Kvennalistinn - 01.06.1985, Side 2

Kvennalistinn - 01.06.1985, Side 2
2 Barattu er þörf Fjögur ár eru liðin frá því að umræður hófust að nýju um sérframboð kvenna hér á landi. Ákveðið var að bjóða fram til bæjarstjórnar á Akureyri og í Reykjavík og nokkru síðar til Alþingis. Tilgangur- inn var að freista þess að auka hlut kvenna í stjórnmálum og að bæta hag þeirra. Árangurinn lét ekki á sér standa. Konum fjölgaði um 100% í sveitastjórn- um og um 200% á alþingi. Baráttumál kvenna hafa verið mjög til umræðu þenn- an tíma, enda konur um allt land farið að lengja eftir úrbótum í þeim málum sem snerta þær sérstaklega. Þessar einstöku aðgerðir kvenna hafa vakið heimsathygli og um leið hleypt nýju fjöri í íslenska kvennabaráttu. Fjölmiðlar landsins hafa þó ekki séð ástæðu til að greina frá því sem baráttukonur eru að fást við hver á sínum stað og því grípum við Kvenna- listakonur til þess ráðs að gefa út sérstakt biað svo að landsmönnum megi ljóst verða að innan sem utan þings eru konur að leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Það er hlutverk Kvennalistans að standa vörð um hagsmuni kvenna og barna og hafa þingkonur Kvennalistans flutt ótal tillögur og frumvörp á Alþingi um mál sem snerta bæði konur og börn. Þar er þó skemmst frá að segja að þrátt fyrir jafnréttislög og nýstaðfestan sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um afnám alls misréttis gegn konum, er vilji stjórnvalda til að bæta hag kvenna sáralítill ef nokkur. Það þykir of dýrt að sjá til þess að börn- um sé sinnt, of dýrt að koma á samfelld- um skóladegi, of dýrt að foreldrar geti verið hjá börnum sínum fyrstu sex mán- uðina eftir fæðingu. Það þykir einnig of dýrt (og ekki nógu fínt) að byggja leigu- húsnæði yfir námsmenn, aldraða, ör- yrkja, einstæða foreldra og aðra þá sem þurfa og vilja leigja og of dýrt að borga fólki mannsæmandi laun. Það þykir hins vegar ekki of dýrt að reisa bankahallir, ekki of dýrt að selja Alusuisse orku undir kostnaðarverði, ekki of dýrt að reisa risa- stóra flugstöð, ekki of dýrt að borga nefndalaun sem jafngilda margföldum launum kennara og fóstra. Kvennalistinin er fram kominn til þess að auka áhrif kvenna í samfélaginu, bæta stöðu þeirra og til að breyta þjóðfélaginu. ‘ Við viljum hugarfarsbyltingu sem felur í sér að mannlegar þarfir sitji í öndvegi í stað gróðahyggju, græðgi og stundar- hagsmuna. Við viljum samfélag þar sem bæði kynin eru metin að verðleikum, samfélag þar sem hin mismunandi menn- ing karla og kvenna fær að njóta sín. Við viljum að samvinna og samábyrgð sitji í fyrirrúmi og að virðing fyrir lífinu og þeirri náttúru sem við eigum að varðveita sé í hávegum höfð. Fyrir þremur árum skrifaði færeyskur blaðamaður um okkur að íslenskar kvinnur væru ,,ágosi“ og áþað ekki síður við nú en þá. Starf Kvennalistans er til vitnis um það. Þrátt fyrir litla umfjöllun fjölmiðla og útúrsnúninga þeirra sem vilja okkur feigar, vaxa angar Kvennalist- ans og blómstra um land allt. Vitund kvenna um mátt sinn og megin breiðist út samfara vissu um að breytinga sé þörf. Aðgerðir og virkni kvenna, í kvenna- baráttu og friðarmálum, verkföllum og vinnudeilum, sýna að engan bilbug er á þeim að finna. Við Kvennalistakonur erum þeirrar skoðunar að konur verði nú sem fyrr að grípa til sinna ráða, annars tekst aldrei að afnema allt misrétti. Það gerir enginn fyr- ir okkur. Þess vegna verða konur að standa saman, þess vegna þurfa þær að komast þangað sem ákvarðanir eru tekn- ar og þora að standa þar á sínum eigin forsendum. Gangan í átt að raunverulegu kvenfrelsi, jafnræði kvenna og karla, er og verður bæði löng og ströng, en þar til takmarkinu er náð, verður Kvennalistans þörf. -kást Kvennalistinn Útgefandi: Samtök um Kvcnnalista Kvennahúsinu, Vallarstræti 3 101 Rcykjavík. Ritnefnd: Guðný Guðbjörnsdóttir Gyða Gunnarsdóttir Hólmfríður Árnadóttir