SÍBS blaðið - Feb 2016, Page 19
19
1. tbl. 2016
Síðumúli 6 | 108 Reykjavík | 560 4800 | sibs.is/verslun | Finndu okkur á Facebook!
Heilsutengdar vörur valdar í samráði við fagaðila
Verslun SÍBS er rekin án hagnaðarsjónarmiða
Ullarsokkar, þunnir
3.990 kr
Gigtarpenni
2.780 kr
Grip á lykil
3.990 kr
Pilates sett
11.590 kr
Scarpa Mojito gönguskór
23.800 kr
VERSLUN
Við erum á
uppgötvaði að það var ekkert í gangi þar fyrir mig lengur. Svo
ég ákvað að fara aftur til bróður míns í Reykjavík og halda
áfram í Hugarafli. Um svipað leyti veiktist bróðir minn af
krabbameini og ég var mikið með honum í því ferli uns hann
lést ári síðar úti í Svíþjóð.
Hjá Hugarafli fór ég í geðfræðsluna, sem gengur út á að
heimsækja skóla og segja frá eigin reynslu. Fyrsta heimsókn
mín var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fyrir framan 100 krakka,
var þar með Hrannari Jónssyni sem er formaður Geðhjálpar
í dag. Það var mikil áskorun fyrir mig, ekki síst þar sem þetta
var í sal sem minnti á hringleikasvið og ég þurfti að tala upp til
krakkanna. Þetta voru því bókstaflega yfirþyrmandi aðstæður
fyrir mig, en ég komst í gegnum það.“
Grófin geðverndarmiðstöð
Eymundur bjó í þrjú ár í Reykjavík, flutti aftur norður í
desember 2012. „Þar var þá sprottinn upp grasrótarhópur
sem byggði á svipaðri hugsjón og Hugarafl og ég hafði verið
beðinn um að taka þátt í því. Ég var líka búinn að skrá mig
í félagsliðanám, fyrir þá sem vilja vinna með fólki sem á í
erfiðleikum með sjálft sig eins og ég hef glímt við. Fór í það á
meðan við vorum að undirbúa opnun geðverndarmiðstöðvar
á Akureyri sem gerðist 10. október 2013 á alþjóðlega geðheil-
brigðisdaginn. Þetta heitir Grófin - geðverndarmiðstöð og um
það leyti fór saga mín að spyrjast út í samfélagið. Ég hef síðan
mikið verið í fjölmiðlum, flutt fyrirlesta, skrifað greinar og svo
framvegis. Þetta hefur verið og er mikil vinna, að opna upp
samfélag þeirra sem glíma við geðræn vandamál. Við höfðum
opið frá 13-16 alla virka daga og eftir eitt ár höfðum við sýnt
fram á að þetta var að virka. Þá var ráðinn sálfræðingur og
við fórum að hafa opið frá 10-16 alla virka daga og núna í
haust byrjuðum við á því að fara með geðfræðslu í skólana,
fyrst fyrir kennara og annað starfsfólk og svo nemendurna.
Það hefur gengið mjög vel og fólk almennt mjög þakklátt fyrir
að fá að heyra um þessi mál frá fólki sem þekkja þau af eigin
reynslu. Það hefur líka sýnt sig að þörfin fyrir þessa fræðslu
er mjög brýn, enda vandamál af þessu tagi mjög algeng meðal
barna og unglinga.
Ég er sjálfur mjög reiður og sorgmæddur fyrir hönd
þessara krakka því ég veit hvernig er að líða svona og ég veit
af hverju sumir stunda illa námið sitt, af hverju sumir loka
sig af. Þessi börn þurfa fyrst og fremst skilning og stuðning,
að á þau sé hlustað og mikilvægt að foreldrarnir sinni þeim
vel, vegna þess að vandamálin verða bara verri og verri með
tímanum sé ekkert að gert. Það er mjög mikilvægt að stjórn-
völd landins sem og stjórnendur skólanna geri sér grein fyrir
þessu, það er ekki síður þörf fyrir sérfræðinga á þessu sviði í
skólunum eins og velmenntaða kennara í hinum ýmsum náms-
greinum og íþróttum. Þekking á þessum málum er orðin mjög
mikil og við eigum ekki lengur að horfa fram hjá þeim. Með
því að koma þessum krökkum strax til hjálpar er til að mynda
verið að fækka öryrkjum framtíðarinnar til verulegra muna.
Sparnaðurinn við það yrði margfaldur á við kostnaðinn sem
slíkt útheimtir.“
Hvernig meturðu sjálfan þig núna?
„Ég er sáttur við sjálfan mig í dag. Það finnst mér skipta
mestu máli. Ég hef verið einfari allt mitt líf og liðið illa. Núna
líður mér ekki lengur illa þegar ég er einn með sjálfum mér.
Ég er orðinn virkur þátttakandi í lífinu, til dæmis innan
fjölskyldunnar. Ég kvíði ekki lengur að vakna á morgnana og
eiga allan daginn framundan – heldur er þvert á móti byrjaður
að njóta þess að vera til. Ég á líf …“
Með því að koma þessum
krökkum strax til hjálpar er
til að mynda verið að fækka
öryrkjum framtíðarinnar til
verulegra muna