Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 9
FRAMTÍÐARSTAÐA FISKVINNSLUKVENNA
Einn mikilvæg-
asti þátturinn í
verðmætasköp-
un í sjávarút-
vegi og þar með
í íslensku efnahagslífi er fisk-
vinnslan. Aukin atvinnuþátt-
taka kvenna á síðustu áratug-
um, ekki síst í fiskvinnslunni,
hefur átt stóran þátt í þeim
aukna hagvexti sem þjóðin
hefur búið við fram að þessu.
Með kvótakerfi og aukinni vél-
væðingu hefur störfum hins-
vegar fækkað, sem hefur ekki
síst komið niður á konum.
Þær hafa orðið í sífellt ríkari
mæli varavinnuafl, en því
fylgja bæði lág laun og óvissa
um vinnu og afkomu.
Sjávarútvegur snýst um það
verkefni að sækja fiskinn í sjó-
inn og koma honum á disk
neytandans, þannig að hann
(neytandinn) verði ánægður.
Gæði eru ókeypis. Það kostar
peninga að gera mistök, láta
aflann rýma í meðferð eða að
kasta til höndunum við fram-
leiðsluna. Til að ná fram há-
marksgæðum þarf sífellda end-
urmenntun og þekkingaröflun
á öllum sviðum sjávarútvegs-
ins og hér gegnir starfsfólkíð í
fiskvinnslunni lykilhlutverki.
í fiskvinnsluhúsum um allt
land eru unnin vandasöm
störf, sem ekki eru metin í
samræmi við þá þjálfun og
ábyrgð, sem krafist er. Þessi
störf eru að stærstum hluta
unnin af konum, sem búa við
afkastahvetjandi launakerfi,
sem hefur í för með sér óhóf-
legt vinnuálag, bæði andlegt
og líkamlegt. Nauðsynlegt er
að breyta þessu kerfi þannig
að nýting og gæði framleiðsl-
unnar skipti meira máli en af-
köstin ein. Það er líka sjálfsögð
krafa að dagvinnulaunin dugi
til framfærslu.
Tugum milljóna króna hefur
verið varið í rannsóknir og þró-
un á tækjabúnaði fiskvinnsl-
unnar undanfarin ár og hefur
þróunin verið geysilega ör,
eins og sjá má af öllum þeim
úreltu tækum sem eru víða í
geymslum fiskvinnsluhúsa.
Tölvukerfi, vinnsluhermar og
flæðilínur hafa ótvíræða kosti,
en spyija má hvort þau hafi í
einhveiju bætt vinnuaðstöðu
starfsfólksins. Ennfremur má
spyija hvernig aukin fram-
leiðni og hagræðing hafi skilað
sér til starfsfólksins. Aðbúnað-
ur starfsfólks í fiskvinnslunni
hefur vissulega batnað á síð-
ustu árum, en betur má ef
duga skal. Það er með ólíkind-
um að ekki skuli enn hafa tek-
ist að hanna vinnuaðstöðu,
t.d. við snyrtingu, sem hentar
jafnt hávöxnu sem lágvöxnu
starfsfólki. Ennfremur virðist
véla- og færibandaframleiðend-
um alls ómögulegt að skilja að
öll þessi tæki þarf að vera auð-
velt að þrífa. Þar er greinilegt
að konur eru ekki hafðar með í
ráðum.
Tillögur Kvennalistans um
stjórnun fiskveiða fela í sér að í
fyrsta lagi verði 80% heildarafl-
ans skipt milli byggðarlaga eða
útgerðarstaða með hliðsjón af
lönduðum aila undanfarinna
ára. í öðru lagi renni 20%
heildaraílans í sameiginlegan
sjóð og verði til sölu, leigu eða
sérstakrar ráðstöfunar eftir
ákveðnum reglum.
Tekjum af sölu eða leigu
veiðiheimilda verði varið til eft-
irtalinna verkefna:
0 Fræðslu sem nýtist sjávar-
útvegi, fiskvinnsluskóla, sí-
menntunar fiskvinnslufólks,
sjómannaskóla og öryggis-
fræðslu sjómanna.
