Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 5
og mér er sama hvort það hvín
meira í andstæðingum okkar í
dag en í gær. Það skiptir engu
meginmáli."
En fylgið hlýtur þó að skipta
hreyfingu eins og Kvennalist-
ann máli?
.Auðvitað er nauðsjmlegt fyr-
ir hreyfingu eins og Kvenna-
listann að hafa fylgi. Annars
kemst hún ekki þangað sem
hún ætlar sér. En ef okkur
sem störfum í hreyfingunni
finnst við ekki eiga erindi og
höfum ekki sannfæringu fyrir
því sem við erum að gera þá er
engin hreyfing. Það er svo
hluti af okkar starfi að vinna
hreyfingunni fylgi."
Tengsl Kvennalista við fjöl-
miðla hafa um nokkurt
skeið verið talsvert erfið. Al-
gengt er að frétta- og blaða-
menn leggi Sjálfstæðisflokkinn
og stjórnarandstöðuna að
jöfnu og Kvennalistinn gleym-
ist. Þetta er talsverð breyting
frá fyrstu dögum Kvennalist-
ans. Hvernig stendur á þessu?
„Við getum ekki alltaf verið
jafnmikil nýjung og þegar nýja-
brumið er farið af okkur hafa
fjölmiðlamenn tilhneigingu til
að gleyma okkur vegna þess að
gömlu flokkamir og fulltrúar
þeirra em álitnir vera lögmálið
og spámennimir og rótgróin
hefð að konumar tala ekki í
samkunduhúsum. Það sem
konumar segja svo þegar þær
hafa gengið inn í samkundu-
húsin er ekkí talið eins merki-
legt af því að þær ráða ekki
eins mfldu. Tilhneigingin er að
hlusta á þá sem ráða og þann-
ig má segja að fjölmiðlamenn
séu bara böm síns tíma, gegni
sínu uppeldi og hegði sér sam-
kvæmt því. Mér finnst fjöl-
miðlamenn almennt beina
sjónum sínum of mikið að
valdhöfum og því sem þeir
hafa að segja en gæta oft ekki
að því að sjónarmið andstæðra
skoðana komist til skila en
þær em mikilvægur hluti lýð-
ræðlslegrar umræðu. Stund-
um jaðrar þetta við dekur. Þeir
em þó ekki allir sama markinu
brenndir og það em til góðir
fréttamenn, sem betur fer.“
Þú talar um að menn hlusti
á og hampi þeim sem völdin
hafa og það em ekki konur. En
af hveiju em konur valdalaus-
ar og hafa verið það í árþús-
undir?
„Þegar sjaldgæft næði gefst
frá daglegu amstri hvarflar
hugurinn oft að því að reyna
að skilja ástæðurnar íyrir hinu
aldagamla, almenna valdaleysi
kvenna. Það er undarleg stað-
reynd sem sagan greinir frá og
samtíminn sýnir að helmingur
hvers samfélags skuli vera jafn
valdalaus og konur em. Þó að
konur séu ekki áhrifalausar
virðast áhrif þeirra samt
sjaldnast duga til að bæta eig-
ln hag. Orsakirnar hljóta að
vera fjölþættar og samofnar úr
félagslegum og líffræðilegum
þáttum. Ég hef alltaf haft
áhuga á atferlisfræði og sam-
skiptum fólks, og barátta fyrir
bættum hag kvenna og bama
leiðir hugann að því hvernig
samskipti einstaklinganna
þróist þannig að konur og
börn verði valdalaus og oft
beitt óréttlæti. Hún leiðir hug-
ann að valdi og valdbeitingu og
ofbeldi, sem fer vaxandi og
verður bæði grófara og opin-
skárra í þjóðfélaginu dag frá
degi. Það er mikilvægt að reyna
að skilja eðli valds og þörf fólks
fyrir það í samskiptum sín á
milli og reyna að rekja rætur
ofbeldisins til orsaka sinna.
