Kvennalistinn - 01.06.1985, Síða 9

Kvennalistinn - 01.06.1985, Síða 9
en konur og 100 % hærri greiðslur fyrir aðrar mánaðarlegar greiðslur, konurnar fá engar slflcar greiðslur. Ábyrgð óskast! — Þarikar um stöðu uppeldismála Núverandi ríkisstjórn hefur gefið til kynna að hún hafi tvö megin- markmið í menntamálum, að efla tengsl heimilis og skóla og að efla tengsl skóla og atvinnulífs. Það var því eitt af fyrstu embættisverkum Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra að skipa tvo vinnu- hópa um ofannefnd málefni. Öðrum þeirra var falið að athuga hvern- ig samræma mætti betur vinnutíma foreldra og skólabarna og sérstök áhersla lögð á samfelldan skóladag og skynsamlegt fyrirkomulag nestismála“. Ég var ekki ein um það að telja þetta góð tíðindi. Ætla yfirvöld loksins að horfast í augu við þá undarlegu staðreynd, að á sama tíma og tvær fyrirvinnur þarf til að afla nauðþurfta fyrir meirihluta heim- ila á landinu (sbr. hugtakið heimilistekjur) hefur þátttaka hins opin- bera í uppeldi barna lítið breyst frá þeim tímum að heimili gátu kom- ist af á launum einnar fyrirvinnu? Hámarkslengd fæðingarorlofs er 3 mánuðir. í desember 1983 var rúm fyrir 8,9% barna á aldrinum 3- mán. til 5 ára á dagheimilum en 34,6% á leikskólum. Dagheimili eru langt frá því að fullnægja eftirspurn forgangshópa, hvað þá annarra. Leikskólarými 3—4 klst á dag er ófullnægjandi uppeldisaðstoð fyrir stóran hóp fólks, við núverandi aðstæður. Yngstu skólabörnin eru daglega 2—4 klst. í skólanum, níu mánuði ársins í þéttbýli en skemur í dreifbýli. Utan þess tíma eru börn úti- vinnandi foreldra hér og þar, og ómæld er sú orka, sem mæður eyða í áhyggjur vegna þess að uppeldisaðstoðin er ekki fyrsta flokks. Skólatíminn er oft ekki samfelldur og það heyrir til undantekninga að boðið sé upp á nestisaðstöðu eða skólamáltíðir eða að börnin geti átt athvarf í skólanum þann hluta dagsins sem þau eru ekki í kennslu- stundum. Á skóladagheimilum landsins er rúm fyrir 1,5% barna á aldrinum 6—11 ára. Hver ber ábyrgð á þessu ástandi? Hvert stefnir þetta eiginlega? Lítil merki um skilning Ég vil taka djúpt í árina og segja að uppeldisskipan þjóðfélagsins sé komin í hnút. Forsendur hennar standast ekki lengur. Foreldrar bera lagalega ábyrgð á uppeldi barna sinna, en þeim er ekki gert kleift að standa undir þeirri ábyrgð. Launastefnan, húsnæðisstefnan eða stjórnarstefnan yfirleitt, gerir ráð fyrir að tvær fyrirvinnur séu á hverju heimili, og helst yfirvinnu líka til að endar nái saman. Hið op- inbera hefur viðurkennt amk. í orði að vandi sé til staðar hjá einstæðum foreldrum, en lítil merki hafa sést um skilning á ástandinu yfirleitt. Líklega vill enginn að hið opinbera taki ábyrgðina á uppeldi barna af foreldrum, og breyti þar með grundvallarskipan uppeldismála. En ber stjórnvöldum ekki að aðstoða foreldra, með vernd barna í huga, þegar svona stendur á? Þarf ekki að stórauka þátttöku hins opinbera í uppeldi og menntun barna? Vissulega gerir uppeldisskipan þjóðfé- lagsins ráð fyrir að eitthvað geti farið úrskeiðis, sbr. lög um vernd barna og ungmenna (1966). Við athugun þeirra kemur í ljós að ef for- eldrarnir, sakir ýmissa annmarka, standa sig ekki, ber því opinbera að grípa inn í. Foreldrarnir verða sem sagt að sýna einhverja ann- marka til að öryggisventill