa). St. Louis: Elsevier. - -

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.