Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 7
ANNÁLL KVENNALISTANS
1981
Konur á Akureyri og í Reykja-
vík hefja umræður um hugs-
anlegt kvennaframboð til sveit-
arstjórna á grundvelli sérstöðu
kvenna. Ástæður fyrir þessum
hugmyndum eru m.a. rýr hlut-
ur kvenna í sveitarstjórnum,
lítill áhugi stjórnvalda á þeim
málum sem heitast brenna á
konum, svo og óánægja með
starfandi stjórnmálaflokka.
1982
Konur bjóða fram lista við bæj-
arstjómarkosningar eftir 56
ára hlé á sérframboðum
kvenna og koma tveimur kon-
um að á Akureyri og tveimur í
Reykjavík. Konum í sveitar-
stjórnum fjölgar úr 6.2% í rúm
12%. fslenskar konur standa
þó enn langt að baki annarra
Norðurlandaþjóða hvað varðar
hlut kvenna í stjómum og ráð-
um.
1983
Ríklsstjómin springur og boð-
að er til Alþingiskosninga.
Samtök um kvennalista em
stofnuð 13. mars í þeim til-
gangi að bjóða fram sérlista
kvenna til Alþingis. Boðið er
fram í þremur kjördæmum og
komast 3 konur á þing. Kon-
um á Alþingi fjölgar úr 5% í
15%. Árangur Kvennalistans
vekur athygli víða um heim.
1984
Samþykkt er þingsályktunar-
tillaga Kvennalistans um end-
urskoðun á meðferð nauðgun-
armála. Um sumarið fara
Kvennalistakonur í rútuferð
um landið til að kynna
Kvennalistann og hugmyndir
hans. Lögð em fram fmmvörp
um dagvistarstofnanir fyrir öll
börn, lengingu fæðingarorlofs
í 6 mánuði og róttækar breyt-
ingar á rekstri og stjómun
Ríkisútvarpsins þar sem m.a.
er gert ráð fyrir stofnun þriðju
rásarinnar fyrir félagasamtök
og aðra sem vilja reyna sig í
þáttagerð.
1985
Samþykktar þingsályktunartil-
lögur um námsgagnamiðstöðv-
ar í öllum fræðsluumdæmum
og um kerfisbundnar mynda-
tökur á brjóstum kvenna
vegna krabbameinsleitar. Lögð
er fram tillaga um fiystingu á
framleiðslu kjarnorkuvopna en
Kvennalistinn leggur fram
slíkar tillögur ár eftir ár.
Minnst er 70 ára kosningarétt-
ar kvenna m.a. með kaffisam-
sæti á Hallærisplani.
Kvennalistar em boðnir fram
til borgarstjórnar í Reykjavík
og bæjarstjórna í Hafnarfirði
og á Selfossí. Ein kona kemst
að á Selfossi en vegna fækkun-
ar borgarfulltrúa úr 21 í 15
kemst aðeins ein kona að í
Reykjavík. Á ýmsum öðmm
stöðum s.s. á Húsavík em
kvennalistakonur í samstarfi
við aðra. Konum í sveitar-
stjórnum fjölgar í rúm 18%. Á
þingi er samþykkt tillaga um
að meta störf húsmæðra til
jafns við aðra starfsreynslu er
þær koma út á vinnumarkað-
inn.
1987
Alþingiskosningar. Kvenna-
listinn býður fram í öllum kjör-
dæmum. Fýlgið tvöfaldast og
em sex konur kjörnar af
Kvennalistum. Konum á þingi
fjölgar nú í 20.6%. Árangur
Kvennalistans vekur heimsat-
hygli og mikil eftirspurn er eft-
ir kvennalistakonum til ræðu-
og fundarhalda um heim allan.
