Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Qupperneq 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Qupperneq 9
HJÚKHUNARKVENNABLAOIÐ 7 FRÆÐSLUFÝRIRLESTRAR F. í. H. II. Heilbrigðiseftirlit i barnaskólum. Erindi flutt af Ólafi Helgasyni lækni, 22. apríl 1940. Iieilbrigðiseflirlit í skóluni. má tcljasl eilt af þeirri fyrstu viðleitni, sein nú er að vinna sér sívaxandi fótfestu, nefnilega almenn heilsuvernd. Menn álitu sem sé, að leggja beri meiri áherslu á profylaxis eu tberapie, betra sé heilt en vel gróið. í beinu áframbaldi af bessu var ekki nema eðlilegt að byrjað væri á heilsuvernd bál'na, enda var málinu það langt komið, ])<) að skólaeftirlit liafi verið framkvæmt uin, nokkurn tíma áður, að 6. sept. 191(5 gefur heilbrigðisstjórnin út fyrirmæli til héraðslækna um eftirlit með barna- og unglingaskólum, og eru helstu ákvæðin þessi: „Héraðslæknar skulu liafa árlegt eftirlit með skólunum. Skólaherbergi skulu vera vel umgengin, svo að lieilsu uemenda stafi eigi liætta af þeim. Kenn- arar skulu vera lausir við berklaveiki og næma sjúkdóma. Börn með næma sjúk- dóma má ekki taka í skóla.“ Og enn er hert á ákvæðunum með setningu berkla- löggjafarinnar frá 27. júní 1921, þar sem krafist er að kennarar, nemendur og starfsfólk sanni með vottorði læknis að það sé ekki baldið smitandi berklaveiki áður en því er veittur aðangur að skólun- um. Enn hefir eftirlitið verið skerpt á ýmsan bátt siðar, eins og eg mun seinna koma að. Svo sem kunnugt er, er skóla- eftirlitið allstaðar i böndum héraðslækna, að því er eg frekast veit, nema í Reykja- vík, þar sem það er í höndum sérstakra skólalækna. Fram til ársins 1919 bafði héraðslæknir einnig skólaeftirlitið bér, eins og annars staðar, sem hluta af em- bættisskyldum sinum, en þá er orðið ó- gerlegt fyrir hann að rækja það, vegna anna við embættið, fólksfjölda í bænum og nemendafjökla í skólunum. Er þá ráð- iun sérstakur skólalæknir og skólaeftir- litið þannig fráskilið héraðslæknisem- bættinu, nema hvað þangað ber að senda heilbrigðisskýrslur skólans. Síðar, þegar herklalöggjöfin befir verið setl og allii nemendur, kennarar og starfsfólk er skyldað til að sýna „berklavottorð“, ann- ast héraðslæknirinn að mestu leyti uni þessar vottorðagjafir, og svo er þelta enn. Haustið 1922 voru tannlækningaáhöld sett upp í læknisstofu skólans og tann- læknir ráðinn til að vinna 1 klukkustund á dag ,og veita börnum nauðsynlegustu bjálp, svo sem bjálpa við tannpínu og annast nauðsynlegustu fyllingar fvrir efnalítil börn. Sex árum siðar er svo tann- læknir ráðinn til að vinna allan daginn, meðan kenslutiminn stendur yfir og vinna systematiskt að viðgerðum og fyllingum o. s. frv. 1. janúar 1922 er ráðin hjúkrun- arkona að skólanum. Léttir ]iað að mikl- um mun starf skólalæknisins, eins og eg mun siðar koma að, auk Jiess, sem það gerir alt eftirlitið öruggara og effectivara. Haustið 1931 tekur Auslurbæjarbarna- skólinn til starfa að fullu, og er þó skóla- læknisstarfinu skift, þannig að sinn lækn- irin.ii starfar i hvorum skóla og er þá jafnframt ráðin hjúkrunarkona í viðbót, til að starfa þar. Er því þá þannig bagað bér í Reykjavik, að 1 læknir og 1 hjúkr- unarkona starfa við bvorn skóla, og vinna þau þá jafnframt við 2 skóla i úthverfum bæjarins, þannig að Skildingarnesskóli fvlgir Miðbæjarskólanum, en Laugarnes- skóli Austurbæjarskólanum. Það er sannarlega mjög mikilsvert, að bjúkrunarkonur kynni sér þessi mál. Að

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.