kerfisins virki. Er hægt að kalla það ann- marka á foreldrum að þeir sýna sjálfsbjargarviðleitni, strita myrkr- anna á milli til að börnin hafi í sig og á? Varla, en kannski væri ráðlegt að skilgreina meirihluta foreldra sem ,,vinnusjúka“ til að geta bent stjórnvöldum á að þau hafi lagalega skyldu til að taka í taumana. Verður það þrautarlending foreldra eða eru stjórnvöld nú að sýna, með skipan ofannefnds vinnuhóps, að siðferðileg skylda þeirra næg- ir til athafna? Skipan vinnuhópsins vakti vonir um að skilningur væri til staðar og úrbætur væru í vændum. Eftir amk. 26 fundi, viðræður við 14 nafngreinda embættismenn og 4 skiðanakannanir (meðal foreldra, skólastjóra, nemenda í 7.—9. bekk, og stjórnenda í foreldra- og kennarafélögum) kom út áfangaskýrsla frá menntamálaráðuneytinu í október 1984, sem var til umræðu í sjónvarpsþætti í maí 1985. í þeim þætti kom fram að viðfangsefni hópsins þótti tímabært og merkilegt en ekki kom nægilega skýrt fram í hverju tillögur áfanga- skýrslunnar eru raunverulega fólgnar varðandi samræmingu vinnu- tíma foreldra og skólabarna. í fljótu bragði virðast þrjár leiðir vera mögulegar: 1) Að gera foreldrum kleift að stytta vinnutíma sinn; 2) að lengja skólatíma yngstu skólabarnanna, þ.e. einsetna skóla; 3) eða að gera átak í byggingu skóladagheimila/tómstundaheimila, þar sem skólabörnin geta átt athvarf á meðan enginn er heima vegna vinnu. Allar þessar lausnir eru dýrar og því var spennandi að sjá í ljósi for- gangsverkefna ríkisstjórnarinnar hvað yrði lagt til. Lítum þá á til- lögur vinnuhópsins, sem hér eru birtar í heild sinni, þó að tillaga 1 skipti mestu máli fyrir efni þessarar greinar: 1. Stefnt verði að samfelldri viðveru nemenda í grunnskól- um með því að: 1.1 bæta skipulag og stundaskrárgerð 1.2 taka tillit til samfelldni við hönnun skólahúsnæðis og í framkvæmdum við skólabyggingar 1.3 efla skólasöfn og vinnuaðstöðu nemenda utan fastra kennslustunda 1.4 gefa kost á nestispökkum eða máltíðum á skólatíma 1.5 skipuleggja skólastarf á sveigjanlegan hátt 2. Tengls heimila og skóla verði efld með því að: 2.1 auka og bæta upplýsingastreymi milli heimila og skóla 2.2 efla starfsemi foreldra- og kennarafélaga 2.3 auka bein kynni og þátttöku foreldra í skólastarfi 2.4 auka áhrif foreldra í stjórn skóla. Tillögumar lítils virði Flestar eru þessar tillögur góðra gjalda verðar, en þó þær kæmust allar í framkvæmd á stundinni, verður ekki séð að mikið hafi verið gert til að samræma betur vinnutíma foreldra og skólabarna. Vissu- lega er það til bóta ef börnin þurfa aðeins að mæta í skólann einu sinni á dag og að þau geti matast í skólanum, en ekkert er tekið á því hvar yngstu börnin eiga að vera á meðan foreldrarnir eru að vinna. Ekki kemur fram hvort það á að verða viðfangsefni skólayfirvalda (lengri skóladagur) eða félagsmálayfirvalda (skóladagheimili/tóm- stundaheimili). Hvernig má það vera að vinnuhópurinn gerir engar tillögur í þeim efnum? Máttu tillögurnar ekki kosta neitt að ráði, eða var það mat hópsins að ekki væri ástæða til að taka á þessu máli? Lík- legt má telja að raunverulega ástæðan sé sú fyrrnefnda en í áfanga- skýrslunni er látið að því liggja að ástæðan sé sú síðarnefnda. Rök- stuðningurinn er eitthvað á þessa leið: Að samræma vinnutíma for- eldra og skólabarna