Femina - 01.11.1946, Síða 20

Femina - 01.11.1946, Síða 20
Stokkhólmi, 16. okt. 1946. Lesendur góðir! Stokkhólmur — okkar kæra höfuð- borg — hefur breytzt talsvert á síðari árum. Listamaður nokkur, nýkominn frá Ameríku, var að barma sér ylir því hérna á dögunum, að við værum orðin nokkuð stórhuga í hlutfalli við fólksfjöldarin. Eins og kunnugt er, eru íbúar Stokkhólms 650 þús. að tölu, en þó stöndum við stórborgum heimsins lítt að baki hvað snertir bílabrautir, neðanjarðarbrautir, stór- hýsi o. 11. Allt þetta hælir betur and- rúmslofti milljónaborganna. Sami listamaður braut heilann um það í römmustu alvöru, hvort hann ætti heldur að láta lneinsa yfirfrakkann sinn eða fara aftur til New York! Þannig er nefnilega mál með vexti, að fólkið í sporvögnum borgarinnar glápir á hann, þegar hann stigur inn og hugsar augsýnilega með sér: „Hví- líkur sóði! “ — Ameríkanar myndu aftur á móti ekki hafa tíma til þess að athuga blettina á frakkanum! • Gústaf Wally — hinn ókrýndi re\- ýukóngur Svíþjóðar — gerir sitt til að setja stórborgarsvip á bæinn. Höf- uðviðburður haustsins er frumsýn- ing Wally-revýunnar svonefndu á Oscar-leikhúsinu. Þangað safnast sá hluti Stokkhólmsbúa, er stunda frum- sýningar. Flestir fara þeir þangað vegna þess, að það þykir fínt, kven- ...fréttaritara F E M í N U í Stokkhólmi fólkið til þess að sýna nýju kjólana — já — og fáeinir fara aðeins vegna sjálfrar sýningarinnar. í haust var há- talara komið fyrir í leikhúsinu, og að Hollywood-sið stóð maður við hátal- arann og kynnti stórmennin, um leið og þau gengu inn. Litlu spámennirn- ir snernst í kringum stóru spámenn- ina, og úti á Kóngsgötunni (Broad- way Stokkhólms) stóð þúsunclhöfða mannl jöldi og horfði á prúðbúna leik- húsgestina hverfa inn um dyrnar á leikhúsinu. Ljösin frá vélum mynda- tökumanna leiftruðu hér og þar, og þeir, sem gaman hafa af að sjá mynd af sér í blöðunum, reyndu að terra sig í áttina að glömpunum. I forsal leikhxissins beindist allra athygli að Gústaf Wally sjálfum, en hann er einn af glæsilegustu og fallegustu mönnum þessa lands, og Kerstin Bernadotte, blaðakonu, sem hér var í stuttri heimsókn. Hún giftist ein- um sænsku prinsanna fyrir ári síðan. og búa þau hjónin í New York. Ilvernig var kvenfólkið klætt? Ja, sé byrjað ofan frá er bezt, að geta þess, að flestar voru þær að slig- azt undir ótal lausum fléttum og fjöðrum. Engin hafði þó vogað sér að lita hárið í sama lit og kjólinn, en það kvað nú vera nýjasta Parísartízka. Kjólarnir sjálfir voru með ýmsu móti. Þar mátti sjá aðskorna, svarta flauels- kjóla með rykkingum að aftan, geysi- víða og hlíralausa kjóla í „rokokostíl“, já, þar mátti jafnvel sjá perlusaum- aða, kínverska jakka utan yfir ótrú- lega þröngum kjólum. (Á síðunum hér lyrir framan má sjá teikningar frk. Werklund af nokkrum þessara kjóla). - Já, og svo lauk frumsýningunrii, og hver hélt til síns heima. Hinir að- þrengdu eiginmenn varpa öndinni léttar og hafa e. t. v. aftur ráð á því að fá sér iiýtt hálsbindi, og við kon- urnar fáum nokkurra mánaða svig- rúm til þess að bollaleggja um nýja kjóla, áður en nýársfrumsýningarnar hefjast. Ekki svo að skilja, að við fá- um ekki tækifæri til þess að viðra kvöldkjólana fyrr en þá, því að við getum auðvitað farið í óperuna, dramatiska leikhúsið eða þá á dans- leik í einhverju gistihúsanna, en við- þau tækifæri er klæðnaðurinn ekki eins íburðarmikill. — F.n meira um það í öðru bréfi. — • Maurice Chevalier — kvennagullið fræga — gisti Stokkhólm nýlega, og lagði undir sig hinn konunglega höf- uðstað. Ef taka má mark á eigin orð- um hans, unnu Stokkhólmsstúlkurn- ar hjarta hans. Hann gekk um bæinn með sólskinsbros á vörum og glettn- isglampa í augum, og sama sólskins- brosið mætti honum, hvert sem hann leit. „Hvergi í heiminum hef ég séð eins fallegar konur og í Stokkhólmi“, sagði Maurice, sem nú er allur á bak og burt, og labbar nú líklega um göt- urnar í einhverjum öðrum höfuðstað, þar sem kvenfólkið er álíka fallegt og hér. • Jæja, kæru lesendur, ég hætti nú að sinni, en skrifa ykkur meira næst um haust- og vetrartízkuna. Astarkveðja frá Stokkhólmi og Barbro. 10 FEMINA

x

Femina

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.