Þannig er von til að geta komið
í veg fyrir valdbeitingu og of-
beldi og að jafna megi valda-
hlutföllin milli kynjanna þann-
ig að bæði njóti styrks síns án
þess að halli á hitt.“
ó oftast nær sé talað um
kvennahreyfinguna í ein-
tölu þá er hún engu að síður
fjölþætt og síbreytileg og hug-
myndir hennar hafa tekið
margvíslegum breytingum í
tímans rás. Guðrún lagði
áherslu á að einmitt þess
vegna þyrftu konur í kvenna-
hreyfingunni töluvert mikið á
umburðarlyndi að halda:
„Kvennahreyfingin saman-
stendur af mjög ólíkum ein-
staklingum sem allar em á
sinn hátt í kvennabaráttu. Víð
leggjum áherslu á að við hlust-
um á okkar innri rödd en allar
þessar innri raddir em ein-
stakar. Við emm mjög ólíkar
en getum samt allar verið á
sömu leið. Kenningin eða hug-
myndafræðin á að vera n.k.
samnefnari og gildi hennar
hlýtur að liggja í því hversu lík-
leg hún er til að sameina allt
þetta ólíka fólk til átaka fremur
en það hvort hún getur lifað
ein og hrein. Ég held líka að
það sé jafn mikilvægt hvemig
fólk sameinast um að fram-
kvæma hugsjónir eins og hitt
hvemig hugsjónimar em skil-
greindar. ÖUu máli skiptlr
hvemig hugmyndafræðin llfir í
verkum fólksins því eins og við
vitum geta hópar unnið mjög
slæm verk í nafni einhverra
hugsjóna eða gilda.“
Þú átt væntanlega við að
markmið og leiðir hafi áhrif
hvort á annað?
„Já það er víxlverkun þar á
miUi. Þetta verður aUtaf að vera
lífrænt ferli og síbreytilegt. Við
konur emm sjálfar að blðja um
að okkar „öðmvísilelki“ sé met-
inn jafnglldur og það er jafn
mlkilvægt fyrir okkur að muna
eftir því hver gagnvart annarri.
Við verðum að vinna eftir því
sem við boðum.“
Þegar talið berst að því að
konur verði að vera umburðar-
lyndar þá vaknar óneitanlega
sú spumlng hvort umburðar-
lyndi gagnvart konum sé að
minnka? Hvort viðhorfin
gagnvart konum og kvenna-
baráttu séu að harðna?
„Sumir segja það en mér
finnst ég ekki skynja það mjög
sterkt og ég held að enn sé það
í okkar höndum hvað við lát-
um yfir okkur ganga. Ég er
enn sannfærð um að við búum
yfir feikilegu afli til jákvæðra
breytinga. Ég held að velvilji
kvenna til tegundarinnar
manns sé svo margsannaður í
kynslóðanna rás að það þurfi
ekki að efast um að þær breyt-
ingar sem þær beiti sér fyrir
verði uppbyggilegar og jákvæð-
ar fyrir heildina. Ég held að
það þurfi lágmarksfjölda fólks
til að valda breytingum og ég
held að þessi fjöldi sé að mynd-
ast. Ég er reyndar sannfærð
um að aukin þátttaka kvenna í
stefnumótun jafnt í heima-
löndum og á alþjóðavettvangi
er bjargarvon mannkyns út úr
ógöngum lífshátta sem byggja
á og leiða til mengunar og
ófriðar. Helmingur mannkyns
getur ekki og mun ekki láta
leiða sig og böm sín í glötun
án þess að bregðast við. Aukin
þátttaka kvenna er það sem
koma skal, það er óhjákvæmi-
legt. Þeir sem vinna gegn
henni skilja ekki framvindu
þróunarinnar.
Þó má búast við að þær
breytingar sem við vinnum að
ver.ði í áföngum, stig af stigi.
Okkur mun ekki takast að ná
fram öllu í senn. Þó okkur virð-
ist 9 ár langur tími emm við
bara rétt að byija þessa lotu.
Árið 1975 var líkt og í gær.
Þetta er aldagamall arfur sem
við emm að kljást við og vlð
tökum hann ekkert á hælkrók.
Og það er eitt sem við verðum
helst að reyna að muna, finnst
mér, og það er að hafa gaman
af þessu brölti. Það skiptir
mildu máli.“
Þú talar um að ná hlutunum
fram stig af stigi. En trúir þú
að hægt sé að ná fram raun-
vemlegum breytingum á stöðu
kvenna innan allt of langs
tíma?
„Já það geri ég. Ég var í
heimsókn í Bandaríkjunum í
tæpan mánuð nú í haust, ferð-
aðlst um, hitti marga og skoð-
aði stofnanir og starfsemi.
Þeim mun meira sem ég sá af
þessu margbreytilega 250
milljón manna þjóðfélagi, sem
minnir meira á meginland en
eítt samfélag, og þeim mun
meira sem ég heyrði, þeim
mun ljósara varð mér að það er
mögulegt og ætti að vera leikur
einn að koma upp fyrirmynd-
arþjóðfélagi á íslandi. Mér
finnst eiginlega alveg ófyrirgef-
anlegt ef við reynum það ekki.
