Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 8
ÓDÝRBÖRN!
Flestlr voru sam-
mála því skrefi
sem stigið var
þegar staðgreiðslu-
kerfi skatta var
tekið upp. Aftur á móti greinir
menn á um útfærslu þess. Þær
ríkisstjórnir sem setið hafa að
völdum frá því að staðgreiðslu-
kerfið var tekið upp hafa siglt
undir kjörorðinu sem Jón
Baldvin Hannibalsson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, smíð-
aði tll að lýsa markmlðum
þess; þ.e. það skyldi vera „ein-
falt, skilvirkt og réttlátt”. Ein-
falt og skilvirkt er það eflaust
eftir atvikum, en um réttlætið
má stórlega efast.
Það rignir víst jafnt á réttláta
sem rangláta og sama á við um
núverandi skattkerfi. Það
borga allir launþegar sama
hlutfall af tekjum sínum í
skatt, fátækir sem ríkir og allir
þar á milli. Að vísu eru sumir
svo fátækir, aðallega konur, að
þeir ná ekki skattleysismörk-
um og aðrir svo ríkir að þeir
hafa alls konar möguleika á
undandrætti og eru kannski
m.a. þess vegna ríkir.
KOSTNAÐUR VEGNA
FRAM FÆRSLU BARNA
Kvennalistakonur gefa lítið
fyrir það „flata réttlæti“ sem
hér er í heiðri haft og gengur
út á að skattkerfið taki ekkert
tillit til aðstæðna fólks, sam-
setnlngu fjölskyldu né Qöl-
skyldustærðar. Kvennalista-
konur hafa ítrekað lagt ýmis-
legt það til sem stuðla myndi
að meiri jöfnuði. Hærri pers-
ónuafslátt, hærri skattleysis-
mörk, fleiri skattþrep og breytt
fyrirkomulag í álagningu
elgnaskatta. Við höfum einnig
bent á það óréttlæti að einung-
is tveir eínstaklingar af gagn-
stæðu kyni, giftir eða í lög-
festri sambúð, geti nýtt sér
heimild til að millifæra ónýtt-
an persónuafslátt og flutt
frumvarp þess efnis að ein-
stæðlr foreldrar gætu nýtt ón-
ýttan persónuafslátt eins
bams. Þessar tillögur hafa
ekki náð fram að ganga.
Nú beinum við sjónum okk-
ar að óréttlætinu sem felst í því
að lítið sem ekkert tilllt er tek-
ið tll kostnaðar af framfærslu
bama. Bamabætur em eina
tillag hins opinbera til bama-
$ fjölskyldna. Barnabætur nema
nú að meðaltali rúmlega þijú
þúsund krónum á barn á mán-
uði. Bamabótaauka fá aðeins
þeir sem standa sérstaklega
illa tekju- og eignalega.
Hver fullorðinn einstakling-
ur fær mánaðarlega persónuaf-
slátt að upphæð kr. 22.114
sem kemur til frádráttar álögð-
um tekjuskatti. í þessu felst
viðurkenning á því að hann
beri kostnað af eigin fram-
færslu sem beri að taka tillit
til. Því vaknar sú spuming
hvers vegna hver skattgreið-
andi sem hefur bam á fram-
færl fær ekki sömu viðurkenn-
ingu á framfærslukostnaði
þess.
Eina dæmið sem þekkt er
hérlendis um slíka viðurkenn-
ingu er hjá þeim sem taka
námslán. Hjá námsmönnum
er framfærslukostnaður bams
talinn vera 27.000 kr. á mán-
uði. Námslán hækkar sem
þessu nemur hjá hjónum sem
bæði em í námi og hjá ein-
stæðum foreldrum. Ekki emm
við Kvennalistakonur að sjá of-
sjónum yfir þessu, einungis að
benda á þá staðreynd að þarna
er í reynd viðurkenndur sá
kostnaður sem íylgir því að
hafa böm á framfæri. Það mun
mála sannast að böm náms-
manna em ekkert frábmgðin
öðmm bömum og að sami
kostnaður fylgi börnum þeirra
og annarra.
BÖRNUM FYLGI
PERSÓNUAFSLÁTTUR
Kvennalistakonur hafa velt
fyrir sér þeirri hugmynd hvort
ekki væri rétt að hveiju bami
fylgdi eitthvert tiltekið hlutfall
persónuafsláttar, sem fram-
færandi þess nýtti til frádrátt-
ar sköttum. Hjá hjónum eða
sambúðarfólki myndl persónu-
afsláttur bams skiptast jafnt á
milli þelrra en ef um einstætt
foreldri værl að ræða myndi
það eltt nýta fullan persónuaf-
slátt bamsins. Ef tekjur fram-
færenda væm svo lágar að þeir
gætu ekki nýtt sér persónuaf-
slátt bamsins myndl hann
koma til útborgunar því ella
bæm þeir skarðan hlut frá
borði og breytingin kæmi ein-
ungis fólki með meðaltekjur og
þar fyrir ofan til góða. Ekki
væri heldur hægt að flytja
ónýttan persónuafslátt bams
eða bama milli hjóna eða sam-
búðarfólks, heldur fengi sá að-
ilinn, sem ekki gæti nýtt hann
til fulls, mismuninn greiddan.
Þetta myndi að sjálfsögðu
hafa í för með sér mikinn
kostnaðarauka fyrir ríklð. Sá
kostnaðarauki eða tekjutap
færi að sjálfsögðu eftir því,
hversu hár persónuafsláttur
barns yrði. Ef persónuafsláttur
barns yrði 2/3 hlutar af fullum
persónuafslætti myndi tekju-
tap og kostnaður ríkissjóðs
nema samtals tæpum 12 millj-
örðum á ári. Ef miðað er við
hálfan persónuafslátt er upp-
hæðin tæpir 9 milljarðar.
