Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Side 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Side 7
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 5 Hjúkrunarpróf fór fram í Landsspít- alanum í lok a'prílmánaðar. Luku þess- ir lijúkrunarnemar prófi: Asta Jakub- sen, Astríður Sigurmundardóttir, Guð- ríður Þorsteinsdóltir, Guðrún Árnadótt- ir, Guðrún Helgadóttir, Hulda Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Sveinsson, Jenny Jónsdóttir, Ivlara Svanlaugsdóttir, Ósk Sigurðardóttir, Sigríður Hjartardóttir og Sigríður Kristjánsdóttir. Ungu lijúkrun- arkonurnar fóru, að afloknu prófi, í ferð til sumarbúss hjúkrunarkvenna, og veitti Landspítalinn þar góðgerðir af hinni mestu rausn. Þessar bjúkrunarkonur bafa verið ráðnar til að lejrsa af í sumarfríum: Á Landspítalann: Magdalena Guðjónsdótt- ir, Guðríður Þorsteinsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Sigriður Hjartardóttir. Á Elliheimilið: Jenny Jónsdóttir og Ragn- hildur Guðmundsdóttir. Að Hressingar- hælinu í Kópavogi: Ólafía Jónsdóttir. Á Hvítabandið: Guðrún Árnadóttir. Að klinikkinni Sólbeimar: Margrét Einars- dóttir. Til Vífilsstaða: Ósk Sigurðardótt- ir. Að Hressingarbælinu á Reykjum: Þuriður Þorvaldsdóttir. Til Isafjarðar: Ásla .Tacubsen og til Siglufjarðar: Klara Svanlaugsdóttir. Yfirbjúkrunarkona Hvítabandsins, El- ísabet Guðjobnsen, befir fengið ársleyfi frá starfi bér, og er bún nýfarin til Dan- me rkur í þvi skyni, að taka þátt í fram- haldsnámskeiði fyrir bjúkrunarkonur við báskólann í Árósum. í hennar stað befir Sigríður Erlendsdóttir verið ráðin yfirhjúkrunarkona við Hvítabandið. Að Nýa Kleppi befir Þuriður Jónsdótt- ir verið ráðin næturlijúkrunarkona i sumar. Guðrún Rrandsdóttir hefir verið ráðin heimilisráðunautur við Rarnaverndar- nefnd Rejrkjavíkur. Að Ellibeimilinu á Isafirði befir Ok- tavia Gísladóttir verið ráðin forstöðu- kona. Til ágóða fyrir sumarliúsið var hald- inn bazar i byrjun maímánaðar. Bazar- inn var haldinn í biðstofu Ungbarna- verndar Líknar og kom inn ca. kr. 950.00. Fé þessu hefir verið varið til þess að girða lóðina kringum bústaðinn og til raflýsingar á búsinu. Er þar nú mjög vistlegt og þægilegt að búa, enda er ætl- ast til að lijúkrunarkonur og hjúkrunar- nemar, sem þess óska, geti búið þar tíma af sumarleyfum sínum. Aðeins er nauð- synlegt, sökum mikillar aðsóknar, að panta pláss fyrirfram, ef lijúkrunarkon- urnar óska eftir að búa í húsinu, Þeg- ar um lieimsóknir þangað er að ræða, þarf ekki að panta pláss. I búsnefnd eru nú frú Salóme Pálmadóttir, sími 1448, ungfrú Magdalena Guðjónsdóttir, sími 3265, og ungfrú Rósa Sigfússon, sími 3831. Ungum mönnum, sem koma í sumar- búsið í heimsókn, finst beillandi að dvelja þar. Um það bera vott eftirfar- andi tvær vísur, ortar af tveim bagyrð- ingum, sem voru i lieimsókn þar sitt i hvort sinn: Hér er vlur alt í kring, yndi að hvíla, borða og drekka, bún er mesta þjóðarþing, þessi blessuð kvennabrekka. Ásýiul þessa undralands engir skuggar flekka, ekkert heillar anda manns eins og kvennabrekka.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.