SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 13
Frá vinstri: Bryndís Ásta Birgisdóttir, Þorgerður
Karlsdóttir og Oddný Schmidt.
Okkar konur á
Suðureyri
í söluskála ESSO við Rómarstíg á Suðureyri er
umboð Happdrættis SÍBS. Þar ráða ríkjum
þessar hressilegu ungu konur sem eru frá
vinstri talið: Bryndis Ásta Birgisdóttir,
Þorgerður Karlsdóttir og Oddný Schmidt.
Súgfirðingar! Nú er bara að drífa sig til þeirra
og festa sér réttu númerin íyrir nýtt
happdrættisár. H.F.
Umboðs-
maður
Uapp-
drættis
Sl'BS á
Akureyri
Allt frá árinu 1970 hefur umboö Happdrættis
SÍBS í höfuöstað norðurlands verið rekið i
lágreistu húsi að Strandgötu 17. Húsið lætur
ekki mikið yfír sér en það er miðsvæðis,
bílastæði næg og aðgengi gott. Björg
Kristjánsdóttir stýrir umboðinu og tók við því
af föður sínum, Kristjáni Aðalsteinssyni þegar
hann lést áriö 1969. Akureyringar, nú er
tækifæri til að nota næsta góðviðrisdag til þess
að fá sér göngu eða aka meðfram PoIIinum og
höfninni og líta síðan við hjá Björgu og skoða
hvað hún á af lausum númerum. Hver veit
nema afmælisdagur eða annað gæfunúmer
leynist þar og bíði rétts eiganda.
H.F.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlið 35 - 105 Reykjavík
Símar: 581 3300, 896 8242
Allan sólarhringinn
Útfararstofa Islands sér um:
Utfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í
samráði við prest og aðstandendur:
- Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús
- Aðstoða við val á kistu og líkklæðum
- Undirbúa lík í kistu og snyrta ef með þarf
Úfararstofa íslands útvegar:
- Prest
- Dánarvottorð
- Stað og stund fyrir kistulagningu og útför
- Legstað í kirkjugarði
- Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara,
og/eða annað listafólk
- Kistuskreytingu og fána
- Blóm og kransa
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum
- Líkbrennsluheimild
- Duftker ef líkbrennsla á sér stað
- Sal fyrir erfidrykkju
- Kross og skilti á leiði
- Legstein
- Flutning á kistu út á land eða utan af landi
- Flutning á kistu til landsins og frá landinu
T