Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Side 22

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1991, Side 22
„...AUKA HAGVÖXT, BÆTA LÍFSKJÖR...“ Hagvöxtur er, þegar þjóðar- framleiðsla á mann eykst. Til þjóðar- framleiðslu telst sú fram- leiðsla og vinna sem greitt er fyrir með peningum. Þannig mæla þjóðarframleiðsla og hagvöxtur fyrst og fremst veltu peninga. Hagvöxtur hefur verið hinn algildi mælikvarði á framfarir og velmegun í heiminum og kepplkeíli allra ríkisstjórna. Á undanfömum ámm hafa þó heyrst gagnrýnisraddir, aðal- lega frá málsvömm umhverf- isverndar, kvenna og svo- nefndra þróunarlanda. Þeir benda m.a. á: MEIRI HAGVÖXTUR ER ÞEGAR. . — Móðir gefur barni pela. — Bóndi heldur ráðskonu. — Hús em brotin niður og ný byggð. — Vlð ökum hratt, klessukeymm bíla og völdum slysum. — Framleidd er léleg vara sem verður fljótt ónýt og er þá hent og nýir hluti keyptir. — Keyptur er tilbúinn matur í álbökkum og frauðplasti. — Keypt er sulta í einnota kmkkum. Óveður eins og það sem gekk yfir ísland í byrjun febrúar eykur hagvöxt, byggingarefnl rennur út og smiðir fá nóg að gera. Og stríðið við Persaflóa, það stóreykur hagvöxt í heim- inum. Umbúðir um vömr auka hagvöxt. Atvinna skapast við að hanna þær og framleiða, sala vömnnar eykst og verð hennar hækkar. Umbúðir auka mjög sorp og vinnu við sorphirðu. MINNI HAGVÖXTUR ER ÞEGAR — Móðir gefur barni brjóst. — Bóndi kvænist ráðskonunni sinni. — Menn halda húsum sínum vel við. — Við ferðumst gangandi, á reiðhjólum eða ökum varlega. — Framleidd er vönduð vara og gert við þá hluti sem bila. — Vlð eldum matinn okkar sjálf. — Við ræktum rabarbara og ber, sultum sjálf og notum sömu kmkkurnar ár eftir ár. Verðmætasköpun heímilanna eykur ekki hagvöxt. Kona sem vinnur við að gera umhverfi sitt og fjölskyldu sinnar vistlegt, annast um börn og afdraða, viðheldur menningu, tungumáli, hefðum og siðum, ræktar eigin bú og garð, sinnir framleiðslu sem er borðuð, skitin út, eða slitin út jafnóðum og hún er framleidd, hún eykur ekki hagvöxt með sinni vinnu. HEIMUR HAGFRÆÐINNAR. — Auðlindir Jarðar eru óþijótandi. — (þjóðar)framleiðsla skal sífellt aukast, þannig að alltaf sé hagvöxtur. — Veröldinni er líkt við vél sem sett er saman úr dauðum hlutum og vinnur samkvæmt forskrift. — Kvarði hagfræðinnar hefur eina vídd: peninga. — Peningaupphæð á vöxtum vex veldisvexti og verður óend- anlega stór. — Þeir sem eiga nógu mikið af peningum á vöxtum geta „látið peningana vinna fyrir sig“ og sífellt eignast meiri peninga án vinnu. Hinir ríku verða ríkari. — Ríkar þjóðir eyða peningunum í vopn sem þarf að nota og eyðileggja til að búa til ný. — Stórar, einsleitar heildir eru hagkvæmastar. VERULEIKINN — Jörðin hefur ákveðna, takmarkaða stærð. — Framleiðsla getur ekki aukist endalaust, allur vöxtur er takmarkaður t.d. af iými, efni eða orku. — Veröldin er sett saman úr lifandi, óútreiknanlegum ein- ingum, hver annarri háð gegnum hringrásir efnis og flæði orku. — Veröldin er margvíð. — Veldisvöxtur er andstæður náttúrulegum vexti og í nátt- úrunni er hann merki um sjúkleika eða dauða, krabba- mein vex t.d. skv. veldisvexti. — Aðeins fólk og hin lifandi náttúra geta skapað verðmæti með vinnu, þeir sem skulda mikið af peningum verða stöðugt að auka vinnuna til að reyna að halda í við skuld- irnar sem vaxa veldisvexti. Hinir fátæku verða fátækari. — Fátækar þjóðir ofbjóða náttúru landa sinna til að fram- leiða upp í skuldir. — Fjölbreytni er styrkur Hagstjórn heimsins stenst ekki. Hún er ógn við mannlíf Jarð- ar. Hún virðir hvorki náttúrulögmál né árþúsunda gamla menn- ingu. Peningar sópast stöðugt frá þeim sem lítið hafa til hinna sem hafa mikið. Fátæktin og ójöfnuðurinn veldur vanlíðan, streitu, óhamingju, vinnuþrælkun, ofnýtingu, mengun, örvænt- ingu, græðgi, öfund, illgirni, glæpum, STRIÐI. ÓKEYPIS ÞJÓNUSTA, LÍFSGÆÐI UTAN HAGKERFIS Sólin skín, grasið grær, fuglar syngja. Ást, heilbrigði, lífsgleði, hamingja. Regn, gróðurmold, ijölbreytt náttúra. Barnalán, lífsfylling, siðgæði, þjóðmenning. Fiskur klekst út, vex og gengur á fiskimið. Þolinmæði, vinátta, glaðlyndi,......... Nýtt gildismat tekur ekki mið af hagvexti heldur því hvort at- hafnir manna og gjörðir standast, hvort þær eru sjálfbærar, og veiti lífsnægju sál og líkama, manni, konu, barni og Jörð. SIGRÚN HELGADÓTTIR Höfundurinn er líf- og umhverfisfræðingur og skipar 7. sæti Kvennalistans í Reykjavík í komandi kosningum. Kvenfrelsisvörur til sölu á kosningaskrifstofum um allt land og einnig á skrif- stofu Kvennalistans aö Laugavegi 17. Reykjavík. Kvenfrelsisspil, kven- frelsisspeglar, kvenfrels- ispennar, kvenfrelsis- blöðrur, vinkonukrúsir og ýmis fatnaður meö kven- frelsisáletrunum og margt fleira. Styðjum kosningabar- áttu Kvennalistans með kaupum á kvenfrelsis- vörum. blöndubum ávöxtum Mjólkursamlag Sauðárkróki- Sími 95-35200 nyjung sem bætir meltinguna

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.