Og við berum öll ábyrgð á að
það takist og enginn má sker-
ast úr leik.“
Kvennalistinn hefur mjög
ákveðnar hugmyndir um
valddreifingu og ríkur þáttur í
þeim er að engin kona skuli
sitja lengur en 4-8 ár á þingi.
En er valddreifingin eins mik-
ilvæg og Kvennalistakonur
vilja vera láta?
„Ég held að mesti styrkur
Kvennalistans sem hreyfingar
liggi í því að við höfum mörg
andlit, margar raddir og erum
ólíkar. Þó að ákveðin krafa sé
um að sömu konurnar sitji
áfram þá liggur styrkur okkar
samt í þessu. Við verðum því
að stunda skipulega valddreif-
ingu og hún verður að vera yf-
irveguð og í samræmi víð eðli
hvers starfs eða hlutverks
þannig að hún sé bæði hverri
konu og málstað okkar til
gæfu. Þó að við verðum alltaf
að taka ákveðna áhættu, bæði
sem hreyfing og einstaklingar,
þá stundum við ekki kvenfórn-
ir. Við viljum ekki setja konur í
hlutverk sem þær ráða ekki
við. Engu að síður er nauðsyn-
legt að vera hæfilega djarfar í
þessum efnum því það veit
engin kona hvað hún getur
fyrr en hún reynir. Aldrei hefði
mér dottið í hug upp á eigin
spýtur að fara á þing og ég hef
gert mjög margt á vegum
Kvennalistans sem ég hafðl
ekki hugmynd um að ég gæti
gert. En það sem er svo mikil-
vægt er að efla almennt sjálfs-
traust kvenna því þá leysast
málin svo mikið af sjálfu sér.
Kvennalistinn er ekki kominn
til að leysa öll mál. Við erum
miklu fremur komnar til að
tryggja að konum standi til
boða lyklar að öllum þeim dyr-
um sem þær þurfa að ljúka
upp fyrir sjálfum sér.“
Valddreifing innan Kvenna-
listans hefur m.a. verið fram-
kvæmd á þann veg að konum
hefur verið skipt út á miðju
kjörtímabili. Þetta hefur sætt
mikilli gagnrýni, innan
Kvennalistans sem utan. Guð-
rún hætti sjálf þingmennsku
með þessum hætti. Er hún
sátt við þessa framkvæmd?
„Já ég sætti mig við hana og
tel að það sé nauðsynlegt að
þingmenn sitji ekki of lengi.
Hins vegar er ég ekki sannfærð
um að við séum búnar að
finna réttu leiðina. En það ger-
ir ekkert til. Við finnum hana
þá bara seinna. Ég held að það
hafi verið skynsamlegt sem
samþykkt var á síðasta lands-
fundi að hætta útskiptingum á
miðju kjörtímabili. Mér finnst
ekki mjög alvarlegt þó okkur
verði á einhver mistök en það
væri alvarlegt ef við gætum
ekki lært af þeim. Það sýndi
dómgreindarleysi. Við erum
leitandi afl en ekki fullmótað
enda værum við þá líklega
búnar að ljúka erindi okkar."
En hvað tekur nú við? Um
hvað fjallar nýi kaflinn í lífi
Guðrúnar?
„Ég hef verið ráðin sem
framkvæmdastjóri alþjóðlegrar
kvennaráðstefnu sem verður
væntanlega haldin á íslandi í
júní 1992. {tengslum við þessa
ráðstefnu hafa konur úr ólík-
um stjórnmálaflokkum fundið
samvinnugrundvöll sem við
getum kannski haldið áfram
að breikka. Við eigum allar svo
svipuð erindl í því að breyta
þjóðfélaginu, konum og böm-
um í hag, þó svo við kjósum
kannski að ganga eitthvað
ólíkar leiðir. Það vakir svo svip-
að fyrir okkur öllum. Þeim
mun fleiri gagnvegi sem við
getum opnað á milli okkar
kvenna, þeim mun stærri sem
okkar sameiginlegi grundvöll-
ur verður, þeim mun líklegra
er að við getum styrkt hver
aðra og að við fáum einhverju
áorkað. Eða etns og Auður Eir
sagði nýlega. „sterk vinátta
sterkra kvenna getur breytt
heiminum“ og það þarf enginn
að efast um að sú breyting
verður til batnaðar fyrir alla.“
INGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR.
Þetta viðtal birtist nýlega í
kvennablaðinu VERU sem góð-
fúslega heimilaði að bað yrði birt í
PILSAÞYTI örlítið breytt og nokk-
uð stytt.
15 MÁNAÐA
VERÐTRYGGÐ
MEÐ 5,75%
VÖXTUM
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna