Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 15
Aðelns þrjár íslenskar konur
hafa hingað til borið titilinn
ráðherra. Auður Auðuns var
ráðherra, Ragnhildur Helga-
dóttir var ráðherra og Jóhanna
Sigurðardóttir er ráðherra. All-
ar voru þær vel að þessu starfi
komnar en það er hins vegar
ástæða til að spyrja sig hvort
titillinn hæfi þeim sem kon-
um. í orðabók Menningarsjóðs
er eftirfarandi skilgreining gef-
in á orðinu herra: 1. húsbóndi,
yflrmaður: mlnn herra, Herr-
ann guð. 2. titill karlmanns:
kæri herra, herra Jón Jóns-
son, herra biskupinn, herra
forseti íslands. Kvenkyns „ráð-
herramir“ hafa með öðrum
orðum borið karlmannstitil.
Margar konur hafa velt því fyr-
ir sér hvernig þessu megi
breyta og hafa m.a. heyrst
uppástungur um orð eins og
ráðfrú, ráðskona eða ráðfreyja.
Ef allt um þrýtur mætti líka
hugsa sér að beygja ráðherra
eins og kerra. Þá myndu frétta-
mennimir segja: Það kom
fram í máli Jóhönnu Sigurðar-
dóttur ráðherm. . .
í Morgunblaðinu 16. febrúar
s.l. er að finna eftirfarandi
málsgrein: „Eftir því sem næst
verður komist ku rithöfundur-
inn lesa mest ljóð. . . Dómar-
inn er hrifnastur af ævisögum
og þjóðlegum fróðleik, en einn-
ig af kvennasögum. Leikhús-
fræðingurinn unnir mest nýj-
um, íslenskum skáldsögum og
k
Méö kiwi
MjólkursamlagJ&
Sauðárkróki-Sími 95-35200
ljóðum og herma sagnir að
hann sé friðlaus íyrir hver jól
þegar bækumar byija að
streyma á markaðinn.“ Ekki er
ólíklegt að þau sem þetta lesa
spyiji sig, hvaða körlum þama
sé verið að lýsa? Svarið er,
þetta er ekki lýsing á körlum
heldur konum. Þama er verið
að fjalla um þijár merkiskonur
sem allar gegna nú forsetaem-
bættum á vegum íslenska rík-
isins. Rithöfundurinn er Guð-
rún Helgadóttir forseti Alþing-
is, dómarinn Guðrún Erlends-
dóttir forseti Hæstaréttar og
leikhúsfræðingurinn Vigdís
Finnbogadóttir forseti fsland.
Málfræðilega er ekkert út á
málsgreinina að setja því rit-
höfundur, dómari og leikhús-
fræðingur em allt karlkyns orð
en mikið ósköp væri nú gaman
ef konur sem slíkum stöðum
gegna fengju að halda kyni
sínu óbrengluðu. . .
Talandi um málfar. Vættur er
gamalt og gott íslenskt kven-
kynsorð og þar af leiðir að
bjargvættur er það líka. Það er
hins vegar óðum að færast í
flokk karlkyns orða og skal
ósagt látið hvort það er vegna
þess að konur þykja ótilhlýði-
legar bjargvættir. Einar Oddur
er bjargvættur, eftir því sem
sögur herma, og ef Morgun-
blaðið héldi fast við kórrétta ís-
lenska málfræði ætti það að
skrifa á þessa leið um Einar
Odd: Morgunblaðið hafði sam-
band við bjargvættina Einar
Odd vegna þessa máls og að-
spurð svaraði hún að við und-
irritun þjóðarsáttarsamning-
anna hefði fjármálaráðherra
gefið VSÍ og ASÍ loforð. . .
Og enn um málfar. í Heimsljósi
eftir Halldór Laxnes er sögð
saga skáldsins Ólafs Kárason-
ar Ljósvíkings. Skáld er hvor-
ugkynsorð og því er málfræði-
lega rétt að segja, það skáldið.
En skáldið í sögunni er karl-
maður og því skrifar Halldór
Laxnes ævinlega um skáld sitt
í karlkyni. „Þessi spurning
bjargaði hinu únga skáldi;
hann var undra fljótur að
skynja samúðarvott í ávarpi og
gánga þar á lagið, flýtti sér sem
mest mátti að svara játandi:
hann sagðist vera alveg sér-
staklega náttúraður fyrir alt
andlegt." Þetta þætti ekki góð
lenska hjá þeim sem harðast
ganga fram í því að varðveita
rétt kyn íslenskrar tungu,
svona þegar það á við. . .
Nýting náttúruauðlinda
ísátt við umhverfíð
Fáar aðrar þjóðir geta fullnœgt rafmagnsþörf
sinni án þess að valda ómœldum umhverfis-
sþjöllum með brennslu á kolum og olíu og ekki
bœta kjarnorkuknúin orkuver úrskák með þeirri
ógn, sem þeim fylgir.
Ef vel er á haldið þarf nýting orkulinda okkar
íslendinga ekki að brjóta í bága við umhverfis-
verndarsjónarmið og gefur hún því verið
undirstaða atvinnuvega okkar og góðra
lífsskilyrða um ófyrirsjáanlega framtíð. í dag
höfum við aðeins beislað um 8% afþeim hluta
vatnsafls okkar og jarðhita, sem virkja má á
hagkvœman hátt til rafmagnsframleiðslu að
teknu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða.
Rafmagn er undirstaða góðra lífskjara
og framfara á sviði iðnaðar og tœkni í
nútímaþjóðfélagi. íslendingar fá sitt
rafmagn nœr eingöngu með virkjun vatns•
afls og jarðhita, en nýting siíkra orkugjafa
er mengunarlaus með öllu.
Öllum virkjanaframkvœmdum fylgir óhjákvœmi-
lega eitthvert rask á gróðurlendi og umhverfi
virkjunarstaða. Landsvirkjun hefur um árin lagt
áherslu á að halda slíku raski og náttúruspjöll-
um í lágmarki og bœta allt tjón af völdum
framkvœmda sinna með uppgrœðslu og
gróðurvernd. Hefur þetta verið drjúgur þáttur í
starfsemi fyrirtœkisins.
Á 25 ára starfsferli sínum hefur Landsvirkjun
grœtt upp rúmlega 3000 hektara lands, sem
áður voru að mestu örfoka sandar og auðnir.
Auk stórfelldrar uppgrœðslu hefur fyrirtœkið
kostað umfangsmiklar rannsóknir á gróðurfari
og lífríki víða um landið.
Landsvirkjun framleiðir meir en 93% af öllu rafmagni,
sem notað er á íslandi og mun áfram kappkosta að leggja sittafmörkum til betri lífskjara
með nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar í sem bestri sátt við umhverfið.
l imsmtM