SÍBS blaðið - feb. 2016, Blaðsíða 18
18
SÍBS-blaðið
nýtti það tækifæri. Ég hef þannig nýtt mér öll verkfæri sem ég
hef fengið í hendurnar. En þrátt fyrir allt þetta og þrátt fyrir að
ég tæki bæði kvíðastillandi lyf og þunglyndislyf var ég orðinn
mjög þunglyndur 2008. Þá var mér bent á það í Starfsendur-
hæfingunni að ég yrði að gera eitthvað meira í málunum. Ég
fór því aftur til heimilislæknisins og hann sótti um innlögn fyrir
mig á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Ég komst
þangað viku seinna og man að það kom mér á óvart að þarna
var allt önnur stemning en ég hafði búist við, þarna var mest
fólk sem var bara að vinna í sínum málum eins og hver annar,
enginn í einhverju ofsamaníukasti eða þess háttar. Ég áttaði
mig svo fljótlega á því þarna að það skiptir ekki máli hvað
aðrir halda um mann heldur hvað maður er sjálfur að gera.
Þarna kynntist ég meðal annars hugrænni atferlismeðferð og
var allt í allt innlagður í fjórar vikur. Meðan á því stóð var sótt
um endurhæfingu fyrir mig á Reykjalundi í Mosfellsbæ um
haustið.
Um sumarið bauðst mér hins vegar að fara í félagskvíðah-
hóp með tíu öðrum og ég þáði það. Meðal annars voru þrjú
atriði sem við áttum að gera og ég hafði ekki gert árum saman.
Það var að fara í bíó, fara í bæinn og vera innan um fólk, og
fara í strætó. Þetta var á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi
og mér leið mjög vel svo ég ákvað að taka bara allan pakkann
á einum degi. Skellti mér með strætó niður í bæ, en eftir hálf-
tíma innan um fólk var mér farið að líða mjög illa, félagsfælnin
blossaði upp. Ég valdi stystu leiðina úr bænum, þorði ekki að
fara tilbaka með strætó, en þegar ég var á gangi heim hitti ég
félaga minn sem var á leiðinni niður í bæ og spurði hvort ég
vildi ekki koma með sér. Ég þorði ekki að segja honum hvernig
mér leið og fylgdi honum aftur niður í bæ. Eftir hálftíma þurfti
hann að fara eitthvað og ég var aftur orðinn einn í bænum. En
í stað þess að hlaupa strax heim herti ég upp hugann og ákvað
bara að klára dæmið eins og ég hafði ætlað mér. Fór í bíó, á
Hjá Hugarafli með Herdísi Benediktsdóttur, ritstjóra bókarinnar Geðveikar
batasögur II, en Eymundur er þar meðal höfunda.
Batmanmyndina Dark Knight, en hún fór reyndar fyrir ofan
garð og neðan hjá mér því ég var allan tímann að reyna að átta
mig hverjir væru að fylgjast með mér í myrkum bíósalnum –
sem sagt allur á valdi félagsfælninnar. Ég kláraði þó myndina
og þá var einhvern veginn ekkert annað í stöðunni fyrir mig
en að taka strætó heim, því ég var eins og ég hefði verið á
fylleríi í marga daga, grúttimbraður með dúndrandi hausverk,
blóðrauður í framan, fullur af ógleði – en svo þegar ég ætlaði
að taka strætóinn heim var hann nýfarinn og næsti væntan -
legur eftir klukkutíma. Nema hvað, stuttu síðar ekur stúlka
sem ég þekkti fram á mig, stoppaði bílinn og spurði hvað væri
eiginlega að gerast með mig, ég liti alveg hræðilega út – og
hún keyrði mig heim. Þetta hljómar sjálfsagt einkennilega í
eyrum flestra en svona lýsir félagsfælni á háu stigi sér. Svona
leið mér hreinlega, þrátt fyrir allt sem ég var búinn að reyna
að gera til að losna úr þessu ástandi. Þetta er líka ástand sem
hafði verið að byggjast upp frá barnæsku og það tekur sinn
tíma að vinna sig út úr því.“
Reykjalundur og Hugarafl
Haustið 2008 hélt Eymundur suður á Reykjalund í sex vikna
prógramm. „Ég bjó þar í einu af litlu húsunum ásamt tveimur
öðrum. Þá var ég kominn á þann stað í lífinu að mér fannst
ég hafa allt að vinna, vildi skilja allt þetta neikvæða að baki
og einblína fram á veginn, með jákvæðnina að leiðarljósi. Og
það var alveg stórkostlegt fyrir mig að koma á Reykjalund. Allt
fólkið sem starfar þarna, frá ræstingafólkinu og upp úr, kemur
fram af svo mikilli virðingu fyrir hverjum og einum að bara það
eitt hjálpaði mér til að opna mig meira og nýta mér það sem
boðið var upp á. Prógrammið er mjög alhliða, mjög heildrænt,
þannig að það var líka áhersla á sjúkraþjálfun, líkamsrækt
og sund. Það hafði líka sitt að segja að vera þarna í stóru
samfélagi, þurfa að fara í matsalinn og vera innan um margt
fólk. Það var oft erfitt fyrir mig en ég lét mig hafa það og það
var partur af prógramminu. Einnig var gott að búa í húsi með
tveimur öðrum skjólstæðingum Reykjalundar, með sameig-
inlegri stofu og svo framvegis. Maður þurfti líka að reyna sig
úti í umhverfinu, eins og að fara einn í bíó líkt og á Akureyri.
Allt þetta – og kannski ekki síst sú góða nærvera sem maður
upplifði hvarvetna á Reykjalundi – gerði mér gífurlega gott.“
Hvað gerðirðu svo eftir að prógramminu á Reykjalundi
lauk?
„Ég átti eftir að klára Starfsendurhæfingarskólann fyrir
norðan og gerði það vorið 2009. Þá fór ég aftur á Reykjalund
í fimm vikna eftirmeðferð, þau sáu að ég var virkilega að vinna
í mínum málum og töldu mjög mikilvægt að ég fengi slíka eftir-
fylgni. Það gerði mér mjög gott og styrkti mig enn frekar.“
Og hvernig hefur þér svo gengið síðan?
„Stöðugt upp á við. Þegar ég var í Starfsendurhæfingu
Norðurlands var mér bent á Ráðgjafaskóla Íslands í Reykjavík.
Þetta er sérskóli sem býður upp á þriggja mánaða nám og ég
ákvað að taka það. Einn bræðra minn bjó í Reykjavík á þeim
tíma svo ég gat verið hjá honum. Einnig hafði mér verið bent
á Hugarafl, fór að lesa mér til um hugmyndafræðina sem sá
félagsskapur byggði á og leist mjög vel á hana. Ég fór þangað
í heimsókn og sá að þarna var samankomið fólk eins og ég,
fólk sem tók mér af virðingu og ég ákvað að stunda þennan
félagsskap meðan ég væri í náminu í Ráðgjafaskólanum. Það
þróaðist síðan þannig að ég var í Hugarafli nánast á hverjum
degi í þessa þrjá mánuði. Ég fór aftur norður í desember en