Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Síða 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Síða 8
6 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ Lækningatilraunir við lungnaberkla. Eftir Helga Ingvarsson lækni. Árið 1859 reisti þýski læknirinn Breli- mer fyrsta lieilsuhælið fyrir sjúklinga með lungnaberkla. Hann og samverkamaður hans, dr. Dettweiler, grundvölluðu heilsu- hælismeðferðina, sem enn í dag er und- irstaðan í meðferð lungnaberkla. Heilsu- hælismeðferðin er sem kunnugt er í að- alatriðum fólgin í því, að láta sjúkling- ana njóta útilofts, kjarngóðrar fæðu og hvíldar. Þetta þrent getur nægt til að lækna sjúklinga með lungnaberkla, eink- um ef veikin er á byrjunarstigi og er góðkynja. Sé liins vegar veikin komin á hærra stig og einkum ef myndast hafa holur eða göt (kavernur) í lungunum, þá er árangurinn af hælismeðferð einni sam- an vafasamur. Holur eða kavernur mynd- ast vegna ígerða eða dreps í berklahnút- um í lungum. Ekki eru nema 1—2 ára- tugir síðan ýmsir berkallæknar héldu því fram, að berklaliolur í lungum gætu aldrei gróið án sérstakra aðgerða. Stafaði þetta af þvi, að áður en Röntgenskoðun á lungum varð almenn, þá gátu læknar tæplega greint holur í lungum, nema þær væru orðnar stórar og gamlar. Nú eru hinjs vegar allir iberklalaaknar sammála um, að ekki sé sérlega fátitt, að kavernur grói án aðgerða, einkum ef þær eru litlar og frískar. Hvað oft slíkt eigi sér stað prósentvís er ekki unt að segja, af þvi að tiltölulega fá lilfelli af frískum liolum eru meðhöndluð með liælisvist einni sam- an. Óhætt er þó að fullyrða, að tiðast séu berklaholur, sem látnar eru eiga sig, und- irrót að algerðu heilsutjóni fyrir, sjúkling- inn og geri hann auk þess hættulegan fyr- ir umhverfi sitt. Er þetta skiljanlegt, þeg- ar þess er gætt, að í holuveggjunum er nærri hreinrækaður berklasýldagróður og er því sekret eða hráki frá kavernum ætíð smitmengaður. Hinsvegar finst sjaldan smit í uppgangi þeirra sjúklinga, sem hafa aðeins þrota i lungum en ekki finn- anlega holumyndun. Er af þessu Ijóst, að berklaholur eru mjög hættulegar, þær gróa treglega, þeim fvlgir smit í upp- gangi, sem gerir sjúklinginn ekki aðeins hættulegan umhverfinu, heldur er einnig hætta á, að með smitmenguðum hráka frá berklaholum breiðist veikin út til heilbrigðra liluta lungnanna, til barkakýl- is, garna og annara líffæra. Að berkla- holuú hafa svo litla tilhneiginu lil að gróa stafar meðfram af því, að sárafletirnir innan á holuveggjunum mætast ekki og vantar því skilyrði fyrir að sárið geti gró- ið. Það eykur einnig á inneitrun (intoxi- kation) og spillir bata lijá 'sjúklingum með berklaholu, að oft tæmist holan illa. Situr þá í lienni hráki mengaður sýklum og sýklaeitri, ekki aðeins frá berklasýkl- um, heldur og ýmsum öðrum aðskota- sýklum, sem liafa borist með andrúms- loftinu niður í holuna. Til þess að ráða bót á þessu tvennu, gapandi sárfleti og stagn- ation í liolunni, eru gerðar margvislegar skurðaðgerðir. Aðgerðir þessar ganga i þá átt, að þrýsta saman lunganu eða hin- um skemda liluta þess, svo að holurnar falli saman að meira eða minna leyti. Að- gerðir, sam fara í þessa átt, eru einu nafni nefndar kollapsaðgerðir. Auk þess, að kollapsaðgerðir þrýsta skemdinni, þá draga þær úr önd u na rhrevfingu lungans; við það skapast ró um sjúku partana, en fullkomin hvíld verkar mjög heppilega á berkla. Berklasýklar þurfa mjög mikið súrefni, til að þrífast vel. Við kollapsað- gerðir minkar blóðsókn til þeirra parta, sem þrýst er saman, súrefnisaðstreymi verður því minna og dregur það úr lifs-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.