Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 19

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 19
VESTURLAND 1. sæti: Danfríður Skaphéðinsdóttir, þingkona og kennari. 1 Undanfarin fjögur ár hef ég starfað á Alþíngi en áður kenndi ég við Fjölbrautaskóla Vestur- lands og Menntaskólann við Hamrahlíð. 2 Ég tel að samfélagið hafl ekki efni á að nýta sér ekki reynslu og hugmyndir kvenna. Ég tel mjög mikilvægt að rödd kvenfrelsis hljómi inni í sölum Alþingis og reyndar um þjóðfélagið allt. Vinnubrögð skipta mig líka miklu máli og ég þykist þess fullviss að einmitt með vinnu- brögðum eins og þeim sem Kvennalistinn ástundar eigum við eftir að ná miklum árangri. 3 Launa- og kjaramál hljóta að vera efst á blaði. Við konur náum ekki jafnstöðu við karlmenn fyrr en vlð verðum efnahagslega sjálfstæðar. önnur mál sem eru ofarlega í huga mínum eru byggðamálin, ekki síst með tilliti til stöðu kvenna, umhverfis- og friðarmál og hvernig við getum sem best tiyggt fullveldi fslands á tímum samrunans mikia í Evrópu. 2. SÆTI: SNJÓLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, húsmóðir, Brúarlandi á Mýrum. Börn: Brynjúlfur Steinar og Guðmundur Ingi Guðmundssynir. 1 Ég hef sinnt bóndakonu og húsmóðurstörfum sl. 18 ár. Einnig hef ég reynt að skapa mér aðra atvlnnu, sem gefur tekjur, t.d. að búa til skartgripi úr íslenskum steinum og skeljum, rækta gulrætur og laga úr þeim marmelaði. Ég er vefnaðarkennari og vef mottur og refla. 2 Ég hreifst af stefnumálum og málflutningi Kvennalistans þegar hann kom fyrst fram á sjón- arsvlðíð. Hann er sjálfum sér trúr og vinnur stöðugt að jöfnuði og meira réttlæti í þessu þjóð- félagi. Kvennalistinn er eina stjórnmálaaflið sem hefur það markmið að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefnumótandí afli í samfélaginu ekki síður en reynslu, menningu og viðhorf karla. Meðal annars af þessum ástæðum vil ég leggja Kvennalistanum lið. 3 Byggðamál og þá sérstaklega atvinnumál kvenna á landsbyggðinni. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA 1. SÆTI: GUÐRÚN LÁRA ÁSGEIRSDÓTTIR, kennari, Prestbakka í Hrútafirði. Börn: Lárus Sig- urbjöm Ágústsson verkfræðingur, fæddur 1965 og María Ágústsdóttir guðfræðinemi, fædd 1968. 1 Ensku- og þýskukennslu á skyldustigi og í fullorðinsfræðslu. Einnig hef ég kennt heimilis- fræðí í grunnskóla. Þá hef ég notað tíma minn í félagsmál af ýmum toga, einkum í Skagaflrði og Kaupmannahöfn. 2 Af því að Kvennalistinn er lýðræðisleg hreyfing en ekki stjórnmálaflokkur og gefur því best tækifæri til að berjast fyrir þjóðfélagslegu réttlæti, einnig landsbyggðarinnar, og friði með þjóðunum. Svo er ég líka í framboði vegna eindreginna tilmæla. 3 Byggðaþróun og atvinnutækifæri til sjós og lands. Umhverfismál, friðar- og jafnréttismál kynja og kynþátta og umræðuna um Efnahagsbandalag Evrópu. NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA 1. SÆTI: MÁLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, alþingiskona. 7 börn. 1 Lengst af hef ég verið húsmóðir og uppalandi, kennari, matráðskona hjá Vegagerð ríkisins og Kristnesspítala og unnið við þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu. Þá hef ég setið á Alþingi fyrir Kvennalistann sl. 4 ár. 2 Síðan ég komst á fullorðinsár hefur mér verið staða kvenna mikið umhugsunarefni. Ég kynntist störfum Kvennaframboðsins á Akureyri 1982 og þegar konur þar fóru þess á leit við mig 1983 að fara í framboð í nafni Samtaka um kvennalista gat ég ekki varið það fyrir sjálfri mér að hafna tækifæri til að vinna að því að bæta stöðu kvenna. Síðan hef ég ekki skipt um skoðun. 