Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Síða 6
4
IIJ ÚKRU NAR K V E N NABLAÐIÐ
meðal lijúkrunarkvenna fyrir átta síunda
vinnudegi í sjúkrahúsum, enda var þc'j-
ar bvrjaður átta stunda vinnudagur á
Ullevál-Svkehus.
Meðal annara verkefna, fengum við
útreikning um fólkstal og skiftingu dags-
ins á sjúkrahúsum, þar sem átta stunda
vinnudagur átti að vera, og urðu marg-
ar ólíkar útkomur þar um.
Þó var i lok skólans haldin nokkurs-
konar skólasýning á dagbókum og teikn-
ingum (blokksystem) nemendanna. Þar
var dómnefnd, sem gaf nokkurskonar
úrskurð um þessar vinnuhækur. Annars
var þessi sýning aðalega fvrir hjúkrun-
arkonur og lækna.
I lok skólans var haldið skemtikvöld
fyrir alla kennarana, skólanefndina og
nemendnrna. Hver nemandi mátti hjóða
einum gesti með sér. Þar var samankom-
ið um 200 manns. Þetla hátíðarkvöld var
haldið í liúsi hjúkrunarkvennafél. N.S.F.
Til skemtunar var upplestur, smá-leik-
rit og söngur. Nokkrar úr skólanum ortu
heilimikið af gamankvæðum, um kenn-
arana, sem voru sungin af nemendun-
um í kór. Allir skemtu sér liið hesta.
Þetta kvöld var prófskirteinunum og
litlu nálinni (lampanum) útbýtt til nem-
endanna.
Síðasta kvöldið vorum við allar hoðn-
ar til forstöðukonunnar, systir B. Lars-
son, í kvöldmat og margskonar góðgæti.
Endaði svo þessi síðasti dagur nám-
skeiðsins með þægilegri tilliugsun um að
jólin væru að nálgast, einkum fyrir þær,
sem ætluðu að njóta þeirra heimá hjá
sér.
Skildum við svo i þetta sinn, þar sem
allar ætluðu að mætast næst uppi á ís-
landi á hjúkrunarkvennamótinu 1939.
Mér fanst það athyglisvert, hve góð
eining ríkti allan tímann, með öllum,
sem á námskeiðinu voru, þrátt fyrir
stöðu- og aldursmun. Þar voru saman
komnar hjúkrunarkonur úr öllum átt-
F réttir.
Gefin iiafa verið saman í hjónahand
Soffia Pétursdóttir, hjúkrunarkona, og
Jónatan Líndal, lireppstjóri á Holtastöð-
um i Langadal.
Trúlofun sína hafa opinherað Guðríð-
ur Þorsteinsdóttir, lijúkrunarkona og
Barði Brjmjólfsson, málarameistari, Ak-
nreyri.
Gefin hafa verið saman i hjónaband
Ástríður Sigurmundardóttir, lijúkrunar-
kona og Haukur Jörundsson, kennari á
Hvanneyri.
Neðantaldar danskar og norskar hjúkr-
unarkonur, liafa fengið stöður við spít-
ala hér yfir sumarið: Edith Nielsen og
Aase Hansen Ercli á Vífilsstöðuin, Else
Clausen og Agnethe Haug á Nýja Ivleppi.
um Noregs. Eg var einasti útlendingur-
inn á þessu námskeiði og get eg ekki
sagt, að eg liafi fundið það, því að slík-
um velvilja mætti eg þar af öllum, all-
an tímann. Að endingu vil eg þakka
stjórn F.Í.H. fyrir þá hjálp, er mér var
lótin í té, til að geta tekið þátt í þessu
námskeiði. Einnig þakka eg samvinnu
norrænna lijúkrunarkvenna fyrir styrk-
veitingu þá, sem eg fékk, er nam kr.
500, norskum. Eg vil eggja ísl. hjúkr-
unarkonur á að taka þátt í slikum nám-
skeiðum sem þessu, og þá sérstaklega
heilsuvernd, sem er nauðsynlegt fyrir
allar hjúkrunarkonur að liafa þekkingu
á, enda þótt þær liugsi sér að vinna á
sjúkraliúsum.
Akureyri, 4. júlí 1938.
Hafold Teitsdóttir.