Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Qupperneq 11

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.08.1940, Qupperneq 11
HJÚKRUNARKVKNNABLAÐIÐ 9 þar sc'm ein skúffa rúmar hverja deild í skólanum. Uegar naiiðsvnlegasla undirhúningi er lokið og öll tæki og áliöld eru fvrir iiendi, svo og eyðublöð, á skoðun að gela hafist, Áður en barn kemur til skoðunar i fyrsta sinn á skólagöngunni, er senl heim með ])ví spjald daginn áður, þar sem til- kynt er að það eigi að mæta tii skoðunar á tilteknum degi og stundu og þess ósk- að, að aðstandandi (móðirin) komi með því til andsvara. Venjulega kemur V2 bekkur í einu, drengir sér og stúlkur sér. Meðan verið er að klæða barnið úr, spyr hjúkrunarkonan móðurina nokkurra s])urninga og merkir við á kortinu eftir því sem við á (+ eða -h). Hún spyr um nafn og heimili foreldra, Iivort þau búi samvistum, á hvers framfæri barnið sé og hver sé atvinnan. Þá spyr hún um stærð íbúðar og hvernig henni sé háttað, (kjallari, þakhæð, sólríkt), síðan um af- staðnar farsóttir og aðra kvilla, svo sem beinkröm, liðagigt o. fl. Þá um berkla- veiki og aðra sjúkdóma i ættinni (nán- ustu skvldmenni) eða hvort barnið hafi dvalið með berklaveikum. Síðan um syst- kinafjölda að hvað margt sé i heimili. Stígur barnið siðan á vogina og undir mælitækið. Er það bert, nema í nærbux- um einum. Það stendur kyrt og teinrétt og höfuðburður þannig, að neðri augna- brún og eyrnagangur séu i láréttri línu, hælar saman og hendur niður nieð síð- unum. Þetta gerist í skjótri svipan og hjúkrunarkonan skrifar hæðina og þyngd- ina í sína dálka á spjaldið. Er barnið lief- ir stígið niður af voginni gætir hjúki'unar- konan að óþrifum. Lúsar og nilar gætir helst, svo sem kunnugt er, fvrir ofan og aftan eyrun og er þvi handhægast að gæta þannig að því, að styðja höndum á höf- uð barnsins niðri við hársrætur fyrir aft- an eyrað, þannig að gómar viti upp, en þu)nalfingur flatir niður. Eru þeir nú látnir renna upp eftir liárinu, sem ýfist undan þeim og er þá auðvelt að sjá lús og nil. A stúlkum, sem hafa mikið hár, verður að kljúfa hárið á nokrum stiiðum, til að komást að hársverðinum. Nilina cr auðvell að þekkja frá flösu á því, að nilin silur föst á hárunum. Ef ástæða þykir til, ]). e. ef höfuðlús finnst, klór sést á kroppn- um o. ]). h., er gætl í fötiii að fatalús. Þegar þessu er lokið, fær hún lækninum spjaldið, sen) tekur nú við barninu til sj’voðunar og talar við móðurina. Spyr bann fyrst um heilsufar þess alment, hvort það sé hraust eða veiklað. Hvort ])að hafi legið þungar legur og hvort yfir- leitt sé nokkurs að geta um> heilsufar þess, seu) máli skifti. Eru svo gcrðar athuga- semdir á kortinu, eftir því sen) við á. Við hliðina á lækninum hangir tafla, sem sýnir meðalþvngd barna á vissun) aldri. Töflur þessar voru fyrst gerðar af fyr- nefndum Carl Sebötz, yfirskólalækni i Oslo, en hafa verið lagfærðar eftir )s- lenskum inælingum, eftir að það hefir sýnt sig, að islensk börn eru þroskameiri en norsk börn. Að þessu mun eg koma síðar. Schötz skiftir árinu í 10 tímabil, þannig að liann slær 3. og 4. mánuði sam- an í 1 mánuð, svo og 9. og 10. mánuði. Þannig er barn, sen) er 10 ára og 1 mán- aðar þegar skoðun fer fram, lalið 10,1 árs, 10 ára og 3ja mán. 10,3 árs, 10 ára og 4 mán. 10,3 árs o. s. frv. Ber maður nú salnan á töflum bve bæð og þyngd við- komandi barns svarar vel til n)eðalbæð- ar og þyngdar, og ef að því skakkar veru- lega, er auðséð, að hér þarf frekari at- hugunar við, en hæð og þyngd, svo og hæðar- og þyngdarframför frá ári til árs, eru einmitt lang mikilvægustu táknin um líkamlegan þroska, heilhrigði og framfar- ir barnsins. Það getur verið, að alt sé n)eð feldu, þó að þyngd barnsins svarandi lil hæðar sé allverulega minni en lægsta normalþyngd, en alt fyrir það er fylsta ástæða til að grenslast frekar eftir heilsu- fari þess og lifnaðarháttum. (Framh.) &KB3&

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.