Kvennalistinn - 01.06.1985, Side 12

Kvennalistinn - 01.06.1985, Side 12
n______________________________________________________________________________________ — Árið 1983 voru karlar við skrifstofustörf með 30,0% hærra dagvinnukaup en konur. Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna hafði samband hingað austur í maí 1984, fyrir- hugað var að halda fund hér. Komu nokkrar konur saman til að undirbúa hann. Af fundinum varð þó ekki, einkum vegna þess að stór hluti þeirra kvenna sem lægstu launin hafa, voru við vinnu í fiskvinnslunni á sama tíma. Um svipað leyti var talað við tvær konur vegna fyrirhugaðrar ferðar KVENNALISTANS um landið, sem nefnd hefur verið kvennarútan. Ekki var að sökum að spyrja áhuginn kviknaði. Stór hluti þeirra kvenna sem höfðu verið að undirbúa launamála- fundinn, héldu áfram til þess að undirbúa komu kvennarútunnar. hann 7. júní rann kvennarútann í hlað og vakti mikla athygli, um kvöldið var haldinn fjölmennur fundur. Kom fram mikill áhugi fyrir því sem Kvennalistakonur eru að gera. Stuttu seinna komum við saman, og ræddum ýmsar hugmyndir um hugsanlegt starf. Lítið gerðist þó fyrr en á haustdögum, en þá hittust konur á ný, hressar og kátar eftir sólrfkt sumar. Þann 11. nóvember var hinn formlegi stofnfundur haldinn. Voru þær Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir og Guðný Guð- mundsdóttir gestir okkar. Kynntu þær okkur stefnuskrána og gáfu holl og góð ráð. Um það bil 40 konur eru nú skráðar félagar og hafa flestar starfað með frá byrjun. Fram til áramóta komum við saman á laugardagseftirmiðdög- um til skrafs og ráðagerða. En á fundi 10. des. fór stðan allt í gang. Myndaðir voru hópar til að ræða stefnuskrána, reglugerð Kvennalistans og starfið fram- undan. Á miðjum þorra var hist á ný og skiluðu hóparnir niðurstöð- um. Samþykktar voru starfs- reglur fyrir angann og ákveðið að gefa honum nafnið „SKASS" (Samtök kvenna í Austur-Skafta- fellssýslu). Myndaðir voru starfs- hópar, tvær konur tóku að sér að halda félagsmálanámskeið og leshringir fóru af stað. Nánar er fjallað um starfið hér á síðunni. Svava Kr. Guðmundsdóttir Silfurbraut 10, Sími 97-8583 Vinnusími 8373 HVERNIG LÍST ÞÉR Á KVENNALISTANN HÉR? Óskar Helgason Stöðvarstjóri Pósts og síma „Mér finnst það jákvætt sem þið hafið verið að gera. Umræð- an er gagnleg og ég vænti góðs af þessu í framtíðinni“. Konur hafa á síðustu árum sameinast í kvennahreyfingum af ýmsu tagi og hafa þessar hreyfingar verið þeim mikill styrk- ur og hvatning til að láta til sín taka í þjóðfélaginu. Þó er það engu að stður staðreynd að mikill fjöldi kvenna á vinnumark- aðinum starfar við einskonar framlengingu á heimilisstörfum s.s. við skúringar, hjúkrun, matvælaiðnað o.fl. Grein þessi er lausleg úttekt á atvinnuþátttöku kvenna á Höfn. H verj ir græða á fátækt inni ? í framleiðslustörfum er um fáa valkosti að ræða. Tvö fiskvinnslu- fyrirtæki eru á staðnum. Við þau starf að jafnaði u.