Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Side 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1938, Side 9
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 7 þrótti sýklanna. Er því margt, sem hjálp- ast að þvi, að gera kollapsaðgerðir gagn- legar. Aðrar aðgerðir, sem stefnl hafa að því að nema burtu sjúka parta lungans eða opna berklaígerðir, hafa hins vegar gefist illa; herklar setjast í skurðsárin og þau gróa ekki. Ivollapsaðgerðir hófust fvr- ir síðustu aldamót, en mestri úthreiðslu liafa þær náð síðasta áratuginn og skal eg nú með fáum orðum nefna þær helstu þeirra. I. Lofthrjóst, pneumothorax, er þekt- asta og algengasta kollapsaðgerðin. Hún var fyrst gerð af ítalanum Forlanini, fyrir seinustu aldamót. Verulega úthreiðslu fékk hún þó ekki fyrr en Þjóðverjinn Brauer og Daninn Saugman breyttu á- höldunum, sem hún var gerð með í það liorf, er nú tíðkast. Aðgerðin er fólgin í því, að lofti er dælt inní brjóstholið. Loftið smáeyðist, resorberast, og þarf því að bæta við það við og við svo lengi sem loft- brjóstið á að þaldast. Aðgerðin er einföld og hættulítil og hepnist hún gerbreytist lieilsa sjúklingsins venjulega mjög fljótt. Holan fellur saman, uppgangur og smit liverfa, einkum fer svo ef skemdin er frísk, enda er þá minst hætta á samvöxtum milli vtri og innri hrjósthimnu. En séu þeir samvextir orðnir miklir, eins og oft her við eftir hjósthimnubólgu, er ýmist ekki hægt að gera loftbrjóst eða að loftið kemst aðeins í nokkurn hluta brjóstliimnu- sekksins og þrýstir því aðeins nokkrum hluta lungans, er lofthrjóslið þá kallað partielt. Ef loftið við pneumothorax parti- alis þrýstir sjúka hluta lungans getur það komið að fullu gagni þrátt fyrir samvext- ina. Oftast eru þó samvextir mestir í kringum skemdina og þrýstist þá aðeins heilbrigði hluti lungans. Þess vegna er oft lítið gagn af pneumothorax partialis. All- oft lognar á minni háttar samvöxum þeg- ar húið er að blása lofi á sjúklinginn í lengri tíma og geta þá samvextirnir orðið strenglaga. Svíinn Jacobeus fann upp á- liald til að brenna þessháttar strengi svo lungað falli betur saman. Sú aðgerð er þannig gerð, að tveimur troicarts er stung- ið inn milli rifja. í gegnum aðra troicart- pípuna er svo stungið einskonar sjón auka, thoracoskopi, sem er bygt eins og cysto- skop, en í gegnum hina pípuna er stungið Iirennara með glóðarþræði á endanum í thoracoskopinu sér maður samvextina og getur beint brennaranum að þeim. Helsta óhapp sem kemur fyrir við pneumothorax, er hrjósthiinnuhólga með vatni, exudati. Alment er talið, að exudat mvndist hjá öðrum hverjum sjúkling, sem fær loft, en oftast gefur það lítil eða engin óþægindi og kernur þá ekki að sök. Stundum verður ]iað hinsvegar svo mikið, að það hindrar áframhaldandi blástur. Þótt búið sé að þrýsta skemd saman, er hún lengi að gróa. Þess vegna þarf að halda pneumothorax við í 2—3 ár eða jafnvel lengur. Sé hon- um hætt eða liann látinn ganga út, eins og það er kallað, of snemma, má húast við, að holan rifni upp að nýju, recidiveri, Loftbrjóst er venjulega gert öðru megin og við einliliða skemd. ítalinn Ascoli ráð- lagði fyrátur lað gera Ioftbrjóst beggja vegna, ef skemd væri í báðum lungum. Á síðari árum er það orðið algengt. Eðlilega koma oftar fyrir óliöpp eða fýlgikvillar, ef loft er beggja vegna, en oft gefst það vel og furðulegt finst manni, að sjá hvað stundum er hægt að fella saman mikinn hluta beggja lungna án þess að sjúkling- arnir verði till'innanlega andstuttir, eink- um ef um ungt fólk og hraust fyrir lijarta er að ræða. Þjóðverjinn Zinn hefir rann- sakað árangur af loftbrjósti. Hann telur að um 70% af loftbrjóstsjúklingum fái bráðabirgðar bata, en um 50% varan- legan. II. Fransmaðurinn Bernout dældi fyrst- ur olíu í brjóstholið í stað lofts. Er sú að- gerð nefnd oleothorax. Er aðgerðin þann- ig gerð, að fyrst er dælt litlu inn af olí- unni, því að sjúklingarnir fá gjarnan hita

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.