Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 17

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Síða 17
UM HVAÐ ÞARF AÐ KJÓSA í VOR? Hulda Kristínsdóttir, fjármálastjóri hjá Ríkismati sjáveurafurða: „Það á að kjósa um sjálfsögð mannréttindi, um málefni barna og aldraðra og þeirra þarfir. Þessir hópar þurfa meirl athygli og virðingu. Það er verið að rífa þjóðfélaglð niður innan frá með því að koma fram vlð börn og gamalt fólk líkt og gert er núna.“ Eria Vilhjálmsdóttir, hárgreiðslumeistari: „Má ég nefna það sem brennur mest á mér núna? Ég er heima- vinnandi með lítið bam og mér finnst fæðingarorlofið allt of stutt, bæði fyrir móður og bam. Það þyrfti að vera 9 mánuðir minnst, helst eitt ár. Þá finnst mér einnig mjög óréttlátt að eig- inmaður geti ekki nýtt persónu- afslátt heimavinnandi eiginkonu tll fulls.“ Steinunn Þórarinsdóttír, myndhöggvari: „Launa- og kjaramál, einkum og sér í lagi misskiptingu fjármuna í þjóðfélaginu.“ Kristjana Eyjólfsdóttír, verslunarskólanemi: „Umhverfismálin, tvímælalaust. Það vantar alla fræðslu um þau. T.d. mætti vel kenna í skólanum hvað við getum sjálf gert til að bregðast við umhverfisspjöllum.“ Kristín Lárusdóttír, húsmóðir: „Launamálin hljóta að verða efst á baugi.“ BYGGÐAÞRÓUN FRAMTÍÐ BYGGÐARINNAR HVÍLIR Á KONUM Sú mikla röskun á búsetu íslendinga sem orðið hefur á undanförnum áratugum | og rékja má til breyttra at- vinnuhátta, hefur haft í för með sér umfangsmiklar og afdrifa- ríkar breytingar á þjóðfélagsháttum. Fækkun starfa í landbúnaði og sjávar- útvegi hefur einkum komið niður á konum. Aukin verkaskipting og yfir- gnæfandi hlutdeild höfuðborgarinnar í þjónustugreinum veldur því að fá- breytni í atvinnulífi á mörgum stöðum er tilfinnanleg. fbúatölur sýna að í öllum kjördæm- um utan Reykjavíkur eru konur um- talsvert færri en karlar, ekki síst í ald- urshópnum 20-44 ára. Skýrist þessi munur m.a. af því að skortur er á fjöl- breytilegum störfum fyrir konur á landsbyggðinni. Þær eiga oft ekki ann- arra kosta völ en að flytja til þéttbýlis- staða í leit að atvlnnu. Stóraukin at- vinnuþátttaka kvenna og breytt staða þeirra í fjölskyldunni skiptir miklu í þróun byggðamála og tímabært er að taka mið af þeirri staðreynd. í flestum nágrannalöndum okkar hefur þróunin verið svipuð og hér á landi. f Skandinavíu hafa menn lagt sig fram við að skilgreina orsakir vanda landsbyggðarinnar og komist að raun um að framtíð byggðarinnar hvflir ekki hvað síst á konum. Með þá staðreynd að leiðarljósi hafa stjómvöld ráðist til aðgerða. Hér á landi hefur meinið ekki verið skilgreint og þess vegna ekki fundist lækning við því. Sameiginlegar rannsóknir Norð- manna, Svía og Finna leiddu í ljós að ein af forsendunum fyrir heilbrigðu og gróandi mannlífi úti á landsbyggðinni er að konur hafi þar lífsviðurværi ekki síður en karlar. Því telja stjómvöld í þessum löndum einu fæm leiðina, til að snúa af vegi fólksfækkunar og auðn- ar á landsbyggðinni, vera þá að tryggja þátttöku kvenna við mótun nýs at- vlnnulífs og atvlnnutækifæra. Jafn- framt er mikil áhersla lögð á að koma áhrifum kvenna að við atvinnurekstur- inn vegna þess að þær hafa aðra sýn og aðrar vlðmlðanir en karlamlr sem hingað til hafa verið nær einráðir á þessum vettvangi. Ljóst er að með konum búa ekki ein- ungis fijóar hugmyndir heldur líka mikill styrkur, sem bíður þess að fá út- rás í réttum farvegi. Þróun atvinnulífs- ins og atvinnusköpun þarf því fyrst og fremst að beinast að konum og stuðla að því að ýta undir hugvit þeirra og fmmkvæði. En hvað geta konur á landsbyggðinni sjálfar gert til að virkja hugvit sitt og þekkingu? Kvennalistakonur hafa í starfi sínu verið ötular við að ræða atvinnumál kvenna ekki síst með tilliti til stöðu kvenna úti á landsbyggðlnni. Á ráðstefnu sem kvennalistakonur efndu til um atvinnumál kvenna í dreif- býli vorið 1988 