SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 4

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 4
51 BS hlaðið Stefán A. Jónsson, Sjónarhóli Stokkseyri: Hundaþúfan Fyrir Erlu yrkja skal nú örstutt kvæði uppistaða ljóðsins ljúfa er lítil sígræn hundaþúfa. Svip á landið setur hún og seiöir alla flökkuhunda, er frá sér leggja á flatan kollinn þarfir beggja. Þótt bitrir vindar blási þar um bera mela og háir skaflar hylji lendur hundaþúfan upp úr stendur. Þannig fer það einnig oft um ævi manna að þeir sem háum standa á stalli stöðugt mega verjast falli. En hinir, sem að aldrei hafa hátt sér tranað af sér bylji og storma standa styrkir mæta hverjum vanda. Þráfaldlega þúfan smáa þungu hlassi velti, þó af lítillæti léti sem hún ekkert gæti. Nokkur orð um tiiurð þessa fallega kvæðis hér að ofan. Höfundur vann íyrir mörgum árum með téðri Erlu hjá Rarik í Reykjavík. Hún vissi hann hag'mæltan og bað að yrkja um sig kvæði. Stefán sagðist ekkert kunna að yrkja um konur. „En geturöu þá ort um hundaþúfu?" spurði Erla, en þá var viðtalsbók Matthíasar Jóhannessen við Pál ísólfsson, „Hundaþúfan og hafið“ á allra vörum. „Ég get svo sem reynt það, því ég þekki þær margar,“ sagði skáldið og’ skildu svo leiðir þann daginn. Næsta morgunn færði hann svo Erlu kvæðið urn hundaþúfuna og er ekki annars getið en henni líkaði kveðskapurinn vel. Við þökkum Stefáni fyrir að gefa okkur hlutdeild i þessu skemmtilega kvæði, svo og teiknaranum Guðjóni Ólafssyni, Vestmannaeyjum.

x

SÍBS blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.