Kvennalistinn - 01.06.1985, Síða 7

Kvennalistinn - 01.06.1985, Síða 7
__________________________________________________________________________________________7 — Samanlagður vinnutími kvenna utan heimilis og innan er allt að þriðjungi lengri en vinnutími karla. Hvað segja konurnar í sveitunum? Eg er sveitakona og ætla fyrst að segja almennt frá stöðu kvenna í sveitum, bæði atvinnulega og fé- lagslega. Þá ætla ég að segja frá at- vinnumöguleikum kvenna í minni sveit. Loks ætla ég að viðra eigið viðhorf til þessara mála, og ber ég að sjálfsögðu ein ábyrgð á því. Meginþorri kvenna í sveitum hefur Iífsframfæri sitt af hefð- bundnum landbúnaði. Eru þær þá oftast á framfæri eiginmanns, sem er þá skráður bóndi og eignir bús- ins og afurðir á hans nafni. Félags- búum hefur fjölgað á undanförn- um árum. Oftast eru það feðgar eða bræður, sem búa saman, og eru þá afurðir lagðar inn á reikn- ing félagsbúsins. Bændakonur hafa því sjaldnast sjálfstæðar tekj- ur, og afkoma þeirra ræðst af af- komu búsins í heild. Afkoma bænda er mjög misjöfn. Allt frá því að vera góð á gömlum og grón- um býlum, sem höfðu lokið sinni uppbyggingu fyrir verðtryggingu lána, til þess að vera botnlaust skuldafen hjá þeim, sem eru að kaupa og byggja upp á jörðum í dag. Margt fleira spilar inn í hve af- koman er misjöfn eftir búum t.d. eru karlmenn misgóðir bændur og jarðir misvel til búskapar fallnar. Hvað varðar félagslega stöðu En hvað gera konurnar? í minni sveit og í öðrum sveit- um er reyndar allstór hluti kvenna sem ekki er háður landbúnaði um tekjumöguleika. Hefðbundinn búskapur hefur dregist saman og færst á færri hendur með aukinni tækni. Æ fleiri karlmenn í sveitum fara út á almennan vinnumarkað og hafa þaðan sínar aðaltekjur, þó þeir nytji áfram jarðir sínar að ein- hverju marki. Sumir byggja iðn- aðarbýli í landi feðra sinna og leita sér vinnu í þéttbýlinu. En hvað gera konurnar, hafa þær einhverja atvinnumöguleika? Ef þær eiga lítil börn verða þær að vera heima með þau, því engin eru dagheimil- in. En það hafa fallið til þó nokk- uð af þjónustustörfum af molum nýrrar uppbyggingar í sveitum. Þar má nefna eldhússtörf og ræst- ingar í grunnskólanum. í sveitinni minni er einnig saumastofa, sem oftast hefur átt í erfiðleikum vegna verkefnaskorts frá því hún tók til starfa. Það hefur heldur ekki verið eftirsóttur vinnustaður af konum þó verkefni hafi fengist. Þær vinna þar nær allar í hluta- störfum og launin eru lág. Það gildir um næstum allar þessar konur sem vinna launa- vinnu að þær eru að drýgja tekjur „Það er umdeilanlegt, hvort vinna kvenna við búrekstur er rétt metin, en þar eru búreikningar lagðir til grundvallar á mati og það eru víst ekki konurnar sem hafa haldið þá.“ bændakvenna, þá hafa orðið þar á breytingar til batnaðar á undan- förnum árum, þó enn megi betur gera. Bændakonur á % af fæðing- arorlofi á mánuði í þrjá mánuði. Fæðingarorlof þeirra er skert vegna þess að þær eru ekki taldar vinnafullavinnu að búinu, heldur í hlutastarfi. Það er umdeilanlegt hvort vinna kvennanna við bú- rckstur er rétt metin, en þar eru búreikningar lagðir til grundvallar á mati, og það eru víst ekki kon- urnar sem hafa haldið þá. Lögum um Lífeyrissjóð bænda hefur ný- lega verið breytt og eiga nú makar bænda, eins og það er orðað, nefnilega konurnar, rétt á sjálf- stæðri aðild að sjóðnum. Áður gilti sú regla að aðeins annað hjóna átti rétt til að sjóðsaðildar, jafnvel þótt bæði teldust bændur. Bændakonur eiga rétt á afleysing- arþjónustu í veikindum eins og karlar þeirra. Þær hafa Iíka mögu- ieika á að hafa áhrif innan stétt- arfélags bænda í gegn um grunn- einingarnar, búnaðarfélögin. heimilisins með hlutastörfum. Þannig líta einmitt allt of margar konur á sína launavinnu, að þær séu bara að dunda þetta til að fá s- volítinn aukapening, en ekki til að vinna fyrir sér. Þá erum við komin að kjarna málsins. Konurnar gera sjálfar ekkert í málunum. Þær þiggja með þökkum þá vinnu er þeim býðst, en það hvarflar ekki að þeim að þær geti sjálfar með samstöðu og samvinnu skapað sér atvinnutækifæri og barist fyrir betri kjörum. ,,Lítiðþér á mig. . .