Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 7
HJÚKRUNARIvVENNABLAÐIÐ
5
úr e'ða bæta vift' kjölefnilm, fituefnum
og mjölmat, en láta fjörefnin og söllin,
lialdast óbreytt, og heldur að auka við
þau. Hæfilega samsett fæða fvrir van-
færa konu er álitin vera V> liler af ný-
mjólk á dag og segja sumir alt að 1
Iiter. Besl er að neyta hennar eins og
hún kemur fyrir. Grænmeti allskonar í
tvö mál á dag, 1 til 2 egg, kjöl aðeins
einu sinni á dag, og þykir gott að Iiafa
kálfslifur t. d. einu sinni í viku. Fisk
tvisvar á viku eða oftar, og mun svo
og vera hjá okkur. Þá er nauðsynlegt
að borða eitthvað af nýjum ávöxtum
daglega, en það getuni við ekki her á
landi. Það má þó fá þau fjörefni, sen<
þar er um að ræða, á annan hátt, og þá
einkum með þorskalýsinu, sem allar
vanfærar konur ættu að taka daglega,
og gulrætur eru líka ágætur vitamin-
gjafi, og er furðulegt hve mikið vant-
ar á að við séúm sjálfbjarga í þeim efn-
um, því þær má hæglega rækta hér á
landi. Ýmislegt annað má gefa matar-
kyns, en þó innan þeirra takmarka, sem
ástand konunnar leyfir. Hvað seinna
meir kann að vinnast á með því að gefa
sérstakt fæði og vitamin, er erfitt að
segja, en álitið er að liægt sé að auka
viðnám konunnar gegn smitun graftrar-
sýkla, með þvi að gefa mikið af A-vita-
mini á meðgöngutímanum og þannig
varnað slíkum sjúkdómum í sængurleg-
unni. Einnig er það álitið, að börn
mæðra, sem hafi fengið ófullnægjandi
fæðu hvað vitaminum viðkemur, sé meiri
hætta við því að fá beinkröm, slæmar
tennur og að þau hafi minna viðnám
gaghvart berklum og öðrum smitandi
sjúkdómum.
Mæðraverndin á lika að fylgjast með
líkamlegu hreinlæti, sem er svo þýðing-
armikið á þessum tíma, því óhreinlætið
her með sér barnsfararsóttina, sem enn
sést af og til um allan heim, og þótt nú
sé liðin nær ein öld síðan Semmehveis
hóf baráttuna gegn henni og kendi hvernig
varasl mætti hana, þá erum viðsattaðsegja
ekki ennþá komin mikið lengra en hann
komst. Það er holt að fara ofl i kerböð
eða steypuböð, en ekki þó að liafa þau
alveg köld né heldur ol' heit. Seinasla
mánuðinn á helst einungis að fara i
steypuböð. Brjóstvörturnar á að þvo dag-
lega úr sápu og vatni seinustu þrjá mán-
uðina, og er gott að smyrja þær á eftir
með glvcerin-spritti. Klæðnaðurinn á að
vera þægilegur og hæfilega hlýr eftir árs-
tiðumi Gott er að hafa lífstykki, eink-
um scinustu mánuðina; það verður að
vera sérstaklega til þess búið þannig, að
það styðji undir kviðinn, og má aldrei
vera svo þröngt, að það valdi óþægind-
um. Sjálfsagt er fyrir vanfærar konur
að vera úti, þó ekki megi heldur gera
of mikið af því, og þær mega heldur
ekki ofþreyta sig á göngum. Eins geta
þær vel hjólað, ef þær annars eru van-
ar því, en þær verða að gæta þess, að
detta ekki. íþróttir er ekki ráðlegt að
stunda, nema fyrir þær konur, sem eru
vanar léttum íþróttum, og er þcim óhætt
að stunda ]iær áfram í hófi fyrstu mán-
uðina, ef þær annars eru hraustar.
Venjulegum heimilisstörfum geta þær
vel gegnt, en þegar líður að seinustu
tveim til þrem mánuðunum, þurfa þær
að geta hvilt sig vel.
Það hefir verið leitast við að skýra í
stuttu máli, hvers virði mæðraverndin
er, og hvers vænta megi, af henni lil
þess að forðast hættulega sjúkdóma á
meðgöngutímanum. í flestum tilfellum
er einungis með gaumgæfilegum athug-
unum hægt að stennna stigu fyrir fæð-
ingarkrömpum og þess háttar eitrunum.
Sú bjartsýni, að hægt sé með öllu að
útrýma fæðingarkrömpum, er ekki grip--
in úr lausu lofti, og því takmarki verð-
ur ekki einungis náð með framförum í
meðferð hins sjúklega ástands, lieldur og
með því að gæta betur venjulegrar