3 Atvinnumái kvenna, launamál kvenna og byggðamál. 2. SÆTI: SIGURBORG DAÐADÓTTIR, dýralæknir á Akureyri. 1 Ég lauk námi frá Dýralæknaháskólanum í Hannover í Þýskalandi árið 1985. Var fram- kvæmdastjóri Eínangrunarstöðvar ríkisins í Hrísey 1986-’90 en frá þeim tíma hef ég starfað sem sjálfstætt starfandi dýralæknir á Eyjafjarðarsvæðinu. 2 Stefnumál Kvennalistans höfða til mín og samræmast lffsskoðunum mínum. Ég vil leggja mitt af mörkum til að þau verði sem ílest að veruleika. 3 Eílingu landsbyggðarinnar með áherslu á atvínnusköpun fyrir stelpur og konur. Ég mun beita mér fyrir afnámi misréttis gagnvart samkynhneigðum. Dýravemd er mér einnig ofar- lega í huga. VEST- FIRÐIR 1. SÆTI: JÓNA VAL- GERÐUR KRISTJÁNS- DÓTTIR, skrifstofumað- ur. Börn: 5 uppkomin börn og 9 barnabörn. 1 í fyrsta lagl er ég hús- móðir, móðir og amma. Ég reyni að sinna bömunum og barnabörnunum því ég vll helst ekki fara á mis við það. Ég er í fullu starfi utan heimilis eins og flestar konur, vinn bæði við skrif- stofustörf og kennslu. Ég hef starfað mikið í kvenfélögum og ýms- um öðmm félagasam- tökum. Fýrir fjórum ár- um tók ég að mér að skipa 1. sætið á fram- boðslista Þjóðarflokks- ins á Vestfjörðum en sl. vor gekk ég til liðs við Kvennalistann á ísafirði. 2 Ég hef mikinn áhuga á hvers kyns jafnréttis- málum, ekki eingöngu jafnrétti kynja heldur miklu fremur jafnrétti til náms og vinnu, launajafnrétti og jafn- rétti heimilanna hvað varðar búsetuskilyrði. Kvennallstinn hefur öll þessi mál á sinni stefnuskrá. Ég er tllbú- in að leggja á mig vinnu tll að koma áhugamálum mínum á framfæri í stjórnkerf- inu, og leggja öðmm góðum málum lið. 3 I landsmálum legg ég áherslu á mikla var- kárni hvað varðar aðíld að Evrópubandalag- inu. Hvað Vestfirði varðar sérstaklega þá skipta bættar sam- göngur þar mestu máli, þá mun önnur uppbygging fylgja í kjölfarið og samnýting mannvirkja. Nauðsyn- legt er að halda á lofti stefnumálum Kvenna- listans um bættan hag barna, aldraðra og annarra minnihluta-, hópa. Þá vil ég að unn- ið sé að úrbótum í skattamálum, þar ríkir víða óréttlæti. AUSTURLAND 1. SÆTI: SALÓME BERGLIND GUÐMUNDSDÓTTIR, bóndi og matráðskona, Gilsárteig í Eiða- þinghá. Börn: Sigurbjörg 10 ára og Kolbeinn 5 ára. 1 Ég hef fengist við búskap, barneignir og barnauppeldi, byggingu íbúðarhúss, riðuniður- skurð og í framhaldi af því hef ég verið fósturmóðir í sveit og starfað sem matráðskona. Þá hef ég starfað í kirkjukór og kvenfélagi og verið í atvinnumálanefnd hreppsins. 2 Vegna þess að mér finnst Kvennalistinn boða manneskjulega pólitík og breytt verðmætamat og hann stendur vörð um rétt kvenna og bama. Þegar valið stóð um það að fara í 1. sætið elleg- ar yrði ekki boðinn fram Kvennalisti á Austurlandi, fannst mér valið augljóst. 3 Jafnrétti í launamálum - karlar og konur fái sömu laun fyrir sömu störf - umhverfismál og framtíðarskipan landbúnaðarmála með landvemd í huga og sátt milli bænda og neytenda. Þá vil ég leggja áherslu á byggðamál því margt smátt gerir eitt gott land. xV KVENNALISTINN VILL: • að samfélagið aillt, jafnt karlar sem konur, leggi sitt af mörkum til að tryggja komandi kyn- slóðum góð uppvaxtar- skilyrði.

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.