Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Síða 4
2
hjúkrunarkVennabLaí)i£)
lausar eða í þanii Veginn að verða það.
Talið er nú, að tíunda hver kona, sem
fær faeðingarkranipa, deyi, en fyrir
tveim áratuguin var lalið, að niilli 20
og 30 af hverjum hundrað dæju. Hol-
lenski læknirinn de Snoo gaf út yfirlil
frá fæðingarstofnun sinni 1937, og hafði
liann á 10 árum aðcins mist tvær kon-
ur vegna barnshurðar og enga vegna
fæðingarkranipa. 21 kona fengu þó fæð-
ingarkrampa, og álítur hann, að það liafi
í nær öllum tilfellunum átt rót sína að
rekja til trassaskapar sjúklingsins. Eftir
því að dæma, mætti komast ótrúlega
langt með góðri mæðravernd.
Talið er, að sjúkleg einkenni komi
fram hjá fimtu liverri konu, sem van-
fær er; einkenni, sem þurfa aðgerða i
tæka tíð, eða að minsta kosti læknis
eftirlits. Markmið hinnar skipulögðu
læknisskoðunar er að finna þessar kon-
ur og leiðbeina þeim síðan á þessu
tímabili, sem getur verið svo örlaga-
þrungið.
Þessir sjúkdómar byrja yfirleitt að
gera vart við sig seinni hluta meðgöngu-
tímans, eða seinasta þriðjung tímans, en
nokkur eru þau einkenni, sem fyrst er
hægt að finna seinustu 4—6 vikurnar.
Jafnan er svo talið, að fæðingin hefj-
ist þegar samdrættir byrja í leginu. Það
væri þó sönnu nær, að telja að fyrsta
slig fæðingarinnar byrjaði seinustu vik-
urnar, þegar neðri liluti legsins byrjar
sinn undirbúning með smá-samdráttum,
sem konan vorður ekki vör, og liinn
leiðandi hluti barnsins hyrjar svo smám-
saman að laga sig eftir ])eiin gangi, sem
hann á að fara um og kemur sér i hag-
kvæmastar skorður í grindaropinu. Sam-
tímis byrjar þessi óljósi ótti og efi í
hug konunnar, sem gæti haft skaðleg á-
hrif á gang fæðingarinnar, ef það ekki
væri bælt niður. Og eru því á þessu
tímabili, seinustu 4—6 vikurnar, gerðar
ýmsar afgerandi ákvarðanir og gefnar
ráðleggingar, sem ráða miklu um afdrií'
hinnar endanlegu fæðingar. Ekkert er
hægt að segja fyrir með fullkominni
vissu, en þegar alt er vel athugað, má
gefa konunni því nær fullvissu um, að
alt fari vel. Þessi efi og ótti, sem fylgir
mest seinustu vikunum, hlandast ýms-
um likamlegum óþægindum við að öll
innri líffæri færast meira og minna úr
skorðum, eða að minsta kosti verða fyr-
ir nokkrum átroðningi, vegna þess, hve
legið margfaldast svo ótrúlega að stærð.
Það, sem mest um varðar, er líf og
lieilsa móðurinnar, og ef því er að skifta
verður að fórna barninu, en mæðra-
verndin nær líka til barnsins. Nú á dög-
um er mikið rætt og ritað um það, að
fæðinguni fer fækkandi, og i sunuun
löndum horfir þegar til vandræða i þeim
efnum. Þess vegna eru harnslífin metin
miklu meir nú en áður fvr. Þá fæddust
alt að 8—12 börn í hverju hjónabandi,
en nú er mjög miklu algengara að ekki
séu fleiri en 2—3 börn í hverju hjóna-
bandi, og svo er einnig hér á landi. Þá
er og líka mikils um verl, að alt sé gert,
sem í okkár valdi stendur, lil þess að
börriin verði sem hraustust, hæði and-
lega og likamlega. Þegar barn fæðist,
hefir það um þrjá ársfjórðunga verið
undirorpið áhrifum umhverfis. Mann-
fræðingum ber saman um það, að auk
ætternisins, sem er ákveðið um leið og
harnið er getið, þá hafi það til að bera
lagni, og getur það því lagað sig eftir
áhrifum þeim, er það verður fyrir í
móðurlífi, hvort heldur eru til góðs eða
ills. Þess vegna getur oss lienl sú skyssa,
að halda að kynstofninn sé að úrkvnj-
ast, þegar næringarskortur eða óholl á-
hrif í móðurlífi eiga í raun og veru sök
á örkvisum þeim, er fæðast. Þótt mann-
kynbætur gætu efalaust nokkru áorkað,
þá skortir enn þekkingu til þess að
hrin'da þeim í framkvæmd, og sá mjói
vísir, sem til þessa er kominn i fram-