Lystræninginn - 01.11.1979, Side 15

Lystræninginn - 01.11.1979, Side 15
þú sagðir að ég væri með dásamlegustu brjóst í heimi nú snertirðu þau aldrei ég hef reynt að taka hönd þína og leggja hana á annað brjóst mitt þú fjarlægir hendina strax aftur en stundum hefni ég mín og snerti ekki lim þinn þótt ég viti þú elskar það og mér þyki það líka gott síðan leggur þú hönd mína á lim þinn ég dreg hendina til mín um leið þegar ég verð mjög ergileg klíp ég í annað eistað og þú æjar og segir andskotinn er þetta og ég segi alsaklaus hva ég hef líka reynt að spyrja þig blíðlega hversvegna þú snertir aldrei brjóstin á mér núna en augnaráð þitt verður fálátt og þú segir að það sé ekki rétt og maður geti auðvitað ekki sagt fyrirfram hvernig þetta eigi að vera hvernig kemst ég að heiman og fæ brjóstaaðgerð það veit ég ekki með þig og börnin gætuð þið séð um ykkur sjálf ef ég ætti systur gæti ég heimsótt hana ég myndi fara til París New York London Amsterdam eða bara þangað sem farið er til að fá svonalagað gert og ég myndi koma aftur með heljarinnar júgur svo þú hefðir eitthvað til að horfa á og ekki aðeins myndu brjóst mín vera frjálsleg og þrýstin ég yrði líka 5 cm hærri og 8 kílóum léttari andlit mitt fallegra hár mitt töfrandi já þú mundir varla þekkja mig og allir karlmenn sem ég hitti yrðu alveg vitlausir í mig þeir myndu fremja sjálfsmorð af þrá eftir mér yfírgefa konur börn og einbýlishús og fyrirtæki en ég myndi hlæja að þeim öllum saman ástin mín ég myndi koma til þín aftur og kannski myndir þú sjá mig eins og ég er í raun og veru Nína Björk Árnadóttir þýddi.

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.