Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 3
Útgefandi: F. í. H. Form. F.f.H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir. Ritstjóri: Jakobína Magnúsdóttir. Adr.: Ásvallagötu 79, Reykjavík. Auglýsingastjórn: Guðmundína Guttormsdóttir, Sími 1960. Sigríður Bachmann. Gjaldk.: Frk. Bjarney Samúelsdóttir, Afgreiðsluk.: Elín Ágústsd., Magdal. Guðjónsd. Adr.: Pósthússtræti 17, Reykjavík. FRÆÐSLUFYRIRLESTRAR F. í. H. I. MÆÐRAVERND. Erindi, flutt 12, apríl 1940 af PÉTRI J. JAKOBSSYNI lækni. Nauðsyn á því að leiðbeina konum og fylgjast með þeim að miklu leyti allan með- göngutímann, og þá einkum seinustu mán. og vikurnar, er komin fram vegna þess að liún liefir gegnum dýrkeypta réynslu sýnt sig að vera mjög þýðingarmikil, bæði fyrir móður og barn. Þótt ótrúlegt megi vii'ðast þá hefir þessi vernd ekki náð skipulagðri framkvæmd fyr en á seinustu áratugum. Verður hér leitast við að skýra svolítið livað það er sem áhótavant er í þessum efn- um og með livaða aðferðum reynt er að ráða hót á því. Það sem kallað er mæðravernd, á ensku „ante-natal care“ liefir fyrst komið til skipulagðrar framkvæmdar i Norður-Ame- ríkii og síðar um öll Iönd hinnar svo- kölluðu siðmenningar, en mjög mikið vantar enn á, að þyi sé komið í við- unanlegt Iiorf. Aðallega er það i sam- bandi við fæðingarstofnanir, cn einnig er það meira og minna í höndum al- mennra lækna. í Danmörku er það fyrst á þessu ári, að heilhrigðisstjórnin hefir skift landinu niður í umdæmi, sem hverju um sig er stjórnað af sérfræð- ingi í fæðingarhjálp, sem hefir nokkrar hjúkrunarkonur sér lil aðstoðar. Mér er ekki kunnugt um, að svo sé í fleiri löndum, þótt vel megi vera. En alment er Danmörk talin vera meðal fremstu þjóða í heilhrigðismálum og fyrirkomu- lagi þeirra. Fyrir 7 árum siðan voru í 15 ríkjum Bandaríkja N.-Ameríku 7380 dánartilfelli vegna harnsfara. 2948 eða 40% af til- felhmum stöfuðu af sýklasjúkdómum og 1900, eða 26% af fæðingarkrömpum eða þessháttar eitrunum (toxæmia). 3. í röðinni voru blæðingar fyrir og eftir fæðingu, og voru það þó ekki nema 6.7% af öllum þeim konum, sem dóu af barnsförum. Þótt það sé of mikið, kemur þó greinilega fram hve tiltölu- lega miklu meiri liætta stafar af sýkl- um og fæðingarkrömpum, og virðisl það i fljótu bragði ótrúlegl, þegar jiess er gætt, bve miklum ótta slær á alla, þeg- ar um blæðingar við barnsburð er að ræða. Hið furðulegasta við þessar töl- ur er þó það, að af þessum 1900, sem dóu úr fæðingarkrömpum eða þesshátt- ar eitrunum, koniu 35% af konunum fyrst undir læknishendi meðvitundar-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.