Fýrir þessar kosningar er
ákveðið að eftir tvö ár eigi sér
stað skipti á þingkonum, tvær
þeirra sem lengst hafa setið
skuli víkja og varakonur taka
sæti þeirra. í stjórnarmyndun-
arviðræðum setur Kvennalist-
inn fram þá meginkröfu að lög-
fest verði lágmarkslaun. Þeirri
kröfu er hafnað og Kvennalist-
inn verður utan stjórnar. Á
þingi em samþykktar tillögur
Kvennalistans um aukna kyn-
lífsfræðslu og um endurskoð-
un á lögum um ofbeldiskvik-
myndir.
1988
Kvennalistakonur, ásamt
fjölda annarra íslenskra
kvenna, fjölmenna á norræna
kvennaráðstefnu í Osló, Nord-
isk Fomm. Um haustið spring-
ur ríkisstjórnin vegna deilna
um efnahagsaðgerðir. Launa-
fólk er án samningsréttar og
hyggjast gömlu flokkarnir við-
halda því banni. Kvennalistinn
hafnar því að taka þátt í ríkis-
stjórn sem heldur vinnandi
fólki í fjötmm og viðheldur sið-
lausri láglaunastefnu sem
bitnar harðast á konum. Á
þingi em m.a. lagðar fram til-
lögur um lífeyrisréttindi
heimavinnandi húsmæðra,
átak í uppbyggingu dagvistar-
heimila, lágmarkslaun og
tímabundnar aðgerðir til að
bæta stöðu kvenna.
1989
Á Alþingi er samþykkt fmm-
varp Kvennalistans um kosn-
ingarétt íslendinga erlendis.
Að auki em m.a. lagðar fram
tillögur um að foreldrar geti
tekið leyfi frá störfum vegna
umönnunar barna, lögfræðiað-
stoð vegna hjúskaparmála, út-
reikning þjóðhagsstærða, of-
beldi í myndmiðlum, tækni-
fijóvganir og fræðslu fyrir
útlendinga búsetta á íslandi
(einkum fyrir erlendar konur
sem hingað flytjast).
I
1990
Kvennalistar boðnir fram til
sveitarstjórna í Reykjavík,
Kópavogi og Akureyri en víða
annars staðar em kvennalista-
konur í samstarfi við aðra. Ein
kona af Kvennalista kemst að í
Reykjavík en af sameiginlegum
listum kemst m.a. ein kona að
á Selfossi og ein á Húsavík. Á
þingi er lagt fram fmmvarp
um breytingar á lögum um
fæðingarorlof þar sem t.d. er
lagt til að orlofið lengist í 9
mánuði og að konur geti tekið
orlof einum mánuði íyrir fæð-
ingu. Umræður um Efnahags-
bandalagið fara mjög vaxandi í
röðum kvennalistakvenna sem
hafna aðild að bandalaginu. Á
vorþingi er rætt af hreinskilni
um stöðu kvennabaráttunnar
eftir heldur slæma útkomu í
sveitarstjórnarkosningunum.
Undirbúningur að kosningum
næsta árs hefst.
1991
Alþingiskosningar em fram-
undan. Kvennalistar verða
boðnir fram í öllum kjördæm-
um og munu kosningarnar
ekki síst snúast um launakjör
kvenna, framtíðarhorfur barna,
kvenna og karla þessa lands,
atvinnu, byggð og mannlíf í
landinu. Þar verða konur að
láta til sín taka, láta rödd sína
heyrast og krefjast breytinga.
Oft var þörf en nú er nauðsyn
á kvenlegri sýn á veröldina sem
byggist á virðingu fyrir nátt-
úm, lífi Jarðarbarna og rétti
einstaklinganna til að velja lífi
sínu farveg.
Annállinn er tekinn saman af
Kristínu Ástgeirsdóttur, en hún er
sagnfræðingur og skipar 3. sæti á
Kvennalista í Reykjavík í komandi
kosningum.
" •]
t mMLn í wWfæ Jf % 1 m : » 8. -i ' ■ %» m ■ ; 1 t ]
i! Il iml**f$* f' J: nÉ