Lystræninginn - 01.11.1979, Blaðsíða 21
Land og synir
um, sem öllu ráða um það, hversu miklu skal skammta
til menningarmála hverju sinni. Það er sem sagt ekki
fyrr en nokkur ár voru liðin frá því búið var að skála
fyrir tíu ára afmæli sjónvarpsins, að þessi afdankaði
nefndarsetulýður á alþingi sá ástæðu til að veita ögn af
sjóði ríkisins til eflingar þessari ungu listgrein. Að
sjálfsögðu varð litvæðing sjónvarpsins að ganga fyrir.
Nú er sem sagt búið að samþykkja lög á alþingi um
kvikmyndasjóð og kvikmyndasafn og horfurnar eru
allavega bjartari en áður. Allt er þetta í áttina.
Fróðlegt gæti verið að athuga efnisval þeirra mynda,
sem styrki hlutu úr kvikmyndasjóðnum í fyrsta sinn.
Alls hlutu níu verkefni styrk úr sjóðnum af tuttugu og
þrem, sem sótt var um styrk út á. Þar sem lítið sem
ekkert er vitað um efni þeirra, er ekki hlutu styrki,
verður að sjálfsögðu ekki unnt að gera samanburð á
þeim annars vegar og styrkþegunum hins vegar. Stjórn
kvikmyndasjóðsins hefur vafalítið reynt að velja úr sem
fjölbreyttast efnisval til að styrkja. Á styrkþegalistan-
um má sjá þrjár leiknar myndir í fullri lengd (þ.e. um og
yfir hálfur annar tími í sýningu), mynd um sjómenn,
náttúruverndarmynd, teiknimynd, sögulega mynd og
síðast en ekki síst handrit að kvikmynd.
Leiknu myndirnar þrjár eru þau verkefni, sem hvað
mest hefur verið hampað í fjölmiðlum, þ.e. útvarpi og
sjónvarpi og engu líkara en um önnur verkefni sé ekki
að ræða. Þessar myndireru aðsjálfsögðu umfangsmest-
ar að gerð og kostnaðarsamastar. Þar fyrir er enginn
kominn til með að segja, að gæði þeirra verði meiri en
þeirra, sem ekki hefur þótt ástæða til að auglýsa í slík-
um mæli. Þessar þrjár myndir eru Veiðiferðin, sem er
barnamynd (höfundar Andrés Indriðason og Gísli
Gestsson), Land og synir (höfundur Ágúst Guðmunds-
son) og Óðal feðranna (höfundur Hrafn Gunnlaugs-
son).
Ekki er nema gott eitt um það að segja og raunar
alveg sjálfsagt, að styrkur sé veittur til gerðar myndar,
sem einkum og sér í lagi er ætluð börnum. Ekki er
vanþörf á, því íslenskar barnamyndir eru alltof
sjaldséðar hér á landi og reyndar má segja, að almenni-
legu efni við hæfi barna sé sárgrætilega lítill gaumur
gefinn af hálfu forráðamanna kvikmyndahúsanna.
Börn hafa yfirleitt orðið útundan í menningarlegu til-
liti hvað þetta snertir.
Hitt er aftur ástæða til að íhuga nánar, hvers vegna
myndir eins og Óðal feðranna og Land og synir, sem
gerð er eftir samnefndri skáldsögu Indriða G. Þor-
steinssonar, hafi hlotið hæstu styrkina og jafnframt
meiri auglýsingu en aðrar. Báðar þessar myndir fjalla
um sama efni, byggja á sama tema, nefnilega flóttanum
frá sveitinni til borgarinnar. Illkvittnar raddir hafa
jafnvel gefið í skyn, að handrit Hrafns Gunnlaugssonar
sé kópía af skáldsögu Indriða G. Hér skal ekkert fullyrt
um það, enda á árangurinn eftir að skila sér, en hitt er
víst, að grunnhugmyndin að báðum þessum myndum er
sú sama.
Því vaknar sú spurning, hvort stjórn kvikmynda-
sjóðsins hafi ekki haft úr meiru að moða hafi hún ætlað
sér að styrkja þrjár stórmyndir á einu bretti. Eins og
áður segir er lítið sem ekkert vitað um þau verkefni, sem
21