þ.b. 150 konur. Flestar starfa við snyrtingu og pökkun ferskfisk, skreiðar- og salt- fisksverkun. Kjötiðnaður er rekinn í smáum stfl og við hann starfa einungis tvær konur. Loks eru ótaldar tvær tímabundnar atvinnu- greinar, slátrun sauðfjár og sfldarsöltun. Við þessa framleiðslu er þátttaka kvenna áberandi mikil og til gamans má geta þess að við sauðfjárslátrun eru bændakonur mjög fjölmennar. í þjónustugreinunum er Kaupfélag Austur-Skaftfellinga stærsti at- vinnurekandinn bæði hvað varðar verslun og skrifstofuhald. Á skrif- stofu KASK eru karlmenn í nær öllum lykilstöðum, en í versluninni skiptast deildarstjórastöður jafnt á milli kynja 6 konur og 6 karl- menn. Við afgreiðslustörf hér, sem annarsstaðar, eru nær eingöngu konur. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram að stjórn KASK og varastjórn eru allt karlmenn. Önnur verslun á staðnum er að mestu í höndum eigenda og aðstandenda þeirra, þó hafa nokkrar konur at- vinnu þar. Hvað aðra þjónustu varðar en hins opinbera, er Hótel Höfn sennilega stærsti atvinnurekandinn. Önnur þjónusta er meira á sviði hinna hefðbundnu karlastarfa s.s. þjónusta við útgerð og bif- reiðaeigendur. Þó starfa konur þar sem ræsti- og kaffitæknar. Vindum okkur að opinberri þjónustu. Þar vega skólarnir trúlega þyngst. Atvinnutækifæri kennara standa báðum kynjum jafnt til boða. Hér á Höfn er það sveiflubundið hvort kynið er í meirihluta frá ári til árs, en skólastjórar og yfirkennari hafa verið, og eru karl- menn. Við leikskólann vinna eingöngu konur. Á Elli- og hjúkrunarheimil- inu er einungis ráðsmaðurinn karlmaður. Á heilsugæslustöðinni er gamla góða verkaskiptingin í fullu gildi, læknar og forstöðumaður eru karlmenn, restin er konur. í Landsbankanum er sannkallað kvennalið með karlkyns banka- stjóra í broddi fylkingar og sama regla gildir hjá Pósti og síma. Við sýsluembættið starfa þrír lögreglumenn, sýslumaður og lög- lærður fulltrúi, sem allt eru karlmenn, en aðalbókari er kona ásamt almennu skrifstofufólki. Til gamans má geta þess að af 6 hreppstjór- um sýslunnar hefur sýslunefnd skipað 2 konur, en sjálf er nefndin karlkyns. í hreppsnefnd eiga sæti 6 karlmenn og 1 kona, aðrir titlar hreppsins, sveitarstjóri, skrifstofustjóri o.fl. hafa verið hengdir á karlmenn. Fjölmennasta þjónustugreinin er þó ótalin, ólaunuð og lítils met- in, en það er húsmóðurstarfið sem allar konur sinna með og án ann- arar vinnu. í frjálsum félagasamtökum virðist ríkja nokkurt jafnrétti, ef undan eru skilin, kvenfélagið og Lion. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allt er skipulagt eftir hugsunarhætti og miðað við þarfir karla. Þeir vilja halda í frelsi sitt til athafna og stjórnunar. Karlmennirnir fara sjálfkrafa að vinna fyrir heimilunum, þeir vinna ómælda yfirvinnu og geta klifrað upp launastigann og sest í ábyrgðarstöður. Þeir hafa tíma og þrek til þess, vegna þess að kon- urnar eru heima og gæta hagsmuna þeirra þar. Þátttaka kvenna á vinnumarkaðinum virðist vera nokkuð sveiflu- kennd. Konum virðist fjölga þar þegar eftirspurn eftir vinnuafli eykst einnig þegar fjárhagsstaða heimilanna versnar. Þegar samdráttur er í atvinnulífi eru konur það vinnuafl, sem fyrst er sent heim. Viljum: við konur vera varavinnuafl sem senda má heim eða sækja allt eftir því hvernig staða þjóðfélagsins er hverju sinni? Brynjólfur Bjarnason sagði einhversstaðar eitthvað á þá leið að það væri löngu búið að útrýma