þýðir að koma á samfelldum skóladegi. Skilja má það hugtak á mismunandi vegu, m.a. sem samfellda viðveru eða sem samræmdan skóladag, þ.e. að samræmi sé á milli vinnutíma foreldra og skólatíma barna. Gerðar eru skoðanakannanir meðal skólastjóra og lítils úrtaks foreldra í Reykjavík og á Reykjanesi. Meirihluti skóla- stjóra (55%) segjist skilja samfelldan skóladag þannig að það þýði samfelld viðvera. Flestir þeirra telja lausn sem byggir á þeim skilningi æskilegasta fyrir nemendur og kennara (46% og 57%) en að sam- ræmdur skóladagur væri æskilegastur fyrir foreldra (51 %). Meirihluti þeirra foreldra sem svara telur samfellda viðveru vera æskilegustu skilgreininguna, en 29% þeirra telja samræmdan skóladag henta sér og sínum börnum best enda mæðurnar nær allar útivinnandi. Af þessu er síðan dregin eftirfarandi ályktun, sem virðist vera forsenda tillögu 1: „Greinilega kemur fram í könnunum og í umræðu um þessi mál að fólk telur æskilegasta fyrirkomulagið vera samfellda viðveru. . .“ (bls. 12). ' Gefið er til kynna að foreldrakönnunin styðji þessa ályktun, þó að heimtur hafi aðeins verið 43% í Reykjavík og 37% á Reykjanesi sem gerir niðurstöður vart marktækar og þrátt fyrir það, að varað sé við því í inngangi að líta á kannanirnar sem ,,vísindalega“ rannsókn. Engin lausn í sjónmáli Nei, sú aukna samneysla sem hér er þörf, ef raunverulega á að taka á uppeldisvandamálum landsmanna, er alls ekki á stefnuskrá hjá nú- verandi stjórnvöldum. Það, að fjölskyldan er ekki megnug að vera sá hornsteinn sem henni er ætlað samkvæmt núverandi skipan uppeld- ismála, er stjórnvöldum greinilega áhyggjuefni, en lausnir eru engar í sjónmáli. Það var því skiljanlegt að vinnuhópurinn margnefndi var skipaður og að tillögur áfangaskýrslunnar eru eins og þær eru, en sýndarmennska að reyna að réttlæta þær með vísindalegum könnun- um og koma veifandi með þær í sjónvarpssal sem tímamótaplagg. Það verður spennandi að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda í þessum efnum á næstunni. Verður margnefnd áfangaskýrsla „sölt- uð“ á meðan öðrum eins tíma verður varið í að gera kannanir á ástandinu í þéttbýli? Verður frumvarp Kvennalistans um átak í upp- byggingu dagvistarheimila haft til hliðsjónar við fjárlagagerð á kom- andi árum, eða var því vísað til ríkisstjórnarinnar í „söltun“? Kvennalistinn setur þessi mál á oddinn. Farsæl lausn þeirra er um leið ein mikilvæg forsenda kvenfrelsis, og í samræmi við þann for- gang, sem umönnun lífs hefur í reynsluheimi kvenna og á stefnuskrá Kvennalistans. Nú reynir á baráttugleði kvenna, því reynslan sýnir að karlveldið hefur ekki skilning á mikilvægi þessara mála né vilja til að taka á þeim. Vanmat þess á uppeldis- og kennslustörfum er svo gífur- legt að það virðist í lagi að fóstrur og kennarar á öllum skólastigum fáist ekki til starfa vegna lágra launa og að foreldrar geti ekki sinnt uppeldisskyldum sínum vegna brauðstrits. Nú er mál að linni. Guðný Guðbjörnsdóttir. Ljósm. Þórlaug Bjarnadóttir. ,,Vanmat á uppeldis- og kennslustörfum er svo gífurlegt að pað virðist t lagi að fóstrur og kennarar á öllum skólastigum fáist ekki til starfa vegna lágra launa og að foreldrar geti ekki sinnt uppeldisskyldum sínum vegna brauðstrits. “

x

Kvennalistinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.