SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 11
SX&S±daðið
Bíll ársins 2000 í Evrópu
Þegar blaðamenn bílatímarita víðsvegar í Evrópu völdu
bíl ársins 2000 varö hinn nýi Alfa Romeo 147 fyrir
valinu. Verðlaunin þykja mjög eftirsóknarverð í veröld
þeirra sem Qalla um bíla en blaðamenn frá 21 landi
kusu. Þssi bíll verður nú á vinningaskrá Happdrættis
SIBS. Þrír bílar verða dregnir út, aðeins úr seldum
miðum, sá fyrsti í maí, næsti í júlí og sá síðasti í ágúst.
Bíllinn er svo nýr á markaði að hann er ekki enn
kominn til íslands en er væntanlegur með vorinu. Verð
er áætlað kr. 1.880.000. Alfa Romeo merkið hefur lengi
verið frægt fyrir glæsilega hönnun og eftir myndum af
147-geröinni að dæma skeikar þar engu hjá framleið-
endunum. Hin sportlega lína gleður sannarlega augað.
H.F.
Elvaö er eggtempera?
Ekki er vitað nákvæmlega hvar sú tækni í
málverki sem kölluð er eggtempera er upprunnin.
Vitað er að Rómverjar notuðu þessa tækni fyrir
2000 árum. Ævaforn handrit eru til með
eggtempera og víða leynast gripir málaðir á
þennan hátt. Verk endurreisnarmálaranna eru þó
trúlega þekktustu dæmin. Þetta er tækni sem æ
færri hafa nú á valdi sínu og erfið að því leyti
að ekki verður miklu breytt eftir á vegna hraða
þornunar úr pensli. Eggjarauða er notuð til að
binda litaduftið sem mulið er jafnóðum og
blandan siðan þynnt aðeins með vatni.
Sjaldgæfara er, en þó þekkt, að bæði rauða og
hvita séu notaöar saman í blönduna eða jafnvel
að hvítan ein sé notuð. Oftast er málað ofan á
gifsgrunn sem lagður er í mörgum þunnum
lögum. Gifsið er síðan slípað þar til það hefur
fílabeinsslétta áferð. Þegar liturinn er borinn á
kemur í Ijós sérstök dýpt og hin einstöku, tæru
áhrif eggtempera litarins sem timans tönn vinnur
lítt á. Listamaðurinn þarf að vinna mjög
skipulega. Aðferðin er kreijandi, nostursleg en
árangursrík.
H.F.
Þegar andlát
ber að höndum
Prestur
Önnumst alla þætti útfararinnar Kistulagning Kirkja
Legstaður
Við hjá Útfararstofu kirkjugarðanna starfa nú 14 Kistur og krossar Sálmaskrá
manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Val á tónlistafólki
Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu Kistuskreytingar Dánarvottorð
allan sólarhringinn. Erfidrykkja
Vesturhlíð2
Fossvogi mSm
Sími55l 1266 AWnlz UTFARARSTOFA
www.utfor.is KIRKJUGARÐANNA EHF.
11