SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 20

SÍBS blaðið - 01.01.2001, Page 20
LLRS_hJaðið , Lilja Rós Oskarsdóttir: Þakklæti er okkur efst í huga Lífsreynslusaga fjölskyldu hjartveiks barns Daníel litli fæddist 14. október 1999. Þriðji strákurinn okkar. Hvílík hamingja og gleði! Fæðinguna bar heldur brátt að svo að afar voru kallaðir út í ofboði til að passa stóru strákana, Sindra 5 ára og Vigni 2 ára. Fljótiega eftir að fyrstu símtölum iauk og mamma og pabbi voru orðin ein með gullmolanum sínum varð okkur ljóst að ekki var alit með felldu. Pabbi gekk þungum skrefum út af fæðingarstofunni og náði í „ljósuna." Jú, hún hélt líkt og við sjálf að við hefðum eignast dreng með Downs-heilkenni. Þegar læknirinn kom urðu orð hans til að renna styrkum stoöum undir grun okkar. „Hann verður að fara i ómskoðun strax í fyrramálið." Okkur var sagt aö um það bil helmingur barna með Downs-heilkenni fæöist með hjartagalla. Næsti sólarhringur ætlaöi engan enda að taka. Ásamt nánustu ættingjum sátum við og reyndum að sannfæra okkur sjálf um að svona sprækur strákur væri ekki með hjartagalla. Læknirinn hafði ekki heyrt neitt viö hlustun. Morguninn eftir þræddum við undirganga spítalans með litla hnoörann okkar á leið i ómskoöun. „Státinn strákur" sagði læknirinn „ekki eins og hjartagallar eru verstir... Hann á eftir að verða bráðfrískur svo framarlega að hann fari í hjartaaögerð... Tólf vikna“ á þessum tímapunkti vorum við foreldrarnir hætt aö meðtaka. Dagana sem í hönd fóru áttuðum viö okkur á alvöru málsins. Píslin var nokkuð spræk en eftir því sem nær drægi aðgerö mátti búast viö að hann yrði veikari og mestar líkur á að hann þyrfti að verja hluta af biðtímanum á spítala. Tólf vikur geta verið ótrúlega lengi að líða. Tíminn mældist ekki lengur í mánaðardögum heldur vikunum sem liðu á milli heimsókna vestur í bæ til Hróðmars. Daníel hrakaði jafnt og þétt, hann varð móðari og þyngdaraukn- ingin milli heimsókna fór að teljast í grömmum. Hann mátti við litlu og okkur var gert ljóst að við kvefpest myndum viö missa hann inn á spitala. Viðbrögðin urðu þau að enginn fékk að koma í heimsókn nema hafa gengist undir strangt sóttvarnareftirlit. Handþvottur öölaðist nýja merkingu og allt sem áður var svo sjálfsagt var tekið til ýtar- legrar endurskoöunar. Engir sporttúrar með barnavagninn eða „montheimsóknir“ til ættingja. Bómullarhnoörinn þoldi lítið og það var ekkert gert sem gæti mögulega haft slæmar afleiðingar. STÓRU strákarnir urðu ringlaðir og afskiptir og viö foreldrarnir sem hengd upp á þráð. Daníel svaf allar nætur viö brjóstið því reyndin var sú að á næturnar tókst oft aö koma í hann dýrmætum dropum. Loks var biðin á enda. Fram að þessu hafði lánið leikið við Daniel og við flugum vongóð til London 10. janúar 2000. Aðgerðin átti aö fara fram 12. janúar svo að við höfðum heilan dag saman á spítalanum. Þar fengum við bliðustu brosin og þíðast hjalið. Viö fengum að skoða gjörgæsluna og sjá með eigin augum börn sem voru teng'd ótrúlegustu tækjum og tólum. Lánið lék enn við okkur því Daníel átti aö vera fyrstur á skurðarborðið þennan dag. Biöin varði rúmar ijórar stundir en að þeim tíma liðnum fengum við að sjá hann. Aðgerðin haföi gengið ljómandi vel við vörpuðum öndinni léttar og þó þaö væri erfitt aö horfa á litla kriliö sitt við þessar aðstæður var gott að vita að nú væri það versta að baki og héðan í frá gæti hann aðeins orðið frískari. Ef allt gengi vel fengi hann jafnvel að losna úr öndunarvélinni næsta dag. Daginn eftir var Daníel enn í öndunarvél og það lá einhvern veginn i loftinu að framvindan væri ekki eins og til var ætlast. Við tókum sérstaklega eftir þvi að hvenær sem við komum sat læknir við rúmið og þrástaröi á mælana milli þess sem hann skrifaði eitthvað niður. Bæði börnin sem voru skorin sama dag voru laus úr öndunarvél. Á þriöja degi mættum viö snemma morguns niöur á gjörgæslu. Okkur var meinaður

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.