fátæktinni ef það væri ekki svona margir sem græddu á henni. Það skyldi þó aldrei vera að staða kvenna á hinum íslenska vinnumarkaði í dag eigi eitthvað skylt við þessi orð Brynjólfs. Ragnhildur Jónsdóttir Silfurbraut 10 s-873 2 Þá syrti í álinn! Á fundi hjá SKASS í febrúar var ákveðið að halda félagsmála- námskeið í umsjón Helgu Gunn- arsdóttur og Kolbrúnar Baldurs- dóttur ef næg þátttaka næðist. Sú varð raunin og var þátttakend- um skipt niður í fjóra áttamanna hópa. Hvert námskeið stendur yfir í fjögur kvöld. Við undirritaðar ákváðum að fara á námskeið og lentum við í fyrsta hópnum. Mánudags- kvöldið 15. aprfl mættum við galvaskar niður í barnaskóla, hvergi smeykar. Þegar allar voru mættar hófst mikil þolraun. Hver og ein átti að standa upp og segja til nafns, aldurs og atvinu. Það leit nú ekki illa út í fyrstu, svona rétt á meðan hinar voru að kynna sig, en þegar röðin kom að okkur fór að syrta á álinn, hnén tóku að skjálfa og röddin að titra. Ekki tók betra við þegar tala átti undirbúningslaust um ýmis efni s.s. brjóstamjólk, frjálsa álagningu, KASK og kvennalist- ann. Meðan hinar voru að reyna að tala kom ýmislegt upp í hug- ann, sem hægt hefði verið að segja. En þegar við stóðum með umræðuefnið skrifað niður á blað fyrir framan okkur fór enn ver en áður, því í viðbót við skjálfta og titring upphófst nú mikið þurrkaskeið í heila. Urðu þar af leiðandi ekki mikil ræðu- höld. Með það fórum við heim sýnu rislægri en í upphafi. Nú hófst mikil samningalota víðs vegar um þorpið og stöðug- ar æfingar í upplestri, því í næsta tíma áttum við að flytja tæki- færisræðu og lesa upp úr bók. Yfir ræðum kvöldsins opnað- ist okkur glæsileg framtíðarsýn og var ekki laust við að heims- borgarbragur kæmist á Höfn. Við upplesturinn bar ekki eins mikið á fyrrnefndum kvillum og áður og fórum við allhressar heim. f þriðja tíma var farið í fund- arsköp og haldnir voru ýmis konar fundir. Síðasta kvöldið fóru fram kappræður um bjór og fegurðarsamkeppnir. Urðu þar fjörugar umræður og áttu fund- arstjórar fullt í fangi með að hafa hemil á fundarkonum, svo vilj- ugar voru þær, að koma í pontu. Að okkar mati var árangur af námskeiðinu mjög góður en mikið vill meira og er það von okkar að hægt verði að halda framhaldsnámskeið í haust. Ellen Þórarinsdóttir Húsmóðir og verslunarmaður. „Hann hefur talsvert til síns máls, en ég styð hann ekki“. Guðbjartur Össurarson fulltrúi hjá KASK. „Mér þykir mjög gott að konur sýni áhuga á því sem er að gerast en mér líst bölvanlega á að þær marki sér sérstakan bás. Þær eiga að berjast við hlið okkar karla, því vandamálin eru sameigin- leg“. Björk Valdimarsdóttir verslunarstjóri. „Ég vil ekki þurfa að búa til lista fyrir konur, ef mig langar til fer ég inn á mínum eigin for- sendum hvar sem er í flokki. Mér finnst hinsvegar jákvætt það sem þið eruð að gera“. Sigríður Helgadóttir húsmóðir og starfsm. í brauðgerð. „Ég tel hann gera mjög gott ef hann fær konur til að starfa. Mér þykir hinsvegar hart til þess að vita ef framboð kvennal. verður til að fella annan manninn okkar í Alþýðubandalaginu." (Hér í kjördæminu.)

x

Kvennalistinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.