Lystræninginn - 01.11.1979, Síða 10

Lystræninginn - 01.11.1979, Síða 10
Leifur Jóelsson KLEPPUR í greni ljónsins gekk ég tregur inn en gamli skógarherrann ei þar var og hafði í stað sin hund og rottu sett að hýsa þann sem nú að garði bar I Hér er lítið lokað samfélag læknar og starfsfólk eru hluti múrsins sem skilur oss frá áður kunnum heimi er einskis bíður, heldur fram sinn veg og tengsl þau bætir sér er bresta nú hér blandar geði hópur ókunns fólks sem á sér ekki saman útleið neina og enga framtíð saman getur grundað en nútíð á sér innan þröngra veggja sem ótal reglum háð er þó og bundin og aftur þekkir enginn fyrri mann hér bresta þeirra vonir smátt og smátt sem komu ei hér í heilsubótarleit en voru inn í valdsins krafti leiddir hér verða sumir æfilangt að bíða eftir þeirri heilsu er heitið var II í gamalkunnan örheim aftur snýrðu og allar skorður þekkir nú og veizt þótt dyrnar ljúkist lítið hefur breytzt hér laukstu forðum göngu þinni að sunnan Á vogarskál þú hefur lóð þitt lagt í línudansi barist hefur einn við fyrrum óþekkt öfl og enga slóð aftur þekkir héðan, stendur beinn 10

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.