Þarna er vissulega um háar
upphæðir að ræða en ýmislegt
kæmi þar á móti. Bamabætur
í núverandi mynd féllu nlður,
en það sem nú kallast bama-
bótaauki yrði áfram fyrir hendi
og greiddist þeim sömu og nú
eiga rétt á honum. Áætlaðar
barnabætur fyrir árið 1991 em
rúmlega 3.6 milljarðar.
EFNAHAGSLEGT
ÓSJÁLFSTÆÐI
KVENNA
Einnlg yrði að athuga þann
möguleika að fella niður að
hluta heimild hjóna eða sam-
búðarfólks til að millifæra
ónýttan persónuafslátt. í upp-
lýslngum frá fjármálaráðu-
neytinu um millifærslu á pers-
ónuafslætti á gjaldárinu 1989
kemur fram, að kostnaður rík-
issjóðs vegna þessa nam rúm-
um 2 mllljörðum króna. í fljótu
bragði mætti álykta sem svo,
að einfaldast væri að nýta
þessa peninga heldur í pers-
ónuafslátt vegna bama en
margs þarf að gæta. í sömu
upplýsingum má lesa þá dap-
urlegu staðreynd að tæpur
helmingur íslenskra kvenna,
giftra eða í sambúð, nýtir sér
að hluta til eða að fullu um-
rædda millifærslu. Með öðmm
orðum, þær em ekki aflögu-
færar til samfélagsins, svo lág-
ar tekjur hafa þær, ef þá
nokkrar. Sumar em auðvitað í
hlutastarfi, aðrar sinna ein-
ungis búi og börnum, en það
breytir ekki þeirri staðreynd að
í þessum upplýsingum felst
nöturlegur vitnisburður um
efnahagslega stöðu íslenskra
kvenna. Eða réttara sagt, efna-
hagslegt ósjálfstæði þeirra og
ennfremur um þá skammar-
legu láglaunastefnu sem rekin
er hér á landi og bitnar hvað
harðast á konum.
Því verður að gæta þess að
engar þær breytingar séu gerð-
ar sem skerða „réttindi“
kvenna. Þegar litið er á aldurs-
dreifingu þeirra kvenna, sem
eiga ónýttan persónuafslátt af-
lögu, kemur í ljós að konur 51
árs og eldri em nær alltaf f]öl-
mennasti hópurinn, hveijar
sem tekjur heimilisins em. Þó
ætla megl að bömin séu í flest-
um tilfellum af höndum þessa
aldurshóps, má fullyrða að erf-
itt yrði fýrir konur á þessum
aldri að komast út á vinnu-
markað og afla tekna. Því væri
það réttindamissir fyrir þær ef
heimlld til mlllifærslu pers-
ónuafsláttar yrði felld niður
með öllu.
Málið horflr öðmvísi við þeg-
ar yngri konur eiga í hlut. Þeg-
ar um er að ræða tiltölulega
ungar konur, sem engln böm
eiga, er það varla skylda samfé-
lagsins að stuðla að því fjár-
hagslega að þær getl verið
heima til að gæta eins fullorð-
ins karlmanns. Ef hjón eða
sambúðarfólk hafa efni á
slíku, er það þeirra mál.
vímniímíœmíimmiimifiíxiiiiííiiisxiiiixíiiíœiii:
ÞAR SEM
ÞÖRFIN ER MEST
Þar sem böm em gegnir allt
öðm máli. Persónuafsláttur
sem heimavinnandl konur
fengju væri þá vegna bams eða
barna, en ekki vegna hjúskap-
arstöðu. Þar sem eitt bam er á
framfæri og maki nýtir pers-
ónuafslátt myndi að vísu örlít-
ið tapast, en ef um tvö eða
fleiri böm er að ræða lítur
dæmið strax öðmvísi út.
Enn skal ítrekað að tekjutap
ríkissjóðs yrði talsvert vegna
persónuafsláttar bama, en þá
ber að hafa í huga að ævinlega
þarf að hyggja að forgangsröð
og hvar þörfin er mest. Það er
kunnara en frá þurfi að segja
að venjulegar launatekjur alls
þorra fólks em ekki í neinu
samræmi við framfærslukostn-
að.
Umtalsverð hækkun lægstu
launa er auðvitað eitt brýnasta
málið í dag en jafnvel þó hún
yrði að vemleika, breytti það
ekki því óréttlæti, að engu máli
skiptir í núverandi skattkerfi
hve margir eiga að hafa fram-
færslu af þeim tekjum sem afl-
ast. Það gæti persónuafsláttur
bama aftur á móti gert. Það
gildir jafnt um alla tekjuflokka.
Við Kvennalistakonur mynd-
um ekki leggja til að tekju-
tengja persónuaflátt bama að
svo komnu máli, en ganga því
harðar eftir að skattþrep yrðu
tvö eða fleiri og draga úr ýms-
um hlunnindum og frádráttar-
mögulelkum. Okkur þykir
miklu máli skipta að samfélag-
ið allt sé ábyrgt fyrir aðbúnaði
og uppeldl bama og því réttlátt
að það taki á sig stærri hluta
en það nú gerir af þetm kostn-
aði sem óhjákvæmilega fylgir
bömum og að því fé sé vel var-
ið sem til þeirra rynnl. Ýmis-
legt annað má fremur undan
láta.
Er persónuafláttur bama
ekki íhugunar virði?
Þórhildur Þorleifsdóttir
Höfundur er þingkona og skipar 6.
sæti Kvennalistans f Reykjavfk I
komandi kosningum.