SÍBS blaðið - feb. 2016, Blaðsíða 14
14
SÍBS-blaðið
Ráðstefnustjóri: Dr. Maryanne Demasi
Fyrirlesarar:
KYNNA RÁÐSTEFNU UM
Processing the science of sugar,
fat and the modern diet
MATARÆÐI OG HEILSU
26. maí 2016 í Hörpunni
Gary Taubes
Denise Minger
Dr. Thomas R. Wood
Prof. Tim Noakes
Dr. Aseem Malhotra
Dr. Axel F. Sigurðsson
Upplýsingar og skráning á foodloose.is
fyrir verri minnisframmistöðu liggur orsökin því stundum hjá
verri athyglisgetu en ekki minninu sjálfu. Það er þó rétt að
geta þess að minnið er margþætt rétt eins og athyglin. Annars
vegar getur fólk t.d. átt erfitt með að læra og tileinka sér nýjar
upplýsingar. Minnkuð athyglisgeta getur haft þau áhrif að erf-
iðlega gangi að meðtaka nýtt efni (eins og t.d. að muna hvað
einhver sagði). Hins vegar geta minnisvandkvæði komið fram
sem erfiðleikar við að endurheimta upplýsingar sem þegar eru
í minninu. Við þannig aðstæður geta vísbendingar hjálpað. Ef
þú manst ekki nafn einhvers kunningja og einhver segir við
þig: „Ég held að nafnið byrji á B,“ gæti það verið nóg til þess að
þú myndir nafnið.
Hvað er til ráða?
Í ljósi þess hve margir ólíkir þættir geta haft áhrif á hugarstarf
er vert að huga að ýmsu áður en hafðar eru áhyggjur af því að
heilastarfið sé skert með óafturkræfum hætti. Nærtækast er
að byrja á að skoða lífstílsþætti sem hægt er að hafa einhverja
stjórn á. Allt það sem dregur úr streitu og bætir svefn getur
haft jákvæð áhrif. Það er einnig alltaf að koma fram sterkari
rannsóknastuðningur við mikilvægi hreyfingar á hugræna getu
og andlega líðan. Sálfræðimeðferð við þunglyndi, eins og hug-
ræn atferlismeðferð (HAM), hefur löngu sýnt sig sem áhrifarík
meðferð, bæði við andlegri líðan og bjöguðum hugsanagangi.
Meðferð sem leggur áherslu á núvitundariðkun ásamt hug-
rænni nálgun (mindfulness-based cognitive therapy) virðist
sérstaklega lofa góðu hvað varðar bætta athyglis- og minnis-
getu. Eins minnkar þessi nálgun líkur á bakslagi.
Hugræn þjálfun (eða hugfimi) þar sem athygli, minni og
annað hugarstarf er þjálfað með ýmsum verkefnum virðist
einnig geta skilað sér að einhverju leyti í bættri frammistöðu
á hugrænum prófum. Slík verkefni geta annaðhvort verið
leyst í tölvu en einnig hefur verið sýnt fram á að ýmis þrauta-
lausnar verkefni, eins og sudokuþrautir, geti haft jákvæð áhrif
á hugarstarf. Enn er þó umdeilt að hve miklu leyti þjálfun á
einstökum verkefnum skili sér í bættri frammistöðu í hinu
daglega lífi. Bjargráð sem miða að því að nota dagbækur,
áminningar og dagatöl í síma, lista og minnismiða geta hjálpað
við að koma á betra skipulagi og aðstoðað fólk við að takast
á við daglegt líf með árangursríkari hætti. Einnig geta ýmsar
minnisaðferðir bætt minnisframmistöðu, eins og að sjá mynd-
rænt fyrir sér það sem leggja þarf á minnið. Hvað viðkemur
lyfjameðferð við hugrænum einkennum þunglyndis þá virðast
nýjar tegundir þunglyndislyfja sem verka bæði á taugaboðefn-
in seróntónín og norepínefrín (s.k. SNRI lyf) og eins lyf sem
verka beint á seróntónínviðtaka gefa hvað besta raun.
Ljóst er að nokkuð flókið samspil er á milli andlegrar líðun-
ar og hugarstarfs og margir samverkandi þættir virðast geta
haft jákvæð áhrif á hugarstarf hjá þeim sem kljáðst hafa við
andlega erfiðleika. Þó að engin einföld lausn hafi enn komið
fram á sjónarsviðið er margt sem gefur tilefni til bjartsýni. Og
flest er betra en vanvirkni og aðgerðarleysi!
Heimildir/ítarefni
Gonda, X., Pompili, M., Serafini, G., Carvalho, A. F., Rihmer, & Dome, P.
(2015). The role of cognitive dysfunction in the symptoms and remission from
depression. Annals of General Psychiatry, 14, 1-7.
Motter, J. N., Pimontel, M. A., Rindskopf, D., Devanand, D. P., Doraiswamy,
P. M., & Sneed, J. R. (2016). Computerized cognitive training and functional
recovery in major depressive disorder: A meta-analysis. Journal of Affective
Disorders, 189, 184-191.
Van der Velden, A. M., Kuyken, W., Wattar, U., Crane, C., Pallesen, K. J.,
Dahlgaard, J., … Piet, J. (2015). A systematic review of mechanisms of change
in mindfulness-based cognitive therapy in the treatment of recurrent major
depressive disorder. Clinical Psychology Review, 37, 26-39.
Meðferð sem leggur áherslu
á núvitund ásamt hugrænni
nálgun virðist lofa góðu við að
bæta athygli og minni