Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 18

Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 18
ÞAÐ SJÁLFIÐ Hristist í mér eitthvað Sem ég hef aldrei viljað vita af Einn daginn hleypur það út úr hausnum á miðjum Laugavegi og kallar mig fífl Eggjar mig til að hlaupa á eftir sér En hræsnin mun koma upp um mig Ég mun ekki fylgja því heldur standa í sömu sporum án þess Með autt rými í hausnum í stað þess Og halda áfram að ganga, ganga ganga, ganga okkar leiða rúnt Farðu, farðu frá mér leiðigjarni förunautur Sál mín er ennþá ófundin Þótt sumir nefni sig fræðinga eftir henni Líta á mig nokkrir marklausir hausar er reka sig í ólærðir af reynslu og líta annars hugar í eigin barm Heldur Gapa á stóra klukku ímyndaða klukku sem reist var meðal skýjanna Eftir daga manneskjunnar á dögum fjöldans 18

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.