Helga Thorbcrg Kicki Borhammar Kristín Árnadóttir Kristín Einarsdóttir Sigrún Jónsdóttir Verkstjóri og ábm.: Magdalcna Schram Útlit: Magdalcna Schram, Kicki Borhammar Setning og umbrot: Leturval Prentun: Blaðaprcnt Litið um öxl í þinglok Kvenréttindakonur nútímans vitna iðulega til þeirra kvenna sem um aldamótin beittu sér fyrir auknum réttindum kvenna. Ránnsóknir á kvennasögu fara vaxandi, því talið er að margt megi læra af ,,gömlu konunum" og að okkur beri skylda til að halda minningu þeirra á lofti. Heimildir eru þó stundum af skornum skammti eins og verða vill þegar saga kvenna er annars vegar. Hvernig skyldu konur framtíðarinnar standa að vígi þegar þær fara að kanna hvers konar fyrirbæri Samtök um kvennalista var? Þær verða ekki í vandræðum með að finna umræður og tillögur í þingtíðindum, en ef þær ættu að byggja á dagblöðunum einum saman er ég hrædd um að myndin yrði bæði lítil og skökk. Við eigum sjálfar nokkra sök, vegna þess að við erum ekki nógu duglegar að skrifa, en þó held ég að fréttamat fjölmiðl- anna eigi þar stærri hlut að máli. Kannanir á fjölmiðlum sýna að konur og kvennabarátta eru ekki hátt skrifuð. Fjölmiðl- ar halda sig við efnahagmál fremur en félags- mál, stjórn fremur en stjórnarandstöðu, gíf- uryrði fremur en málefnalega umræðu, „vin- sæl“ mál fremur en merkileg mál, karla frem- ur en konur. Af þessu leiðir að þau mál sem Kvennalistinn hefur beitt sér fyrir hafa hlotið litla umfjöllun í fjölmiðlum, nema ef vera kynni útvarpslagafrumvarpið. Það er því nokkur ástæða til að greina frá því hér hvað þingkonur Kvennalistans hafa fengist við á þessum vetri sem nú er liðinn. Þótt bjórinn sé að dómi undirritaðrar held- ur ómerkilegt mál, olli hann miklum vanga- veltum í okkar röðum. Það er nefnilega ekk- ert einfalt mál að gera upp hug sinn hað varð- ar bjórinn. Annars vegar blasir við fáránlegt ástand úti í þjóðfélaginu þar sem vissir hópar njóta þeirra forréttinda að mega koma með bjór inn í landið, um allt land sötrar fólk bjór- ferlíkið og krár spretta upp. Hins vegar er svo vaxandi áfengisneysla sem nær til æ yngri barna; svo og aðrar afleiðingar ofdrykkju sem birtast í efnislegu og andlegu tjóni. Kostnaður þjóðfélagsins af drykkju er gífurlegur svo sem sjá má í heilbrigðiskerfinu. Því verður að meta hvort má sín meir, þrýstingur þeirra sem vilja bjór eða hugsanlegar afleiðingar hans. Kvennalistakonur tóku þá afstöðu að hver og ein gerði upp sinn hug og varð niðurstaðan sú að tvær greiddu atkvæði gegn bjórnum og ein hieð. ' Annað mikilvægt mál þessa vetrar var út- varpsmálið. Kvennalistinn lagði fram sérstakt frumvarp sem felur í sér að innan ramma Rík- isútvarpsins rúmist allar breytingar, fleiri rás- ir, staðbundnar útvarpsstöðvar og gervi- hnattasendingar svo og að mikilvægt sé að opna RÚV og bylta skipulagi þess innan dyra. Við viljum opna útvarpið og auka áhrif hlust- enda og tryggja þannig áfram útvarp allra landsmanna. Sem kunnugt er var meingallað frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt með 29 atkvæðum. Guð má vita hvaða afleiðingar fengið ,,frelsi“ kann að hafa á lýðræðislega umræðu og skoðanamyndun þegar útvarp SÍS og ísfilm taka til starfa ásamt fleirum og farið verður að slást um þær 240.000 sálir sem búa á landi hér. Húsnæðismál voru eitt af málum málanna á liðnu þingi. Launastefna ríkisstjórnarinnar og , ,vaxtafrelsið“ hafa sett allt úr skorðum og komið fjölda manns á vonarvöl. Stjórnarand- staðan tók málin í sínar hendur þegar sýnt þótti að ríkisstjórnin myndi ekkert hafast að. Tillögur voru lagðar fram en þær hlutu ekki hljómgrunn hjá þeim Steingrími og Þorsteini, enda átti að færa fjármagn frá þeim sem grætt hafa á tá og fingri undanfarin ár yfir í hús- næðiskerfið. Það má ekki. Árangurinn varð sá að nokkrar úrbætur fengust fram, en allt of litlar því miður. Kvennalistinn lagði fram