Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 13

Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 13
eitt eða neitt nema þá í takmarkaðan tima. Flest af þessu fóiki sem ég þekkti fyrir svo sem 5 til 6 árum lifir óskup borgaralegu lífi núna. Það var að hlaupa af sér hornin. Þetta var mjög ófrjótt líf bæði í hugsun og at- höfnum Helsti djöfullinn sem þetta fólk hafði að draga var andlegt agaleysi. Þess vegna sóaði þaðóhemju kröftum í hreina vitleysu. Þó ekki meiri vitleysu en svo að þeir gátu dregið gagnlegan lærdóm af allri vitleysunni, öðluðust veganesti sem ætti að vera því nokkuð nota- drjúgt til þess að fást við sjálft sig og það umhverfi sem það býr við, á gagnrýnin og framsækinn hátt, m.a. þær lævísu hættur og gildrur sem leynast fyrir öllum þeim sem að einhverju leyti lenda á öðruvísi sporgöngum en gengur og gerist í samfélaginu. (Þar höfum við það). Hverjar telur þú ástxður þess að þetta fólk leitar sér huggunar i brennivíni og ýmsum öðrum efnum meira en gengur og gerist? Sigurður sprettur upp úr rúminu og skálmar um gólf: - Ég held það sé algjörlega ósannað mál að þetta fólk drekki brennivín meira en aðrir. Ég heyrði t.d. í útvarpi um daginn að í landinum væru 5000 alkóhólistar plús 30.000 helgarbyttur. Þetta fólk er einfaldlega ekki 30.000 sem betur fer. Að öðru leyti læt ég áhugamönnum um áfengisvarnir eftir að svara þessari spurningu. Og dópið? - Dópið já. Er brennivín ekki dóp? Telur þú þetta fólk sem óneitaniega er vinstrisinnað upp til hópa eða svo gott sem, hafa möguleika á að verða féiagslegt afl, eða á það fyrir höndum að skoiast niður rxsin einhvern rigningardaginn? - Það er nú ansi stutt í ræsið hjá allri þjóðinni, ef marka má kosningaundirbúning þessa dagana. Ætli við fljótum þá ekki bara með. Áður en við snúum okkur frá umhverftnu og aftur að persónu Sigurðar Guðjónssonar, skal það tekið fram, að orðin ,,þetta fólk“ tákna það sem ykkur, lesendur góðir (smjaðrið) sýnist. En áfram með smjörið. Hefur tónlistin ekki lengi hrifið hug þinn engu síður en meistarinn úr Suðursveit? - Jú, jú, jú! Mér finnst alveg ótrúlegt hvað Þórberg- ur hefur verið ómúsíkalskur maður miðað við hvað bækurnar hans eru músíkalskar í cðli sínu. Músík er er mitt aðaláhugamál og ég stúdera hana kerfisbundið hvern einasta dag, oft lengi. Hafi einhver haft áhrif á mig, dauðir eða lifandi, þá eru það tónskáldin, sérstaklega þau sem fást við ein- hvers konar texta, ekki síst ljóð. Siggi fœrðist allur í aukana og eykur gönguhraða sinn um allan helming. - T.d. sérfræðingur minn í mistik, heimspeki og trú- arbrögðum, Johan S. Bach. Nú og ætli maður tíni þá ekki til kennara minn í sál- fræði, Hugo Wolfsamtíðarmann Freuds ogekkiminni. Schubert er besti vinur minn og ekki hægt að hafa fleiri orð um það. Brahms sem hefði verið mjög góður agaherðir í fé- Iagahópnum sem við vorum að tala um áðan. Svo er það stærsti könnuðurinn af þeim öllum, sem eiginlega fann upp „afstæðiskenninguna“ í tónlistinni, Beethoven. Er nokkur furða þó að manni sem þekkir alla þessa snillinga líði stundum illa í einhverri verstu plágu sem tröllríður Vesturlöndum, HELVÍTIS POPPINU, sem ég held að sé orðið samnefnari að fyrirferð og magni gervallrar spillingar og úrkynjunar í hugsun og breytni frá hruni Rómaveldis til uppstigningar jólasveinarikis Alþýðuflokksins á íslandi? (Kratar, lesið og lesið vel). Stundum finnst mér þú ekki allskostar laus við heilaga reiði vandlxtarans. Blundar kannski í þér svolítill meist- ari Vídalín? Sigurður lítur hvasst á mig og er fljótur til svars: - Svona dytti engum í hug að spyrja nema Pjetri Lár- ussyni. Ég er með skapheitari mönnum. Eg sé það ráð vænst að vinda mér snarlega í aðra sálma, og spyr því hvort það sé til nokkurs að vera aðpúkka upp á andskotans mannpakkið. - Ha, ertu að spyrja mig eða var þetta eintal sálar- innar? (Svona getur galsinn hlaupið í menn þegar líða fer á blaðaviðtöl. En sá stutti skal ekki sleppa svo glatt án þess að gera grein fyrir því hvað hann er að bardúsa). Þú xtlar kannski að reyna það á prenti í náinni framtíð? - Ekki í náinni framtíð, svarar Sigurður. - Hins veg- ar var því einu sinni spáð fyrir mér að ég yrði 65 ára gamall. Þá ætla ég að bjóða þér í afmælið mitt, Pjetur minn, og gefa þér einn gráan. Við það skal hann ekki sleppa, hugsaði ég með mér um leið og ég sting pennanum á mig, stílabókin góða í vasann og ég geng í góðu skapi út í gott veður. 13

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.