Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 24

Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 24
Charles Mingus CHARLIE PARKER Bird veitti mér þann vafasama heiður aðslá migum fimm dollara árið 1946 þegar ég lék með hljómsveit Lionel Hampton. Árið 1951 sló hann mig um fimm dollara til viðbótar. Næsta ár var mér erfitt á tónlistar- sviðinu svo ég réðst til póstþjónustunnar. Eitt kvöld hringdi Parker til mín: „Mingus, hvað á það að þýða að vera að vinna á pósthúsi? Maður með þína snilligáfu. Komdu að leika með mér.“ Ég sagði honum að ég hefði gott kaup. Hann bauð mér 150 dollara á viku og ég sló til. Þegar kom að fyrstu útborgun bað ég um 165 dollara. Ég minnti hann á skuldina gömlu. Hann ranghvolfdi augunum af undrun: „Ég man, ég man, en manstu þegar ég lánaði þér fimmtán dollarana fyrir framan Birdland? (aldrei átti sá atburður sér stað). Ég ákvað að ylja honum undir uggum: „Ég þéna næstum eins mikið á póstinum með yfirvinnunni og það eru öruggir peningar. Þú borgar mér eða kemst að því fullkeyptu. Þó að þú sért snillingur slæ ég þig í klessu." Hann borgaði. í hléum vorum við vanir að sökkva okkur niður í langar og flóknar samræður um allt milli himins og jarðar og áður en við vissum af áttum við að ganga á sviðið. Þá var hann vanur að segja: „Mingus, ljúkum samræðunum á sviðinu. Ræðum þetta gegnum hljóð- færin.“ Hann var vanur að tala um mig sem tónskáld frekar en bassaleikara: „Ég veit þú skrifar. Þú ert í sannleika sagt gott tónskáld.“ Eitt sinn var ég að æfa eitthvað með einhverjum. Einn þeirra er altóisti í Fílharmóníunni. Hann átti í erfiðleik- um með að leika einn kaflann. Parker, sem sat aftast í tónleikahöllinni, kom þá upp á svið oghjálpaði honum að finna réttu fingrasetninguna til að leysa vandamálið. Það undraði mig hvernig hann gat séð fingrasetningu hans fyrir hvern tón úr þessari fjarlægð. Ég elskaði hann svo mikið að ég gat ekki afborið að horfa upp á hann eyðileggja sjálfan sig. Ég ákvað að ræða við hann af djúpri alvöru. Það var þegar við lékum á Birdland, sem frægt var. Hver hefur sína sögu að segja frá þeirri furðulegu helgi. Hér er saga þess sem stóð á sviðinu. Á föstudeginum gekk allt að óskum. Allt gekk sem best var kosið, engin vandræði. Bird var stórkostlegur að venju og lék meira að segja ýmislegt nýtt. Á laugar- dagskvöldið var Bud Powell mjög órór. Bird kom of seint. Ég og Art Blakey byrjuðum að spila. Kenny Dor- ham kom líka of seint. Charlie gekk inn á sviðið og sagði okkur að hætta að spila, kallar upp lag og telur fyrir. Bud leikur í öðrum takti. Þetta endurtekur sig. Bird gengur af sviðinu í fússi og hellir sig fullan. Þá ákvað ég að tala við hann: „Bird, þú ert ekki aðeins leið- togi okkar heldur allra negra. Sýndu ekki slæmt for- dæmi.“ Art Blakey studdi mig: „Bird, mikilmenni eins og þú ætti að færa okkur gull og græna skóga.“ Ég sagði honum að ef hann stykki út um glugga mundu tuttugu krakkar stökkva á eftir honum. Þá gall við í Kenny Dorham: „Ekki mundi ég stökkva." Við sögðum Kenny að hypja sig. I fyrsta skipti fékkst Bird til að hlusta. Svo streymdu tárin niður kinnar hans. Ég hélt áfram: „Þú veist að þú tapaðir kosningunum." „Ég tapaði þeim ekki,“ svaraði hann. „Ég á skjöld- inn heima til að sanna það.“ „Hann er úr Down Beat kosningunum. Ég er að tala um Metronom kosningarnar. Þú varðst númer tvö. Paul Desmond var í fyrsta sæti.“ Það sem eftir lifði kvölds gekk ekkert betur en áður. Klukka Birds hlýtur að hafa stansað því hann lék loka- þemað í byrjun í stað enda og við lékum lengi án hans. Oscar Goldstein og Charlie rifust. Oscar rak hann á dyr. Bird lét hann vita við hvern hann væri að tala og skálmaði út. Augnabliki síðar kom hann aftur inn á barinn og þrýsti votri kinn að minni og sagði: „Mingus, brátt fer ég þangað sem ég verð engum til ama.“ Flestir einleikararnir á Birdland urðu að bíða eftir næstu hljóðritun Parkers til að vita hvað þeir áttu að spila. Hvað gera þeir nú? Bird er ekki dáinn, hann er einhvers staðar í felum og hann mun snúa aftur með nýja tónlist sem mun fá hjörtu allra til að hætta að slá, sem mun gera alla orðlausa. Vernharður Linnet þýddi. 24

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.