Lystræninginn - 01.11.1979, Síða 32

Lystræninginn - 01.11.1979, Síða 32
ÁSTA: Og svo fara allir heim? SÚ NÝFLUTTA: Nei. ÁSTA: Hvað gerið þið þá? SÚ NÝFLUTTA: Skemmtum okkur. ÁSTA: Með hverju? SÚ NÝFLUTTA: Ein með þessum ... og önnur með hinum. ÁSTA: Hvað heitir þessi klúbbur? SÚ NÝFLUTTA: Við getur kallað hann: Allir með öllum . . . eða Makaskipti. Þögn. ÁSTA: Drottinn minn ... kemur maður og ... ersvo bara með einhverjum . . . SÚ NÝFLUTTA: Já. ÁSTA: Ella, heyrirðu . . . (hlær hjartanlega) Ella, sérðu mig ekki í anda, bendandi á einhvern kall ... ég tek þennan . . . (hlœr) ELLA: Jú, ég sé það í anda og það dugar mér. ÁSTA: Hvernig datt þér þetta í hug ... við Ella hvor í sínu herbergi með einhverjum ... (hlœr) Ella mín, veldu þér heildsala . . . ég ætla að fá gullsmið . . . SÚ NÝFLUTTA: Það er ekki nauðsynlegt að vera sér í herbergi, við erum oftast öll saman. ÁSTA: Öll saman . . .? (veinar af hlátri) en þá mynd- um við Ella rugla saman heildsalanum og gullsmiðnum . . . þetta eru jú ókunnugir menn . . . (hlær) Ella, af hverju hlærðu ekki... ég hef aldrei heyrt annað eins... ég hef ekki hlegið svona í mörg ár... Við Ella (hlær) ég míg á mig . . . ELLA: Þú rétt ræður, þú situr í garðstólnum mínum. ÁSTA: Drottinn minn, ég er örmagna . . . en að láta sér detta þetta í hug . . . við tvær . . . (hlær) SÚ NÝFLUTTA: Þið fjögur. ÁSTA: Ha . . . og kallarnir líka . . . (hlær) nei, nú fórstu alveg með það. Heldurðu að það yrði upplit á mínum manni... guðaveigar ogberarstelpur... (hlær) SÚ NÝFLUTTA: Já, heldurðu aðhonum myndiekki líka það? ÁSTA: Ég á ekki orð . . . og maðurinn hennar Ellu, hvað heldurðu að hann segði... (hlær) Hann myndi ai- deilis messa yfir þér, heldurðu það ekki, Ella? Þögn. ÁSTA: Ég get ekki hlegið meira . . . óskaplega eruð þið alvarlegar . . . ELLA: Hún meinar þetta. ÁSTA: Nei, hún er að grínast. SÚ NÝFLUTTA: Nei. Þögn. ÁSTA: Ha? Bara svona . . . eins og þú sagðir . . . ? SÚ NÝFLUTTA: Já. ÁSTA: Án þess að vera nokkuð hrifin af mannin- um . . . ? Kemur ekki til greina . . . ekki ég . . . ELLA: Og þá ekki ég. Nú förum við inn... taktu með þér stólinn, Ásta. SÚ NÝFLUTTA: Dokaðu við, ég sit hérna ennþá. Hún vinkona þín er mikið að heiman á kvöldin. I vetur var það basarundirbúningurinn, sem var óhemju tíma- frekur, og núna er það nýmæli kvenfélagsins að halda sumarfundi. ÁSTA: Ella . . . SÚ NÝFLUTTA: Kannski manninn hennar langi til að frétta nánar af þessum . . . fundum. ELLA: Padda. Aldrei hef ég hitt aðra eins eiturpöddu. Komdu þér heim til þín, ég vona innilega að þú gangir fram af svölunum og hálsbrjótir þig. SÚ NÝFLUTTA: Vertu hæg. Þú manst eftir litlu myndavélinni, sem ég sagðist eiga. Ég ætla að fá mér sígarettu, réttu mér öskubakkann. Eins og þú vilt, ég get teygt mig eftir honum. Þessi myndavél er mesta þarfaþing. Fyrir stuttu var ég stödd í búð og þar var kona sem handlék öskubakka . .. nákvæmlega eins og þennan. Ég var með myndavélina, og ég tók af henni þrjár myndir. Þær heppnuðust vel. Þar sést konan halda á öskubakkanum . . . hún sést láta hann laumulega í töskuna sína . . . hún sést ganga framhjá kassanum án þess að borga . . . Þögn. ELLA: Þú ætlast til að ég trúi þér? SÚ NÝFLUTTA: Eins og þú vilt. Ég skal fara og ná í myndirnar. Þögn. ELLA: Ef minn kall kemst að þessu . . . ÁSTA: Heldurður að hún segi þeim . . . nei . . . ELLA: Vitanlega . . . það er það sem hún ætlar sér. Þögn. ÁSTA: Geðslegt. ELLA: Einmitt. Bölvuð paddan. Við verðum að fá hana til að þegja. Hvað heldurðu að hann segi... hann með biblíuna og boðorðin. Hans Guð er röggsamur ... ef auga þitt hneykslar þig, sting það út . . . eitthvað í þessa áttina hljóðar það. ÁSTA: Sjálfsagt yrði mér fyrirgefið . . . ég kæri mig ekkert um að láta fyrirgefa mér. Svo yrði hann afbrýði- samur. Hvert ertu að fara? Hvað ætlarðu að gera? Hvenær kemurðu heim? Það yrði óþolandi . . . ég gæti ekki hreyft mig. Þögn. ELLA: Mér yrði hent út. ÁSTA: Nei, það getur hann ekki gert. ELLA: Getur hann ekki . . . ójú, það getur hann. Þögn. ÁSTA: En myndi hann ekki reiðast henni? ELLA: Nei . . . þannig bregðast eiginmenn ekki við ... það veistu . . . okkur er kennt um allt. . . allir hinir hafa þúsund afsakanir. Hún myndi ekki minnast á þennan klúbb við hann ... að hans dómi kæmi hún eins og boðberi sannleikans. ÁSTA: Ég gæti grenjað ... Ella, getum við ekki farið . . . einu sinni . . . ELLA: Og góna þar á klámmyndir, nei takk. ÁSTA: Ekki til þess . . . heldur til þess að leita að þessum myndum af þér . . . við hljótum að geta fundið afsökun fyrir kallana, að þeir hafi ekki komist. . . við komum þeim bara að heiman, svo hún geti sótt þá ... finnum myndirnar . . . og komum þar svo aldrei meir. ELLA: (þver) Nei. ÁSTA: Af hverju ekki... þá ert þú sloppin ... og þó hún kjafti frá öllu um mig . .. mér er svosem sama, þó það verði læti heima. ELLA: Nei, þú skilur þetta ekki. Hún myndi fylgjast með því að við værum með hópnum ... a.m.k. þangað til búið væri að sýna myndirnar. Ég lít ekki stórt á mig 32

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.