Femina - 01.11.1946, Síða 12

Femina - 01.11.1946, Síða 12
44 Juanita „Það hef ég ekki hugmynd um!“ „Þér hafið leitað alsstaðar hérna, ef eitthvað væri til, sem gefið gæti vísbendingu um málið?“ „Svo sannarlega rannsakað hvern þumlung!“ „Þessi dularfulli maður“, hélt Kent áfram, hleypti brún- um og talaði hægt, „gæti hann ekki, til dæmis, verið fað- ir yðar?“ „Ef til vill“, samsinnti Juanita. „Hm!“ tautaði Kent, óánægður. Hann þagði stundar- korn og rótaði í blaðabunkanum og tók upp eintak af vikublaðinu Argonaut. Hann fletti því og benti svo Juan- itu á auglýsingadálkinn. „Sjáið þér þetta hérna?“ spurði hann. Hún las það upphátt: „Einkaritara vantar. Þarf að vera skyldurækinn, skrifa greinilega hönd og tala spænsku. Góð staða fyrir rétta persónu. Umsóknir sendist í pósthólf 91, San Mateo, Kali- forníu“. „Ég sá þetta“, sagði Juanita, þegar hún hafði lesið það. „En ég veit eiginlega ekki, hvaða starf einkaritari hefur með höndum. Mundi það vera í skrifstofu?" „Þetta er dálítið öðruvísi", sagði Kent alvarlega. „Einka- ritari fyrir konu er ung stúlka, sem svarar í síma, skrifar bréf og minnisgreinar, er þægileg í viðmóti og verður fyr- ir barðinu á húsmóðurinni, þegar hún er í slæmu skapi, og fær um sjötíu dollara í kaup á mánuði“. „En það er ekki“, sagði Juanita efagjörn, „það er ekki getið um það, að þetta sé kona. Hafa karlmenn ekki einka- ritara?“

x

Femina

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.