0 Rannsókna í tengslum við
sjávarútveg, m.a. grunn-
rannsókna á lífríki sjávar,
vöruþróunar og markaðsöfl-
unar fyrir sjávarafurðir.
• Verðlauna til þeirra sem
veiðiheimildir hafa fyrir sér-
staka frammistöðu við nýt-
ingu og meðferð aflans eða
fyrir lofsverðan aðbúnað
starfsfólks.
í þessum tillögum felst raun-
hæfur möguleiki á að bæta
markvisst kjör starfsfólks í
fiskvinnslu. Stjómunin væri
heima í héraði þannig að hag-
ur sveitarfélagsins sæti í fyrir-
rúmi og þar með væri að sjálf-
sögðu tryggð atvinna land-
verkafólks ekki síður en
sjómanna. Ennfremur gefst
stjómvöldum tækifæri til að
umbuna þeim sem em til fyrir-
myndar varðandi gæði fram-
leiðslunnar og aðbúnað starfs-
fólks.
Framtíðarstaða fiskvinnslu-
kvenna í íslenskum sjávarút-
vegi er mjög óljós. Eins og mál-
um er háttað í dag er eins víst
að stéttin deyi út. Ráðandi öfl í
þjóðfélaginu sem leyfa ótak-
markaðan fjölda fiystitogara
og gegndarlausan útflutning á
ísfiski em þess valdandi að
fiskvinnslukonur em mjög
uggandi um sinn hag. Þær vita
margar hveijar ekki hvort þær
hafa vinnu á morgun, hvað þá
eftir ár. Eitt er víst að íslensk-
ar verkakonur koma ekki til
með að njóta góðs af evrópska
fjórfrelsinu - frelsi fjármagns,
vöm, þjónustu og vinnuafls -
EF við tengjumst EB á ein-
hvem máta.
Ágústa Gísladóttir
Höfundur er útibússtjóri Rann-
sóknastofu fiskiðnaðarins á fsa-
firði og skipar 3. saeti Kvennalist-
ans á Vestfjörðum í komandi
kosningum.
Lokaátak hafið til að
koma söluskráningu
í fullkomið lag
Eftirlitsmenn heimsækja fyrirtæki og verslanir.
Undanfama mánuði hafa fjármálaráðuneytið
og embætti ríkisskattstjóra beitt sér fyrir
kynningarátaki til að bæta úr vanköntum á
söluskráningu í verslun og þjónustu.
Nú er hafinn lokaþáttur átaksins til að
koma þessum málum í fullkomið lag. Næstu
sex mánuði heimsækja eftirlitsmenn skatt-
rannsóknarstjóra verslunar- og þjónustufyrir-
tæki um allt land til að kanna ástand og notk-
un sjóðvéla og sölureikninga. Ef í ljós kem-
ur að söluskráningu er verulega áfátt hefur
viðkomandi fyrirtæki 45 daga til að kippa
sínum málum í liðinn. Að öðrum kosti verð-
ur því lokað í samræmi við lög sem nýlega
voru samþykkt á alþingi.
Mikilvægi löglegra sjóðvéla og fullkom-
inna sölureikninga er augljóst: Þetta er vís-
bending um full og heiðarleg skattskil og
neytandinn nýtur sjálfsagðs réttar og öryggis
í viðskiptum sínum. Ef allir skila sínu í sam-
eiginlegan sjóð landsmanna verður byrðin
léttari á hverjum og einum. Full skattskil
samkvæmt settum reglum eru grundvallar-
forsendur heilbrigðs viðskiptalífs þar sem
fyrirtækin standa jafnfætis á samkeppnis-
grundvelli.
Forsvarsmenn í verslun og viðskiptum!
Takið vel á móti staifsmönnum skattrannsóknarstjóra
- með ykkar mál á hreinu.
lí
ími
■ M i
FIARMALARAÐUNEYTIÐ
Lm
■i
UO
ri