SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 3

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 3
Efnisyfirlit Leiðari Nýtt happdrættisár..... 3 Happdrætti SÍBS Gefum gleðinni tækifæri ... 5 Vinningaskrá............. 6 Ár lífsgleðinnar......... 8 Sleppti miða og þá kom nnilljónavinningurinn....10 ^álefni hjartveikra barna Hjartaaðgerðir á börnum á aldrinum 0-18 ára á íslandi .....................14 Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna.............17 Þakklæti er okkur efst í huga...........................20 Jólaball hjartveikra barna . 21 Neistinn til Finnlands .... 22 Viðtalið "Það batnaði öllum sem hann Guðmundur Karl snerti á“..................28 ^niislegt Oundaþúfan................. 6 i^rá Landssamtökum bjartasjúklinga............25 ^ausnarleg gjöf............30 ^rá Reykjavíkur- óeild SÍBS.................30 Skemmtun ^rossgátan.................24 ^lyndagátan................26 ^itstjóri og ábyrgðarmaður: ^étur Bjarnason R'tnefnd: helga Friðfinnsdóttir ■ióhannes Kr. Guðmundsson Jón Birgir Pétursson Aðstoð viö útgáfu: S'9urjón Jóhannsson Útlit: bér & NCi auglýsingastofa Úmbrot og prentun: Steindórsprent Gutenberg Ópplag 10.000 ^u9lýsingar: R*nir sf. SÍBSiiJaðið Ritnefnd SÍBS blaðsins sendir lesendum sínum bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári. Verkefni SÍBS á þessu nýbyrjaða ári eru mörg eins og verið hefur. Hæst þeirra mun þó bera fjáröflun til byggingar á hinu nýja og glæsilega þjálfunarhúsi sem nú er að rísa á Reykjalundi. Retta hús mun gerbreyta aðstöðu til þjálfunar og endurhæfingar á Reykjalundi og gera enn fleirum kleift að snúa til daglegra starfa á ný eftir veikindi. Með söfnunarátakinu Sigur lífsins, þar sem hátt á annan tug félagasamtaka tók myndarlega á með okkur var þetta verk hafið og nú er verið að greiða fyrir verkþætti með þeim fjármunum sem þar söfnuðust, þökk sé stuðningi og velvild landsmanna. Þetta hrekkur þó hvergi nærri til og þörf er á verulegu fjármagni í viðbót, auk þess sem óhjákvæmilegt verður að taka stór og dýr bankalán. Drýgsta tekjulind Reykjalundar og SÍBS frá upphafi hefur verið Happdrætti SÍBS. Allur ágóði af rekstri þess rennur til Reykjalundar og félagsmenn SÍBS hafa löngum stutt það dyggilega. Hinu er ekki að leyna að samkeppni er hörð á þessum markaði, stöðugt koma þar fram nýjar leiðir og því er nauðsynlegt að brýna liðsmenn okkkar stöðugt til þess að hjálpa okkur við þennan dýrmæta rekstur. Hér að neðan eru sett fram tilmæli til SÍBS félaga til þess að leggja happdrættinu og þar með Endurhæfingarmiðstöðinni lið. Safnast þegar saman kemur og vinningsvonin spillir heldur ekki fyrir. Leggjumst öll á árar! ______ Pétur Bjarnason Landsátak Happdrættis SÍBS Nýr miði á mann Við heitum á SÍBS félaga að afla eins happdrættismiða hver til byggingar Endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi. Vill ekki ættingi eða nágranni kaupa einn miða? Er ekki ársmiði verðug afmælis- eða tækifærisgjöf? Leggjumst öll á eitt Byggjum upp á Reykjalundi Dregið verður í Happdrætti SÍBS 12. janúar nk. Forsíðumyndin heitir Sólarvagn eftir Magnús Kjartansson. Myndin er ein þeirra sem verða í vinning í október, sjá bls. 7 og 8 í blaðinu.

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.