“ „Lítið þér á mig, ég er stúdent en það sér enginn," segir í þeirri góðu bók Atómstöðinni. Þessi setning á einmitt við mig í dag. Það eru ekki margir í sveitinni, fyrir utan prestinn, sem hafa þá gráðu. Hefur það orðið mér að einhverju gagni í sveitinni að hafa meiri menntun en gamla fullnað- arprófið? Ekki hef ég orðið vör við það. Ég skal ekki fortaka að ef ég hefði verið karlkyns hefði það komið að notum, til dæmis í sveit- arstjórn. Til þess að komast í sveit- arstjórn í dreifbýlinu þarf við- komandi að uppfylla a.m.k. eitt af þrem skilyrðum: 1. Viðkomandi þarf að vera með- limur í Lyonsklúbb eða sam- bærilegum karlaklúbb. 2. Viðkomandi þarf að hafa öflug- an frændgarð að baki sér. 3. Viðkomandi þarf að vera karl- kyns, því konur eru svo lítið inni í málunum. Það leiðir af sjálfu sér, að þar sem er fábreytt atvinnulíf er ekki um margt að velja. Ég hef því brugðið á það ráð að framleiða nokkra kjötskrokka til að nýta út- flutningsbæturnar, jafnframt því að hugsa um börn og heimili. Þetta getur virst ansi notaleg að- staða, en ekki er víst að svo sé. Ef ég hefði engan áhuga á búskap, hvað ætti ég þá að gera? Búskapur er afar krefjandi starf og auk þess einangrandi. Hver hokrar í sínu horni. Og til að bjargast er nauð- synlegt að vera bæði þúsundþjala- smiður og kraftajötunn. Ég er viss um að jafnvel Jón Páll færi ekki svo létt með það. Það er því ekki að furða að ég hef farið að rýna í hlut- ina og efast um að allt sé nú full- komið í þessu landi. Við konur höfum fyrir löngu falið okkur for- sjá karlmannsins, sem við ætlum að elska og dá og líta upp til og þjóna og guð má vita hvað meira. En því í ósköpunum afhentum við þeim atvinnu okkar eins og fram- leiðslu og úrvinnslu mjólkur, úr- vinnslu ullar og garðyrkju? Þetta var þó okkar svið til forna. Hven- ær létum við það viðgangast að verða annars flokks vinnukraftur, óáreiðanlegur vinnukraftur — af því að við geturn orðið óléttar og farið á túr en ekki karlarnir. Hvers vegna erum við alls staðar hlaup- andi í kring um karlana, tilbúnar að uppfylla óskir þeirra, líka þá ósk að halda kjafti og vera sætar? Nýjar búgreinar Nú er mikið talað um nýjar bú- greinar í sveitum og þeir karl- menn nýja tímans eru farnir að plokka af peningatrénu til starf- semi sinnar. F.n konurnar, eru þær þarna með? Það stóð í einu blaði, sem kennir sig við bóndann, að kanínurækt væri mjög heppileg fyrir konur, sem vildu stunda bú- skap. En hvað varðar fiskeldi og loðdýrarækt, þá þarf nú meira fjármagn og kunnáttu til að þar sé konum fyllilega treystandi. Þetta stóð að vísu ekki í blaðinu en það er nú hægt að lesa milli línanna. Ég veit af eigin reynslu að konur geta stundað búskap, og hvaða búskap sem er. Öll sú tækni sem nú er fyrir hendi í sveitum á að vera til að auðvelda störfin og gera rekstur- inn hagkvæmari, en ekki til að fara í „Hver er stærsti karlinn" leik. Konur eiga aftur að annast fram- leiðslu mjólkur. Búa saman á jörð- um og skipta með sér verkum, þannig að þær geti líka sinnt börn- um sínum eins og þær vilja. Mér finnst heldur ekki rétt, að einn maður framleiði einhver lifandi býsn af mjólk eða kjöti eða eggjurn og ekkert annað. Móðir jörð er gjöful, og með kunnáttu og nægi- lega mörgum böndum geturn við framleitt margt á einni bújörð. Úr- vinnsla og fullvinnsla afurða á ekki að flytjast úr héruðunum og alls ekki öll á einn eða tvo staði á landinu, eins og nú virðist vera stefnan. Peningarnir sem fást fyrir vörurnar eiga að konia aftur til fólksins sem skóp verðmætin, en ekki að skoppa allir í Lúxusinn á þéttbýlissvæðinu á suðvestur- horni landsins. Þetta geta virst ruglaðar hugmyndir. Konur al- mennt hafi engan vilja til að breyta hlutunum. Þær séu ánægðar með allt sem karlarnir hafi getað veitt þeim, og þær telji öruggast að hlíta þeirra forsjá. En gáið að því þið konur, sem eigið dætur, að ábyrgð ykkar er mikil. Þá á ég við það að dæturnar alist ekki upp í þeirri hefðbundnu kvenímynd, sem ég og þið ólust upp í. Og sem sköpuð er af karlmanninum gegn- um langa þróun. ímynd hjálp- leysis og vangetu í orði og verki. Við verðum að beita okkur sjálfar hörðu og ala okkur upp á ný, eins og við hefðum viljað vera aldar upp, með trú á mátt okkar og meg- in, dætra okkar vegna. Bergljót Hallgrímsdóttir Haga I Aðaldal S. þing. Sími: 96 43526 „Til þess að komast í sveitarstjórn í dreifbýlinu þarf við- komandi að uppfylla a.m.k. eitt skilyrði af þremur: 1) að vera meðlimur í Lyonsklúbbi eða sambærilegum karlaklúbb 2) að hafa öflugan frændgarð að baki sér 3) að vera karlkyns“ SIUNDARÞÚ VAKE4RÆKT? Með KJÖRBÓKINNI leggur þúrækt við flárhag þinn LANDSBANKINN Grœddur er geymdur eyrír

x

Kvennalistinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.