Femina - 01.11.1946, Síða 9

Femina - 01.11.1946, Síða 9
Kathleen Norris 41 „Ég hef hugsað um yður — og undrazt um yður“, byrj- aði Kent djarflega, „og þegar ég átti erindi hingað í ná- grennið, fannst mér réttast að koma og athuga sjálfur, hvernig liði hérna“. Hún hafði setzt andspænis honum, en nær ofninum. Áður en hún gat sagt nokkuð, hélt hann áfram: „En þér eruð — Hann hikaði. Augu hennar fylltust tárum, þegar hún reyndi að brosa til hans. Kent sat svo nærri henni, að hann hefði getað snert ermi hennar. Hann tók eftir því, að hún var svartklædd og sagði: „Ekki þó -?“ Hún svaraði ekki, en varir hennar skulfu, og hún klemmdi þær fastar saman. Hún kom ekki upp neinu orði. „Ekki þó móðir yðar!“ hvíslaði Kent. Og þegar hún kinkaði kolli, strauk hann hönd hennar og sagði innilega: „Veslings — litla — barn!“ Juanita leit snöggt á hann, sársaukakenndu augnaráði, og kippti að sér hendinni. Kent horfði á hana innilega hryggur. Hann skildi, að hún kærði sig ekki um samúð hans. Hún grét um stund með þungum ekka, svo leit hún upp, þurrkaði af sér tárin og horfði djarflega framan í hann. Hún sagði honum alla söguna, og ekkaköstin rénuðu smátt og smátt. Senoran hafði látið eftir sig erfðaskrá, sem hún hafði sennilega gert við óskir manns síns, sem var dáinn fyrir FEMINA FRAMHALDSSAGA

x

Femina

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.