Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 11

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 11
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 9 phrenicoexairesis var fyrst ráðlögð við lungnaberklum fyrir ca. 25 árum. Um og eftir 1930 náði hún mikilli útbreiðslu bæði sem sjálfstæð aðgerð og sem tilhjálp við loftbrjóst eða aðrar kollapsaðgerðirð ef illa féll saman neðsti hluti lungans. Þind- arlömun er þannig gerð, að hreyfitaug þindarinnar, nervus plirenicus, er leituð uppi á hálsinum og þar slitið úr henni stvkki. Þindin lamast og ýtist upp vegna kviðarholsþrýstingsins og öndunarhreyf- ing minkar afar mikið, einkum neðan til í lunganu. Það sem dregur úr árangrinum af aðgerðinni er einkum það, að þindin stigur sjaldan svo hátt, að holan í lung- anu þrýstist saman. Þá er og mikill ókost- ur, að þindin,sem er aðal-öndunarvöðvinn, eyðilegst og þar með er mikill hluti af öndunarstarfi lungans eyðilagt. Sjúkling- unum verður því tiltölulega þyngra eftir jjessa aðgerð en eftir aðrar kollapsaðgerð- ir, enda getur verið lifshættulegt að gera þindarlömun beggja megin. Aðgerð þessi er því nú sjaldan notuð, nema við kavernu neðan til í hægra lunga. Vinstra megin þolist hún ver vegna legubrevtinga, sem hún orsakar á hjarta og maga. A seinustu árum er alloft gerð bráðabirgða lömun á þind. Hún er gerð með því, að kremja taugina í stað þess að slíta liana. Ef svo er gert, tekur taugin sig affur og lömunin stendur að jafnaði ekki meira en 2—6 mánuði. Sjaldan er það nægur tími til var- anlegs bata, en endurtaka má aðgerðina, ef ástæða er til. Varanleg lömun og bráða- hirgðalömun liefir verið gerð á yfir 100 sjúklingum hér á landi. Árangur virðist nokkur í ca. % tilfellanna. VI. Næst eftir pneumothorax er rifja- skurður eða thoraciplastik þýðingarmesta aðgerðin við lungnaherkla. Hún er i því fólgin, að fleiri eða færri rif eru tekin í hurtu að svo miklu leyti sem þau nást, fellur þá thoraxveggurinn saman og þar með lungað undir. í fyrstu voru aðeins teknir partar úr rifjum jdir skemdinni. Það reyndist gagnslítið. Þjóðverjarnir Brauer og Saugerbruch breyttu aðgerðinni og tólcu 10 efstu rifin í einni eða tveimm* lotum og álitu að minna dygði ekki. Að- gerð þessi bar alloft góðan árangur, en var áhættusöm. Operationtenatalitet var um 10%. Urðu því margir fráliverfir að- gerðinni. Nú er mikið gert að þvi að laka færri rif, venjulega 5—7 efstu rifin og er þá miðað við, að skemdin sé ofantil í lunganu, en svo er oftasl. Ef j)örf krefur, er síðar hægt að taka meira. Með þessu er aðgerðin hættuminni og hlífir heil- hrigðu pörtunum eins og unt er, og er því Iiægt að gera hana, þó að loftbrjóst eða önnur kollapsaðgerð sé gerð samlimis hínu megin. Hér á landi liefir Thoracopla- stik verið gerð á ea. 70 sjúklingum og hef- ir hér sem annars staðar árangur af henni farið batnandi og ótti sjúklinga við hana minkandi. Það er ekki ólíldegt, að með heilsuhæl- ismeðferð og skvnsamlegri notkun þeirra kollapsaðgerða, sem eg nú hefi nefnt, megi takast að gera fullan helming smit- andi sjúklinga smitfría og að nokkru leyjtí vinnufæra. Samt er þó alt að helmingur smitandi sjúklinga, þar sem ekkert af jjessu kemur að haldi og svo virðist, að skurðaðgerðir verði ekki teljandi umbætt- ar úr þessu. Hins vegar hefir það mikið að segja, að sjúklingar finnist snemma í veik- inni og fvrr en nú er. Er það sem kunn- ugl er hlutverk hjálparstöðvanna að finna sjúklingana nógu snemma. En hvað inikið sem kann að ávinnast í þessu efni, þá er og verður verulegur hluti herklasjúklinga ólæknandi með þeim aðferðum, sem nú þekkjast. Það er þvi ekki furða, þó leitað sé inn á nýjar brautir. Ljósbaða- og Rönt- genlækningar, sem hafa gefist vel við út- vortis herkla, eru varasamar við flestar tegundir lungnaberlda, og gera oft ekki annað en æsa upp veikina. Niðurlag.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.