Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Side 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Side 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 3 tekur að sér ýms málefni víðvíkjandi vandræðabörnum og heimilum þeirra. Hegningarhús og dómstóla. Vinnuhæli og heimili. Heimsóknir í skóla fyrir vand- ræðabörn, fyrir vansköpuð, blind, mál- laus og lieyrnarlaus börn. Heilsuhæli, geðveikrabæli og nokkra almenna barnaskóla þar, sem við vorum við læknisskoðanir á börnum. Einnig fórum við í eftirlitsvitjanir á heimili með heilsuverndarlijúkrunar- konum. Ennfremur heimsóttum við ýms sjúkrahús, þar á meðal Det Norske Ra- diumshospital o. fl., o. fl. Alt þetta var mjög fróðlegt að sjá og lieyra. Nemendur voru 47 als. Fyrsta daginn var skólasetningin kl. 20, þar mætti skólanefndin o. fl., sem boðnir voru. Formaður Norsk sykepleierske forbund, systir Bertba Helgestad, setti samkom- una. Forstöðukona skólans, svstir Berg- ljót Larsson, bauð nemendurna vel- konina og skýrði frá 'starfsemi skólans frá fyrri árum í aðaldráttum. Síðan var sameiginleg tedrykkja. Næsti dagur bvrjaði kl. 8. Gengum við þá í bæinn og gerðum atbuganir, við eitt og annað. Kl. 10 áttum við að skila stilum um það, sem við sáum, beyrðum og höfðum smekk fyrir að lýsa. Nokkrar fóru út kl. fi um morgun- inn, til þess að fá breinasta morgunloft- ið i lungun og „rómantík“ vfir stílinn. Sumar gengu bæinn þveran og endilang- an, aðrar fóru þar sem leið lá beinast, að Iieiman til skólans, sem er hús bjúkr- unarkvennafélagsins N.S.F. í Uiniversi- tetsgatan 12, III. hæð. Þá skiluðum við stílunum og fengum „kritik“ fyrir, þar sem ein hafði tekið of litið með, aðrar og mikið, að öllum var nokkuð. Fyrsta mánuðinn var engin aðgreining í hinum verklegu námsgreinum deild- anna. Það var föst regla allan timann, að bver nemandi fékk liltekið verkefni að skrifa um, frá livierjum slað, sem heimsóttur var. Alstaðar fengum við bezlu viðtökur, þar sem við komurn. Það voru engir smámunir, að fá um 50 kvenmeim, sem létu sér ekki nægja að sjá það, sem fvr- ir augun bar, heldur spurðum við um alt milli himins og jarðar. Það var kapp- ið, að fá sem mestar upplsýingar um það, sem við áttum að skrifa um. Oftast voru það einn eða tveir á hverj- um stað, sem sýndu okkur slaðhættina og gáfu okkur upplýsingar. Við vorum allar sannnála um, að það þyrfti meira en meðal þolinmæði, til að svara öllir þeim spurningum, sem komu líka oft frá mörgum í einu. Eg verð að geta þess, að við settum stórt „plús“ við þá staði, þar sem kaffi- tárið varð veitt, og það var víða. Svo eg tali nú ekki um viðtökurnar, sem við fengum í Frílunds ölgerðinni; þar var stór veisla, þó ekki væri kaffið, For- stöðukona skólans sagði, að það væri venjan, að á hverju árj hefði „stenm- ingin" verið betri í þrjá daga, eftir að skólinn befði heimsótt ölgerðina, en sum- ar vildu meina, að i þetta skifti stæði verkunin lengur. Dagurinn var byrjaður sem regla kl. 8 á morgnana, og stundum kl. 7.30, með heimsóknum á einum eða öðrum stað, og höfðum við tíma eða fyrirlestra seinni part dagsins, til kl. 19.30, eða til kl. 20. A hverjum laugardegi fengum við skrá fyrir næstu viku, bæði jdir fyrirlestra, sem átti að halda í skólanum, og þá staði, sem við áttum við heimsækja. Allir mánudagar voru ákveðnir eingöngu fyr- ir það bóklega, t. d. fyrirlestra lækna eða formanna ýmsra fræðistofnana. Einnig skiluðu nemendurnir verkefnum sínum þá, frá fyrri viku, bæði munnlegu og skriflegu. Voru þá jafnan fjörugar umræður á eftir. t Osló var mikill áhugi

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.