Femina - 01.11.1946, Síða 23

Femina - 01.11.1946, Síða 23
Þegar barnid vill ekki borða — Borðaðu riú, og láttu ekki allt fólkið bíða eftir þér, segir mamma Óla, gröm. En Óli hristir höfuðið og herpir saman munninn. - En Óli minn, þú verður aldrei stór, e£ þú borðar ekkert, þú, sem ert svo lítill og magur. Óli er sex ára, lítill eftir aldri. Hann gæti verið fjögra ára. Allir stag- ast á því í sífellu, hvað liann sé lítill °g lioraður, leikfélagar hans á dag- heimilinu, mamma heima fyrir, og Pabbi flengir hann, þegar hann vill ekki borða. Því meir sem hann er skammaður og flengdur, þeim mun þrárri verður hann. Hann situr tím- anum saman við borðið, nartar af og ól í matinn og lætur sem hann heyri ekki hótanir mömmu sinnar. Á end- anum hættir hann alveg að borða. Þá ^eitar mamma ráða hjá sérfræðingum, kjá barnasálfræðingum, sem hafa gæt- llr á framferði drengsins í nokkra óaga. Það kemur í ljós, að Óli þjáist af ^ainnimáttarkennd. Hann er hávær °g grobbinn í félagahóp, og gortar 'áspart við fullorðna fólkið. Allt staf- ar þetta af því, að alltaf er verið að tala um, hvað hann sé lítill og vesæld- arlegur. Nú er tekið til nýrra ráða. Pað er kallað á Óla í matinn eins og ^enjulega, hann sezt við borðið með eftirgangsmunum og snertir ekki mat- lr*n. Hitt fólkið lætur sem það sjái það ekki. Diskurinn er tekinn frá Dla, enginn segir orð um lystarleysið. kHi er steinhissa, og býst við vanalega nöldrinu þá og þegar. Hann færir sig UPP á skaftið, ætlar að vita, hvað angt hann kemst. Enginn skiptir sér af honum. Einn daginn kemur hann alls ekki í matinn, en þá er hann líka staðinn að því að krækja sér í bita í tldhúsinu. — Loks gefst hann upp. þ'egar hann sér, að ekki duga lengur fyrri aðferðir. Hanri fer að borða eins og hitt fólkið — já, og borðar meira að segja ósköpin öll. Augljóst er því, að hann reyndi að hefna sín á mömmu sinni og hinum með því að þrjózkast við að borða. En þegar hefndin hætti að hafa áhrif, var allt „gamanið" búið. Verra er þó, þegar slíkt lystarleysi sprettur af eintómum þráa. Þá verður barátta milli barnsins og hinna full- orðnu. Bæði reyna að fá sinu fram- gengt, barnið með því að hætta að borða. Þá þýðir ekki að reyna að neyða matnum ofan í barnið, heldur verður að reyna að grafast fyrir orsök þessa mótþróa, sem getur stafað af ýmsum orsökum. T. d. kemur það oft fyrir, að einkabörn verða afbrýðis- söm, þegar annað bætist í hópinn, yngra barn, sem mamma þarf að mata við borðið. Þá verður það eldra af- brýðisamt og borðar ekki matinn, af því að það vill láta mömmu mata sig eins og áður, finnst að hún hafi van- rækt sig. Þessi vanrækslutilfinning er mjög algeng meðal barna og ekki að ósekju. Mæðurnar hafa oft minni tíma en skyldi til þess að sinna börn- unum og þá taka þau upp á einu og öðru til þess að vekja athygli þeirra á sér, þrjózkast t. d. við að borða. En hvað eiga mæðurnar að gera, þegar slíkt kemur fyrir? Þær mega umfram allt ekki neyða matinn ofan ! þau með valdi, heldur taka diskinn frá því þegjandi og hljóðalaust. En ekki má þá gefa barninu neinn mat í staðinn, og ekki heldur neinn auka- bita á milli máltíða. Sé farið eftir þesum ráðleggingum, fer ekki hjá því, að barnið verður svangt á endan- um og borðar eins og ekkert hafi ískorizt. En vorkunnsemi mæðranna eyðileggur oft þessa aðferð. Þær sjá, að krakkarnir eru svangir, fara að aumka sig yfir þá og ganga á eftir. þeim. Annars getur lystarleysi vitanlega stafað af sjúkdómum eða vanlíðan, og er þá sjálfsagt að leita læknis. Betra er að byggja upp en endur- bæta og þess vegna er áríðandi að venja börnin á góða borðsiði frá upp- liafi. Margir foreldrar banna börnun- um að segja orð meðan á máltíðinni stendur, en þetta er mesti misskiln- ingur, því að oft hafa þau ekkert tæki- færi annað til þess að segja frá við- burðum dagsins. Einkum eru það þó yngi'i börnin, sem hafa þessa talþörf. Þess vegna ættu foreldrarnir fremur að örva þau til þess að tala við borðið en liitt. Ekki mega foreldrarnir held- ur áminna börnin í sífellu, meðan á borðhaldinu stendur. Borðsiðina læra þati bezt með því að taka sér foreldr- ana til fyrirmyndar. Ef faðirinn finn- ur að matnum, apa börnin það eftir honum og iifugt. Þá er og sjálfsagt að leyfa börnunum að standa upp frá borðum strax og þau eru búin, a. m. k. yngri börnunum, því að þau hafa enga þolinmæði til þess að sitja jafn- lengi við borðið og fullorðna fólkið. (Þýtt'úr greinafloklmum „Doktorn gir goda rád“ i sœnska bl. Femina). FEMINA 13

x

Femina

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.