Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 21

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Qupperneq 21
T T. T T GETUR ULL ORÐIÐ GULL? A undanförnum árum hefur verið mikil gróska í banda- rískum fyrirtækjum sem orðið hafa til fyrir frumkvæði kvenna. Þessi fyrirtæki eru gjarnan samvinnuíyrirtæki, þ.e. þau eru í eigu þeirra sem við þau starfa. Þetta form hentar afskaplega vel í smáiðnaði sem byggir á innlendu hrá- efni og hugviti. Mikil umræða hefur átt sér stað með- al kvennalistakvenna um það hvort ekki mætti nýta íslensku ullina betur en gert er og skapa um leið atvinnu fyr- ir konur, sem byggir á verkþekkingu þeirra og gamalli menningarhefð. Hef- ur Kvennalistinn m.a. flutt tillögur á þingi um að komið verði upp stöðu heimilisiðnaðarráðgjafa og sérstakri kvennadeild við Byggðastofnun. Þegar ullin er annars vegar er þó við ramman reip að draga því íslenskur ull- ariðnaður riðar nú til falls og tapið á Álafossi hf. hefur numið milljörðum króna á undanfömum ámm. Sagt er að langlundargerð fjármálastofnana gagn- vart þessari atvinnugrein sé nú á þrot- um. Peningar í tilraunastarf og vöm- þróun liggja því ekki á lausu. En hveijir hafa stjómað íslenskum ullariðnaði á undanfömum ámm, tekið ákvarðanir um vélarkaup og fjárfestingar, ráðið vömþróuninni og markaðssetning- unni? Konur? Nei. þær hefur einna helst verið að finna í hönnunarvinn- unni sem flestir em sammála um að sé með ágætum en hráefnið sé einfaldlega ekki nógu gott. Það er ekki nóg að fólk laðist að útliti vömnnar ef það hrekkur frá um leið og það kemur við hana. En það er ekki öll nótt úti enn. Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Sel- fossi hefur átt sér stað merkilegt nýbreytnistarf í ullariðnaði sem lofar góðu. Þar hefur Helga Thoroddsen vefj- arefnafræðingur verið í hálfu starfi á vegum Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins við að kanna gmndvöll þess að hefja hér á landi smáiðnað með ull. En að hvaða leyti em hugmyndir hennar frábmgðnar því starfi sem á sér stað hjá Álafossi? PILSAÞYTUR hitti hana að máli. ,Að mínu mati er Álafoss orðið að stórfjTirtæki sem keppir á alþjóða- markaði sem er mjög erfiður. Fyrirtæk- ið byggir að mjög litlu leyti á innlendu hráefni og framleiðslan er ekki í nein- um tengslum við íslenska menningu og íslenska þjóð. Sjálft framleiðsluferlið er mjög harkalegt og mér segir svo hugur að þess vegna verði ullin svona hörð. Ég hef því tekið þá afstöðu að láta Ála- foss ekki vera hluta af þessu dæmi mínu. Ég vil vera með gæðahráefni og tengja það landinu og menningunni eins og margar þjóðir og þjóðflokkar gera með sínu handverki. Þetta verður ekki gert nema í smáiðnaði því í hon- um hefur maðurinn mun meiri stjórn á vélunum og getur ákveðið hvað vélin vinnur hráefnið mikið. Slíkur smáiðn- aður er ekki mengandi og fellur því mjög vel að þeirri umhverfisstefnu sem nú er efst á baugi.“ Helga sagði að hún vildi í raun fara aftur á það stig þegar fólk safnaði sinni ull og þvoði hana sjálft. Eftir það tækju við kembingarverkstæði sem kembdu ullina í lopa fyrir einstaklinga og hópa sem starfræktu ullarvinnustofur. Þá væri ýmist hægt að prjóna beint úr lop- anum eða spinna hann í band. Til að gæði bandsins yrðu sem mest væri mjög nauðsynlegt að finna eitthvert millistig milli þeirra stóru spunavéla sem notaðar eru í verksmiðjunum og gamla rokksins. „Það sem fyrst og fremst þarf að gera er að búa til band úr íslenskri úrvalsull. Þegar það er komið er sigurinn unn- inn. Við getum selt bandið eins og það kemur fyrir, hönnuðir geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn og við getum unnið það á allan mögulegan máta. Við getum búið til okkar hefð- bundnu vörur s.s. vettlinga, sokka, sjöl og lopapeysur en lagt áherslu á aðrar línur en áður í hönnun og markaðs- setningu. Það er löngu tímabært að hrista upp í lopapeysuframleiðslunni.“ Þær konur sem muna eftir gömlum íslenskum heimilisiðnaði fá gjaman glampa í augun þegar þær minnast á þær ullarvörur sem pijónaðar vom úr þeli. Markmiðið var að sjölin væm svo fín að það mætti draga þau í gegnum giftingarhring. Verksmiðjuframleiðsla býður hins vegar ekki upp á skiptingu ullarinnar í tog og þel. En sér Helga ein- hverja möguleika á að breyta þessu? „Mig langar til að geta verið með lambsull, þelband, togband og blandað band. Það mætti líka blanda ullina með fiðu af kanínum og geitahári. Fyrir nokkmm ámm vom íslenskar geitur fluttar til Skotlands til kynbóta af því að talið var að íslenska geitin gæfi af sér 40% meira „móhair“ en sú skoska. Þannig gætum við verið með mjög mikla fjölbreytni í bandgerð sem öll byggir á íslensku hráefní. En það er talsverð handavinna að skilja að tog og þel og ég hef látið mér detta í hug að hafa samband við verndaða vinnustaði og fá fólk þar til að taka ofan af. Þetta er tilvalin vinna fyrir fólk með skerta starfsorku því henni fylgir engin líkam- leg áreynsla, það er hægt að sitja við hana og hún er alls ekkert leiðinlegri en önnur vinna. Þelið býður upp á mjög marga möguleika og t.d. er þel úr óþveginni ull alveg tilvalið í nærföt á ungabörn. Þá er fítan enn í ullinni, hún hrindir frá sér vatni og það á ekki að vera nein hætta á að hún valdi of- næmi.