Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 14

Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 14
Vita Andersen TIL ÞESS ÞARF GOTT BRJÓST ég stend oft og horfi á þau í speglinum þau eru ekki falleg lengur þau minna á þurrkuð epli ég er heldur ekki ung lengur ég hef líka eignast tvö börn við erum búin að vera lengi saman ástin mín þú verður að komast af með tilboð vikunnar fisk með afslætti ódýrt kjöt spari-ost spari-mjólk þú munt verða alveg undrandi á hinum vikulega grautardegi þegar ég segi þér að allt sé orðið svo dýrt ég verð nefnilega að hnupla af heimilispeningunum það er ekki um annað að ræða fyrir mig brjóstaaðgerð kostar áreiðanlega 5000 og svo er það uppihald og farið svo það líður dágóður tími þar til ég hef nóga peninga ég verð að fela þá í dós á leyndum stað ég get alls ekki lagt þá í bankann reyndar opnar þú ekki bréfin mín en þú spyrð alltaf ef ég fæ bréf og ég fæ heldur ekki oft bréf hvernig gæti ég útskýrt fyrir þér bréf frá banka nei, blikkdós verður það að vera snertu mig allsstaðar líka brjóstin á mér það er ekki hægt að sjá á lim þínum að þú hafir eignast tvö börn auðvitað vil ég alls ekki að þú snertir það sem þér finnst ekki yndislegt en fjandinn hafi það snertu á mér brjóstin sjálfsagt hugsa ég of mikið um þetta en þetta er svo niðurlægjandi þú stingur tungunni inn í munninn á mér hreyfir hana aðeins fram og aftur svo rennur hönd þín niðureftir rassinum upp magann ég bíð alltaf í spennu en nei hönd þín rennur niður að blygðun minni æfð leikur hún inn og út þetta er ekki eins og í gamla daga 14

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.