tillögur um átak í byggingu leiguhúsnæðis, um breytingar á lánskjaravísitölunni þannig að hún miðist við kauptaxta, en hvorgu tillagan náði fram að ganga. Töluvert var þrýst á um málefni hús- næðisamvinnufélagsins Búseta, en sá biti situr þvert í hálsi Sjálfstæðismanna, þótt augljóst sé að nýrrar stefnu og aðferða er þörf í húsnæð- ismálum. Víkjum þá að kvennamálum. Af frumvörp- um sefn stuðla að bættum hag kvenna er fyrst að telja lengingu fæðingarorlofs í sex mánuði. Þrátt fyrir fagurgala um nauðsyn þess að mæður og feður geti verið hjá börnum sínum lengur en þrjá mánuði eftir fæðingu, þótti þessi breyting of dýr og málið sefur í nefnd. Frumvarp um átak í dagvistarmálum var rætt, en það felur í sér stóraukið framlag ríkisins til dagvistarmála. Það er líka of dýrt og sefúr vært. Lífeyrismál húsmæðra voru á dagskrá og studdi Kvennalistinn það mál dyggilega og flutti breytingatillögu um að ríkissjóður tæki að sér að greiða hlut atvinnurekandans þegar kona er heima. Annars verður hún að greiða allt sjálf og biðja elskulegan eiginmann sinn um upphæðina, því engin hefur hún launin. Sú tillagan var felld en málið komst í gegn þannig, að konur sem fara heim til að sinna börnum og búi geta nú haldið lífeyrisréttind- um sínum, eigi þær fyrir gjaldinu. í annað sinn var flutt frumvarp margra þingkvenna um endurmat á störfum láglauna- hópa, en það komst ekki í gegn. Tillaga var borin fram um " j störf húsmæðra yrðu metin til starfsreynsiu en slíkt er komið inn í kjara- samninga nokkurra stéttarfélaga. Sú tillaga sefur. Kvennalistinn flutti tillögu um kerfis- bundna leit að brjóstkrabbameini hjá konum og var hún samþykkt. Einnig var samþykkt til- laga okkar um athvarf fyrir unga fíkniefna- neytendur. Þá ber að nefna að staðfestur var sáttmáxi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum og er það plagg sem allar konur ættu að kynna sér. Þá voru gerðar breytingar á Jafnréttislögunum sem til bóta horfa, en því miður hafa þau lög reynst lítið annað en fögur orð. Friðarmálin voru að venju mikið til um- ræðu og lagði Kvennalistinn fram tillögu um frystingu kjarnorkuvopna, þ.e. að framleiðslu þeirra verði hætt þegar í stað. Tillaga um frið- arfræðslu var endurflutt en náði ekki fram að ganga. Alþingi samþykkti hins vegar tillögu allra þingflokka um afstöðu til öryggismála sem felur í sér að ekki skuli staðsett kjarn- orkuvopn á íslandi og því lýst að stefna beri að kjarnorkuvopnalausri Norður-Evrópu. Menn túlka tillöguna nokkuð misjafnlega en ótvírætt segir hún að hér skuli engin kjarn- orkuvopn vera og hlýtur það að ná jafnt til stríðstíma sem friðartíma. Af öðrum stórmálum má nefna skólamálin og launamál kennara sem settu verulegan svip á þinghaldið. Að sjálfsögðu gagnrýndu Kvennalistakonur harðlega stefnu ríkisstjórn- arinnar í launamálum opinberra starfsmanna og báru fram tillögu um endurmat á störfum kennara og löggildingu kennarastarfsins. Svo virðist sem skólamálin komist aftur á dagskrá með haustinu þegar í ljós kemur hve stór hluti kennara skilar sér til starfa og hversu margir kjósa að leita í betur launuð störf. Lengi mætti telja þau mál sem Kvennalist- inn hefur látið sér við koma, en hér skal staðar numið. Ég vil þó nefna að lokum að staða at- vinnumála og „sjóðavitleysa" ríkisstjórnar- innar veldur okkurþungum áhyggjum. Skort- ur á markvissri byggðastefnu, miðstýring fjár- magnsins og bruðlið sem viðgengst, er samfé- laginu stórhættulegt, enda bendir allt til þess að enn á ný liggi straumur fólks suður. í sumar verða Kvennalistakonur á ferð um landið og væntum við þess að þá muni upp spretta fjöldi tillagna um úrbætur í atvinnu- málum, nýsköpun og úrvinnslu þess sem fyrir er. Jafn réttur og bætt kjör allra landsmanna er það sem stefna ber að. Sjáumst. Kristín Ástgeirsdóttir.

x

Kvennalistinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.