SÍBS blaðið - 01.01.2001, Síða 5
SífiSjiJaðið
Gefum gleöirmi tækifæri
Helga
Fr'ðfinnsdóttir
Það er lífsgleði í vinningaskrá
Happdrættis SÍBS við upphaf nýrrar
aldar. Forsíða þessa blaðs er prýdd
mynd eftir myndlistarmanninn
Magnús Kjartansson, en verk hans
munu gleðja viðskiptavini
happdrættisins í ár. Eins og greint
er frá á öðrum stað í blaðinu hefur
Magnús málað fýrir okkur Qórar
myndir sem allar eiga það
sameiginlegt að koma okkur í gott
skap. Þær eru þrungnar lífsgleði.
Eftirmyndir þeirra, sérunnar í Grikklandi,
verða á vinningaskránni í október nk.
Þannig eru alltaf einhverjir sem hljóta
verðlaun íyrir stuðning sinn við lifið.
Bygging Endurhæfingarmiðstöðvar fram-
tíðarinnar að Reykjalundi gengur vel. All
nokkuð vantar þó til að unnt sé að ljúka
þessu mikla átaki sem nýtast mun þjóöinni á
ókomnum árum. Nú, eins og svo oft áður,
skora ég á allt SÍBS-fóIk: Leggiö Happdrætti
SÍBS lið eins og þið frekast getið. Hvetjið
vini og vandamenn, samstarfsfólk og
kunningja til að kaupa miða. Við þurfum á
stuðningi ykkar að halda. Aðeins með
samstilltu átaki tekst okkur að ijúka þessu
mikla verkefni. Gefum lífsgleðinni tækifæri.
En hvernig tengist Happdrætti SIBS
lífsgleðinni enn frekar? Jú,
endurhæfingarstarfið á Reykjalundi gefur
nýja von og nýja gleði því fólki sem þar
nýtur þjálfunar ár hvert. Margir koma
þang'að illa leiknir eftir sjúkdóm eða slys en
njóta þess að halda heim aftur hlaðnir nýjum
þrótti og albúnir að takast á við lífíð á ný.
Flug svananna á forsiðunni minnir
óneitanlega á þær vonir sem bundnar eru við
starfið á Reykjalundi.
Ég má til með að segja ykkur frá konu sem
ég hitti þar kaldan vetrardag fýrir rúmu ári.
Kraftur hennar og reisn í fasi vakti strax
athygli mína. Hana langaði að segja mér
hvernig hefði „farið fýrir sér“ þegar hún
hugðist launa fýrir þá heilsu og þá
umönnum sem hún hafði hlotið á
Reykjalundi. Hún keypti sér miða í
Happdrætti SÍBS og strax við fýrsta útdrátt
hlaut hún verulega vænan vinning. „Ég hafði
fengið heilablóðfall eftir barnsfæöingu. Á
Reykjalund kom ég í hjólastól en gekk út við
hækjur. Eftir útskrift vann ég á vernduðum
vinnustað um tíma. Fjárhagsstaða mín var
mjög slæm og allt mitt lif í rúst. Þú getur
því rétt ímyndað þér hvort ég varð ekki glöð
þegar mér var tilkynnt um vinninginn. Ég
hrópaði upp yfir mig og trúði þessu varla. Ég
ætlaði bara að sýna smá þakklæti fýrir allt
sem Reykjalundur hafði gert fýrir mig. Nú
hef ég verið hér í frekari þjálfun og er alveg
að ná mér“, sagði þessi glæsilega kona þegar
við gengum saman eftir ganginum á
Reykjalundi og undirrituð varð að hafa sig
alla við til að fýlgja henni eftir svo
hressilega gekk hún við lok þjálfunar.
Helga Friðfinnsdóttir,
framkvæmdastjóri Happdrættis SÍBS.
GRÆNM6T1 í ÁSKRIFT
Lífrænt rækfað grasometi
„Valkostur fyrir vandláta“
Heilbrigði og hollusta fyrir neytendur sem vilja fá
úrvalsgrænmeti beint frá framleiðanda.
Tómatar Gúrkur Paprikur
Kirsuberjatómatar Chile-pipar Gulrætur
Upplýsingar og frekari útfærslu gefa:
Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir
Akur, Laugarási
801 Selfoss
Sími: 486-8983 e-mail: akurbisk@isholf.is