Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 6

Kvennalistinn - 01.06.1985, Blaðsíða 6
6______________________________________________________________________________________ Meðallaun kvenna árið 1983 voru um 200 þús. kr. en karla um 308 þúsund kr. eða 54,0% hærri. Stofnfundur Kvennalistans á Vesturlandi var haldinn á Akra- nesi í september 1984, fram- haldsstofnfundur var síðan hald- inn í Borgarnesi í nóvember. Á J>essum fundum voru mættar konur víðs vegar að úr kjör- dæminu. Á Borgarnesfundinum skiptum við okkur upp í hópa, sem tóku fyrir hina ýmsu mála- flokka, sem heyra undir land- búnaðarmál. Þótti okkur það eðlilegt og sjálfsagt val á við- fangsefni, þar sem við búum í blómlegu landbúnaðarhéraði, auk þess sem þessi mál eru mjög í brennidepli þessa stundina. Verður ltka að geta þess, að meirihluti kvennalistakvenna á Vcsturlandi eru starfandi við bú- skap. í Vesturlandsanga eru starf- andi þrír hópar, einn á Akranesi, annar norðan Skarðsheiðar og sá þriðji á sunnanverðu Snæfells- nesi. Konur úr Dölunum starfa með okkur enn sem komið er í hópnum norðan Skarðsheiðar. Af starfinu er J>að að segja, að það hefur verið mikið, við höf- um haldið nokkra félagsfundi og kynningarfundi. Kynningar- fundir hafa vcrið haldnir á Akra- nesi, í Logalandi, Borgarnesi og á Snæfellsnesi. Einnig var farin rútuferð á Snæfellsnes í vor til kynningar á Kvennalistanum. Er óhætt að fullyrða, að mikið hef- ur verið starfað og mikil bjart- • sýni ríkir um framhaldið. Vegna þess hversu dreifðar við erum kviðum við því í upphafi vetrar- starfsins, að veður myndi hamla starfseminni, en það var nú eitt- hvað annað, veðurguðirnir hafa verið okkur ákaflega hliðhollir. Núna cr aöalmálið hjá okkur undirbúningur fyrir ráðstefnuna, sem við ætlum að halda að Varmalandi dagana 22.—23. júní í sumar. Við vonumst eftir góðri þátttöku ykkar, sjáumst allar með bjartsýni og baráttuhug í farangrinum. Katrín Hjálmarsdóttir, kennari og húsfreyja, Eskiholti Borgarhreppi Ráö undir hverju rifi Rætt við Sonju Elíasson, húsmóður, bónda og lista- konu vegna þess að hún lætur aldrei deigan síga. Það var kvöld eitt í byrjun maí, að við fórum saman í heimsókn að Laxárholti á Mýrum þar sem búa hjónin Sonja og Jóhann Lárusson. Sonja er fædd og uppalin í Danmörku enda var pabbi hennar dansk- ur. 12 ára flutti fjölskyldan til íslands og bjó í Borgarnesi og í Hraun- dal, Hraunhreppi. Sonja vann ýmis störf sem unglingur, m.a. í Reykjavík og þá ,,í fiski og öllu sem til féll.“ í mars árið 1954 flutti Sonja að Laxárholti, hafði þá gift sigjóhanni, sem var bóndi þar. Við byrjum viðtalið, þar sem Sonja lýsir fyrstu kynnum sínum af bóndan- um: ,,Ég hitta hann á balli í Skátaheimilinu, ég man að það var á þriðjudagskvöldi, uppi í Laxárholt var ég komin sunnudaginn eftir! Fyrstu búskaparárin voru erfið og lítið var um frítíma, við eign- uðumst 5 börn og ólum upp dóttur Jóhanns af fyrra hjónabandi, þannig að börnin voru 6 og þrjú þeirra eiga sitt lögheimili hér enn- þá.“ — Var ekki erfitt aö finna tíma á þessum árum fyrirþín marg- þcettu áhugamál? , Jú, þegar ég lít til baka sé ég eiginlega ekki hvernig mér tókst það.“ [Nú heyrist frá Jóhanni: „Manstu það ekki, það var á nótt- unni!“] En Sonja heldur áfram: ,,En þegar vélakostur heimilisins jókst, fór að gefast meiri tími frá búverkum. Ég hef mikinn áhuga á m.a. garðrækt, alls kyns föndri, teiknun og málun. Skordýrum hef ég safnað, skeljum og steinum, sem ég geymi í kössum uppi á lofti — þessa kassa kalla ég ellisjóðinn minn.