Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 30

Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 30
kannski . . . líflegra. SÚ NÝFLUTTA: Það getur verið nógu líílegt þar, þó hvergi sjáist saumavél eða straujárn. ÁSTA: (hlær) Ertu nýgift? SÚ NÝFLUTTA: Nei. Þögn. SÚ NÝFLUTTA: Mér hefur dottið í hug að nota þetta pláss til að sýna þar myndir. Við eigum dálítið af myndum og okkar vinir hafa mjög gaman að horfa á þær. ÁSTA: Er það slides? Ég er sammála því, það er virkilega gaman að skoða landslagsmyndir. SÚ NÝFLUTTA: Það eru ekki landslagsmyndir. Sumar hef ég tekið sjálf, en aðrar hef ég fengið að utan. Þegar við höfum stofnað klúbbinn, gætum við haft myndakvöld, og svo . . . ýmislegt á eftir. ELLA: (kuldalega) Svo sem eins og koníak með kaff- inu. Þögn. SÚ NÝFLUTTA: Ég hafði svona klúbb, þar sem ég bjó áður. ÁSTA: En ertu þá ekki í honum ennþá? SÚ NÝFLUTTA: Jú, en nú hef ég betra húsnæði. Við stofnum nýjanoggömlufélagarnirgangaíhann. Þaðer alltaf gaman að fá nýtt fólk, ný andlit. Við höfum að vísu ekki koníak með kaffinu, við höfum alls ekki kaffi. ÁSTA: Það... hljómar dálitið óvenjulega... en eigið þið svona mikið af myndum? Ég á við... ekki er hægt að horfa á sömu myndirnar . . . skipti eftir skipti . . . SÚ NÝFLUTTA: Við eigum heilmikið af þeim. Bæði slides og líka kvikmyndir. ÁSTA: Eruð þið líka með kvikmyndir? Þetta hlýtur að vera dýrt... það sagði mér einu sinni leigubílstjóri... hann var áhugaljósmyndari... hann sagði að þetta væri rándýrt... fleiri þúsundir hver linsa á myndavélina ... SÚ NÝFLUTTA: Ég á orðið flest af því sem til þarf. Ég var meira að segja svo heppin að eignast eina af þess- um litlu myndavélum, sem hægt er að nota án þess að nokkur taki eftir því. ELLA: Hálfgerð njósnamyndavél, eða hvað . . . SÚ NÝFLUTTA: Já, það er rétt. Þær voru upphaf- lega framleiddar í því skyni, en ég held að þeir séu farnir að framleiða þær núna fyrir almenning. Mín var flutt inn sem sýnishorn, það var hrein tilviljun að ég frétti af henni og ég sé ekki eftir að hafa keypt hana. ELLA: Ég þoli ekki sögur og bíómyndir um njósnara, ég hef enga samúð með þeim. Ærleg saka- málamynd er annað mál, það er stundum hægt að rétt- læta morð . . . en njósnir . . . óskiljanlegt fyrirbæri. SÚ NÝFLUTTA: Ef þú vissir hvað ég hef haft gaman af að nota þessa litlu myndavél. Ég get tekið myndir af hverju sem er, því fólk er svo ótrúlega grunlaust. Það notar hvorki augu né eyru. Og í búðum, þar sem fólk er að nappa smáhlutum, - ég get tekið myndir af því. ELLA: Ég er staðin upp. Ég á eftir að kaupa í kvöld- matinn. ÁSTA: Ég kom við í fiskbúðinni í morgun, þú getur fengið ýsu hjá mér. ELLA: Ég hafði fisk i gær . . . ÁSTA: Sestu aftur . . . fáðu bara ýsuna hjá mér, þú getur steikt hana. ELLA: Það er að verða alskýjað... (glamrar íbollum) ég ætla að taka saman, réttu mér bollann . . . okkur verður kalt hérna úti. SÚ NÝFLUTTA: Já, ég ætla að skreppa heim og ná í peysu. ELLA: Við erum að fara inn. SÚ NÝFLUTTA: Ég verð fljót. (röddinfjarlœgist) Ég kem aftur. Þögn. ELLA: Bölvaður asninn þinn . . . hvað varstu að bjóða þessa ýsu þína ... ég á nóg í matinn ... ég ætlaði bara að losna við þennan vitleysing . . . ÁSTA: Bauðstu henni ekki? ELLA: Hún bauð sér sjálf. ÁSTA: Æ, greyið, hún er ókunnug . . . má ég sjá, ég skal hjálpa þér að taka saman . . . ELLA: Já, farðu inn með þetta . . . ég ætla að vera horfin þegar hún kemur aftur ... ég ætla að læsa og ég ætla ekki að svara dyrabjöllunni. ÁSTA: En Ella, af hverju ertu svona kuldaleg við hana . . . það er agalegt að hlusta á þig . . . ELLA: Heyrðir þú ekki hvað hún sagði við mig... um fólk sem væri að nappa í búðum . . . ÁSTA: Hún meinti þig ekki. ELLA: Og hvað heldurðu þá að hún hafi meint? ÁSTA: Það hlýtur að vera tilviljun. Hún er kannski svolítið skrítin . . . en ef hún vissi eitthvað . .. og segði svo þetta við þig . . . þá . . . þá væri hún bara dóni. ELLA: Dóni . . . Ásta . . . hún er hættuleg. ÁSTA: (hlœr) Ella . . . hættuleg? Drottinn minn . . . (hlœr aftur) og sjáðu ... þarna sést aðeins í sólina aftur. ELLA: Ég vil þessa manneskju ekki nálægt mér. ÁSTA: Ég læt þetta bara inn fyrir dyrnar . . . ég skil ekki almennilega hvers konar klúbbur þetta er . . . en hættuleg ... Skrýtin ... já ... ég meina að horfa á brim og sjá einhvern rythma í því... (hlœr) Ef ég er nálægt sjó þegar brim er, þá verður mér bara kalt. ELLA: Hérna, skelltu katlinum inn fyrir líka . . . óskaplega erum við lengi að þessu . . . Nei, sérðu, hún hefur stigið á sólgleraugun mín og brotið þau. ÁSTA: Má ég sjá ... þú getur látið laga þau... fengið ný gler . . . ELLA: Ný gler... mætti ég þá heldur biðja um nýjan nábúa. Hjálpaðu mér að tína upp brotin... í hvert sinn sem þessi manneskja opnar munninn, fínnst mér hún vera að hóta okkur . . . ÁSTA: Hverju ætti hún svo sem að geta hótað? ELLA: Ég veit það ekki... það er of ótrúlegt... Hún var þarna í búðinni . . . ÁSTA: Hvaða búð? Hvenær? ELLA: Ég sagði þér það í dag . . . þegar ég fékk mér öskubakkann . . . ég hafði það svo á tilfinningunni að hún væri að fylgjast með mér þá... ég hefði átt að hætta við . . . ÁSTA: Ég trúi því ekki... þú ert svo eldfljót að þessu ... en ... ef... hvað gæti hún svo sem gert þér... núna? ELLA: Ég veit það ekki... þessi klúbbur hennar... ég hef grun um að . . . nei, það er of ótrúlegt . . . ÁSTA: Hvað? Ég finn ekki fleiri glerbrot... grun um hvað? ELLA: Láttu þennan stól inn fyrir. Þessi dagur hefur 30

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.