vakti sérstaka athygli hversu hugmyndaríkar konur em um möguleika á atvinnustarfsemi af ýmsu tagi. Hugmyndir þeirra byggjast á sam- vinnu kvenna og því að atvinnurekstur- inn taki mið af bömum og heimlli þannig að konur séu ekki knúðar til að varpa frá sér ábyrgð á fjölskyldunnl þó þær starfi utan heimilisins. Jafnframt er áberandi að konur vilja oftast byija smátt en efla reksturinn hægt og ör- ugglega. Þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram ýmsar tillögur á Alþingi um at- vinnumál kvenna á landsbyggðinni. Tillaga var lögð fram um að við Byggð- astofnun verði stofnuð sérstök at- vinnuþróunardeild fyrir konur, sem hcifi það verkefni að styðja fmmkvæði kvenna og auka fræðslu fyrir konur sem vilja leita nýrra leiða í atvinnumál- um. Önnur tillaga var um að ráða heimilisiðnaðarráðgjafa sem hafi m.a. það hlutverk að leita uppi hugmyndir um margvíslega framleiðslu, koma þeim í framkvæmd og markaðssetja. Þá var lagt til að ferðaþjónusta yrði efld en ljóst er að ferðaþjónusta er ein vænleg- asta atvinnugreinln hér á landi og störf í henni og í tengslum við hana eiga eftir að verða fjölbreytilegri með hveiju ár- lnu sem líður. Loks má nefna tillögu um stofnun fjarvinnslustofa, en mark- miðið með henni er að flytja verkefni frá opinbemm stofnunum og öðmm aðilum út á landsbyggðina. Ný tölvu- og fjarskiptatækni hefur þegar haft mikil áhrif á líf okkar og opnað nýjar víddir sem menn höfðu ekki hugboð um áður. Þessi tækni gef- ur allt að því óendanlega möguleika til að safna, geyma og flytja upplýsingar án tilllts til dvalarstaðar þess sem verk- ið vinnur. Mlkilvægt er að konur til- einki sér þessa nýju tækni sem enn á eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar. Konur á landsbyggðinni geta samein- ast um að sækja sér verkefni frá stofn- unum og fyrirtækjum og gert fjar- vinnslustofur jafnframt að miðstöðvum tölvufræðslu í sínu byggðarlagi. Innan fára ára mun daglegt líf okkar og at- vinnuhættir byggjast á upplýsinga- tækni og þeim möguleikum sem hún gefur. Konur ættu strax að byija að búa sig undir að taka fmmkvæði á þeim vettvangi. Annað stórt viðfangsefni sem bíður kvenna er að endurreisa ullariðnaðinn á íslandi með það fyrir augum að ná fram gæðum íslensku ullarinnar og framleiða úr henni handunnar vömr. Einnig sé ég fyrir mér að listiðnaðarfólk geti sameinast um að koma á laggirnar nokkurs konar listasmiðjum þar sem fólki á ferð um landið gefst kostur á að fylgjast með vinnu t.d. við vefnað, vinnslu ullar, leirvinnu og útskurð þar sem jafnframt em seldír handunnir- munlr. Þá má ekki gleyma að með auknum mannaferðum um viðkvæma náttúm landslns eykst þörf á fólki við land- gæslu og landgræðslu og leiðsögn ferða- manna um svæði sem heimamenn þekkja en em ef til vill ekki f þjóðleið. Til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd þurfa konur fjárhagslegan stuðning og fræðslu en jafnframt skiln- ing og stuðning samfélagsins sem þær búa í. Allra mikilvægast er þó að konur átti sig á þeirri staðreynd að þær sjálfar og sú þekking og reynsla sem þær búa yfir er mikilvæg auðlind sem samfélagið getur ekki verið án. En því aðeins verð- ur þekking og reynsla kvenna að auð- lind að hún nýtlst bæðl þelm og samfé- laginu öllu. Sömulelðls er ljóst að konur verða að vlnna saman að hugmyndum sínum, standa saman og styðja og styrkja hver aðra. Ef ekkl er samvinna gerist ekkert. Því er mikilvægt að konur leiti sam- starfs við aðrar konur í sínu byggðar- lagi og þær byiji að ræða atvinnumálln sín á milli og kanna hvað umhverfið hefur að bjóða. Nái slík hreyfing kvenna að vaxa og dafna á landsbyggð- inni, lofar það góðu fyrir framtíðina. DANFRlÐUR skarphéðinsdóttir Höfundur er þingkona Kvennalistans og skipar fyrsta sætið á framboðslistanum á Vesturlandi í komandi kosningum.

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.