“ — Svo saumaröu og selur dúkkur, hvemig byrjaði það? „Frá því ég man eftir mér, hef ég fengist við dúkkugerð, flest allar! jóla- og tækifærisgjafir hef ég búið til sjálf og nú er ég sem sagt farin að selja tuskuleikföng á almennum markaði — ég vona bara að ég selji vel. Ég sýndi leikföng í Laugardalshöllinni á „Borgarnesdögum 1985“, kannski skilar sú auglýsing sér í aukinni eftirspurn." — Hefurðu aflað þér menntunar á þessu sviði? , Ja, ég hef sótt öll þau námskeið, sem ég hef haft tækifæri til, svo hefur reynslan kennt mér heilmikið. Ég myndi vilja kalla þetta heim- ilisiðnað og aukabúgrein, sem hefur fært mér mikla ánægju og vel- þegnar aukatekjur." — Svo ertu með refabú, segðu okkur frá tildrögum þess. , Já, það kom að því að drengirnir urðu uppkomnir og þá voru á heimilinu þrír fullorðnir karimenn. Á sama tíma var búmarkið sett á lögbýli, þannig að búið framfleytti okkur ekki lengur og það þó svo að strákarnir hafi af og til fengist við vélaviðgerðir og stundum sótt vinnu annað. Ég fór þá að vinna í Borgarnesi, fyrst í sláturhúsinu og svo á saumastofunni Hetti þar til hún var lögð niður. Þá var ég orðin atvinnulaus og braut heilann um það hvernig ég gæti aflað mér við- unandi tekna hér á heimilinu. Fyrst datt mér í hug ullarkanínur og ég fór að sækja kynningarfundi um loðdýrarækt. Lagði dæmið um ullarkanínurnar niður fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki fjármagnað byggingu á kanínuhúsi. Aftur á móti sýndist mér það vera auðveldara að byggja refahús, þau þarf ekki að ein- angra. Ég sótti um leyfi til að setja upp refabú og tilkynnit það síðan heima — karlmönnunum leist ekkert á þetta í byrjun en ég hafði kynnt mér þessi mál eftir bestu getu svo ég fékk þeirra stuðning. Þeir byggðu fyrir mig húsið úr símastaurum og járnklæddu það að utan. Byggingin reyndist mjög hagkvæm vegna þess að þeir gerðu þetta. Refirnir eru mín aðalbúgrein Refabúskapurinn er mín aðalbúgrein og mér finnst fráleitt að tala um refabúskap sem aukabúgrein. Dýrin krefjast mikillar natni og ég tel að konur séu sérstaklega vel hæfar til að stunda loðdýrarækt." — Hvað byrjaðir þú með mörg dýr? „Þær voru 30 læðurnar og ég var með 15 læður í fóstri fyrir Hvann- eyrarbúið til skamms tíma. Núna er ég með 52 læður. Ég kveið mikið fyrir því að aflífa og flá dýrin og fór þess vegna til Krísuvíkur, þaðan sem dýrin eru, til að læra aðferðirnar. Dýrin eru aflifuð með sprautu og fyrir mér er það mannúðlegasta aðferðin. Síðan fór ég á námskeið á vegum Sambands íslenskra loðdýraræktenda til að læra verkun skinnanna og verkaði mínn skinn þar. Ég er ánægð með það verð sem ég- fékk fyrir þau. Eg er sú eina á þessu svæði, sem laga matinn í dýrin sjálf og það hefur gefist vel fyrir nú utan það að fæðan verður ódýrari ofan í þau.“ — Að lokum sþurðum við Sonju, hvaða ráð hún vildi gefa kon- um, sem eru að velta fyrir sér nýjum leiðum fyrir sjálfar sig. „Ég vil bara segja það, að það að fást við þetta allt gefur manni bæði ánægju og sjálfstæði og ég myndi ráðlegja konum að vanmeta ekki sjálfa sig.“ Við kvöddum Sonju og vorum sammála um, að á þessu heimili verði til skemmtilegar og frumlegar hugmyndir, sem komið er í fram- kvæmd. Rósa Viggósdóttir Snjólaug Guðmundsdóttir Batnandi tímar Ég man þær æskuóskir er unglingskrakki ég var, strákur að vera, en stelpa ei, það stoðaði ekki þar. Kvenmaður varð ég að vera því verður alls ekki breytt, ég sætti mig allvel við orðinn hlut, og ekki kvarta neitt. Sú kvennahreyfing og hugsjón sem höfðar til okkar í dag biður um jafnrétti á borði sem orði og bætir konunnar hag Og það er alveg auðséð hvað allir keppast nú við að gefa okkur byr undir báða vængi, boðar það nýjan frið? „Sambandið" loksins sá það að svona gengur ,,það“ ei og nú loks á níræðisaldri nálgast það unga mey. Og eins er í öllum flokkum upp skal með konurnar, þær brátt munu komast í baráttusætin brosandi og galvaskar. Já konur, komum nú sterkar við kjósum ei vol og lár nú, þegar loksins gæsin gefst að grípa, eftir þúsund ár. Svava Guðm. „Sambandið" loksins sá það, að svona gengur það ei. . . yrkir Svava. En svo eru mál með vexti, að Samband íslenskra samvinnufélaga ætlar sér að fjalla um stöðu kvenna í samvinnuhreyfingunni á komandi aðalfundi og finnst sumum tími til kominn hjá níræðum samtökunum! ■ ATHUGUM MÁUÐ Við viljum vekja athygli á sérstökum innlánsreikningum Alþýðubankans. Alþýðubankinn býður sérstök kjör á innlán æskufólksins, aldraða fólksins, launþega og bundnar innstæður. ■ Nánari upplýsingar fást á öllum afgreiðslustöðum. Uþydubankínn hf. Við gerum vel vió okkar fólk Laugavegi 31 sími 28700, Suðurlandsbraut 30, sími 82911 og Róðhústorgi 5, Akureyri, sími 26777

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.