“ Þegar talað er um heimilisiðnað og smáiðnað í framleiðslu á ullarvömm sjá menn gjarnan fyrir sér konur sem sitja fyrir framan sjónvarp og prjóna lopa- peysur. Ekki er það draumurinn? „Nei. Ég hef engan áhuga á lopapeys- uævintýri þar sem konur fá engin laun fyrir vinnu sína. Við eigum ekki að fara út í smáiðnaðinn ef í ljós kemur að hugmyndirnar eru ekki raunhæfar. Konur eiga að fá mannsæmandi laun en á móti kemur að þær verða að sýna fmmkvæði og stunda þetta sem at- vinnu. Ég held að þetta sé upplögð aukabúgrein sem mætti tengja ferða- mannaþjónustu. Við eigum margar náttúmgersemar og auðlindir til að sýna ferðamönnum en það em engir staðir til sem em þekktir fyrir þjóðlegar afurðir og handverk. Það er eins og við höfum glatað íslenskri hefð í handverki í ofurtrúnni á vélvæðingu. Það fyrsta sem mönnum dettur alltaf í hug er að einhver „græja“ hljóti að geta gert það sem mannshöndin gerði áður. Og þeir sem setja peninga í hlutina vilja gjarn- an sjá árangur ekki seinna en í gær. Ég væri hins vegar ekki að berjast í þessu ef ég tryði ekki á þetta. Ég er sannfærð um að við eigum gott hráefni og fólk er almennt verklagið en við þurfum að bæta verktæknina.“ En hvernig hafa viðtökurnar verið? „Það er mjög mikill áhugi hjá konum og þær þyrstir í þetta málefni. Næstum um of. Ég vil mjög gjarnan miðla þekk- ingu minni en ég þarf líka að fá vinnu- frið til að sinna vömþróun og byggja undirstöðuna. Ég verð hins vegar að segja eins og er að mér finnst karlar mjög ófusir til að taka þátt í þessu starfi. Það er erfitt að fá þá til að setja sig inn í málið og þeir vísa alltaf á kon- urnar t.d. kvenfélögin í sveitunum. Á þessu er sá hængur að þegar mann vantar fjármagn þá þarf að sækja það til karlanna. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að draga þá inn í þetta mál.“ Það kom fram hjá Helgu að starfi hennar fyrir RALA er lokið en við tók hálft starf hjá Byggðastofnun sem felst í því að halda námskeið og sinna upp- lýsingastarfi. Eftir stendur að enn hef- ur ekkert fjármagn verið lagt í raun- vemlegt þróunarstarf sem felst í því að prófa sig áfram í vinnslu ullarinnar og vinsa úr þær aðferðir sem bestan ár- angur gefa. Það þarf líka að hanna nýj- ar kembi- og spunavélar og til þess þarf peninga sem ekki virðast innan seiling- ar. Samt em þetta smáaurar í saman- burði við þá gífurlegu fjármuni sem ráðamenn þjóðarinnar vilja fyrir alla muni kasta í nýtt álver. UU getur ömgg- lega orðið gull ef menn bera gæfu til að horfa aðeins lengra en nef þeirra nær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR þaö er eins og eitthvað liggi í loftinu eitthvaö fallegt og hlýtt sem langar að snerta mig og segja mér frá sumrinu með mistrinu sem huldi allt. eitthvað mjúkt og grænt sem lagar sig að mér og hvíslar að mér leyndarmálum um hús og dýr og ég má ekki segja neinum. fólk sem gengur um göturnar er dularfullt á svip- inn í bolum og brosir ti| Ijósa- staura og talar um viðburði. ég ætla í bað á eftir með mik- illi froðu og græna plastfrosk- inum mínum sem syndir og ég ætla að þurrka mér með bleiku handklæði. í dag er góður dagur til að gera ýmis- legt skemmtilegt eins og að skoða Ijósakrónur og sólbletti í fjöllum og borða súkkulaði- karamellur sem halda uppi þögn á meðan. á morgun er ekki sami dagur og í dag því þá er á morgun dagurinn á eftir með nýju fólki og nýjum þolum og þá liggur eitthvað nýtt í loftinu sem enginn veit og enginn skilur eitthvað hlýtt mjúkt sem vill snerta mig og koma í hvísluleik um leyndar- mál og sæhesta sem eru al- varlegir á svipinn að leita að bolum. alltaf hrædd við að koma heim og hitta sjálfa sig við að snerta spegilmynd með heitt blóð og sporð hrædd við að opna dyr og tína blóm hrædd við Ijós í gluggum og skugga sem eru myndir af fólki sem gæti verið. ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR er fædd árið 1968 og er bókmenntafræðinemi við Háskóla Islands. I félagi við Baldur A. Kristinsson gaf hún árið 1989 út Uóðabókina Með dýrðlegu borðhaldi og indælli sönglist. Ljóðin voru ætluð Rússum og birtust bví í rússneskri þýðingu Ingibjargar Haralds. Á næst- unni koma Uóð hennar og ein smá- saga út á bók sem ber nafnið Gvík (hnignun er lífsmáti). Afmæliskveðja til KVENNALISTANS VERSLUNIN 17 Kvennalistinn fær afmæliskveðjur frá VÍFILFELLI REYKJAVÍKURBORG óskar Kvennalistanum til hamingju með afmælið 21

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.